Víðförli - 01.10.2001, Blaðsíða 10

Víðförli - 01.10.2001, Blaðsíða 10
10 VÍÐFÖRLI 20. ARG. 7. TBL. Kirkjumiðstöð Austurlands á Eiðum Kemur skemmtilega á óvart Fyrir suma hluti á maður að skammast sín fyrir og segja engum frá! Eg kom nefnilega í fyrsta skipti á kirkjumið- stöðina á Eiðum í byrjun september til að fylgja eftir nám- skeiði fyrir starfsfólk í barnastarfi kirkjunnar, í fyrsta skipti, en hef þó unnið á vegum kirkjunnar í heil 16 ár! - Nú held ég að fleiri séu sammála mér að sumt á maður að skammast sín fyrir og segja engum frá! En ég get ekki orða bundist. Það var hvasst í lendingu á Egilsstaðaflugvelli, svolítið hrá- slagalegt úti fyrir, snjór farinn að sleikja fjöllin og mér varð hugsað til dvalar minnar á Austurlandi í fyrrasumar í 27 stiga hita og sól. Á Eiða var haldið með fimm manna sendinefnd leið- beinenda. Á kjarri vaxinni hæð við Eiðavatn stendur kirkjumiðstöðin og blasir við óvenju fagurt útsýni í allar áttir um héraðið. Berjalöndin krökk og sást undir skósóla okkar í allar áttir að tína ber í munninn. Innandyra sem utan er afar snyrtilegt og mikil alúð greinilega lögð í það að hafa hluti í lagi. Hitann og þungann af rekstri Kirkju- miðstöðvarinnar ber Jóhanna Sigmarsdóttir sóknarprestur en í eldhúsinu er önnur eins kjarnakona, Kristjana Björnsdóttir frá Borgarfirði eystri. Saman skapa þær stölh urnar ógleymanlega stemningu í Kirkjumiðstöðinni á Eið- um. Námskeiðið okkar tókst vel - fjöldi fólks, allt frá Höfn í Hornafirði og norður f Bakkafjörð, sótti sér fræðslu og miðlaði okkur einnig af sínum reynslubrunni í barna- og æskulýðsstarfi kirkjunnar. Upphaf Kirkjumiðstöðvar Ég rakst á grein í Morgunblaðinu, sem birtist 16. júlí sl., um Kirkjumiðstöðina á Eiðum eftir Vigfús Ingvar Ingvars- son, sóknarprest á Egilsstöðum, hann segir þar m.a. að það hafi lengi verið draumur þeirra Austlendinga að eignast húsnæði á Eiðasvæðinu til að gera frekari útfærslu sameig- inlegrar kirkjulegrar starfsemi á Austurlandi mögulega. Kirkjumiðstöð Austurlands er á vegum Múlaprófastsdæmis og Austfjarðaprófastsdæmis. Núverandi húsnæði var vígt árið 1991 og síðan hefur margs konar starfsemi farið þar fram. Starfsemi í Kirkjumiðstöðinni Sumarbúðir hafa verið starfræktar í tíu sumur í Kirkjumið- stöðinni og hefur það starf verið afar farsælt og mjög fjöL sótt. Skýrsla um starfsemina frá 1. september 2000 til 31. ágúst 2001 sýnir svo að ekki verður um villst að þar er nán- ast alltaf eitthvað um að vera. Má þar nefna fermingar- barnanámskeið, fundi með foreldrum fermingarbarna, kóramót kirkjukóra, gospelkóra, barnakóra, kyrrðardaga, alfanámskeið, sjálfstyrkingarnámskeið fyrir nemendur 10. bekkjar á Héraði, námskeið í messusöng, TTT mót, fræðslufundi presta - svo sitt lítið af hverju sé nefnt. Allir þessir liðir eru á dagskrá vetrarins og ýmislegt fleira. Framundan er t.d. námskeið fyrir sóknamefndir, meðhjálp- ara, kirkjuverði og hringjara. Mótun kirkjufræðslustefnu fyrir Austurland Sameiginleg starfsaðstaða og samvinna prófastsdæmanna fyrir austan hefur orðið til þess að unnið hefur verið að mótun kirkjufræðslustefnu fyrir Austurland. Þeirri vinnu er ekki formlega lokið en gaman verður fyrir lesendur Víð- förla að fá að fylgjast með framgangi hennar í framtíðinni. Við hin gætum margt lært af því plaggi sem þegar liggur fyrir. Draumar og veruleiki Mér sýnist draumar kirkjufólks á Austurlandi um góða að- stöðu og fjölbreytt sameiginlegt starf í Kirkjumiðstöðinni á Eiðum hafa fyrir löngu ræst. Að kynnast þessu öfluga starfi fyrir austan var afar uppörvandi fyrir okkur sunnanfólk. Til hamingju! Edda Möller Fréttabréf Möðruvallaprestakalls Vetrarstarf Hólskirkju í Bolungarvík hófst á sunnudag- inn með svonefndri „regnbogamessu*. Hér var um þematengda fjölskyldumessu að ræða þar sem þemað var regnboginn. Seint á fimmtudagskvöld bárust blaðinu upplýsingar um messuna og vetrarstarfið í Hólskirkju og var mælst til þess að þeim yrði komið á fréttavef blaðs- ins, allra helst ásamt einhverri fallegri regnbogamynd. Mjög árla morguninn eftir þegar starfsmaður blaðsins, sem búsettur er í Bolungarvík, var að leita á internetinu að heppilegri regnbogamynd leit hann út um glugga og þá blasti við regnbogi yfir Hólskirkju. Enga úrkomu var nokkurs staðar að sjá nema á litlu svæði í kringum Hól. Tækifærið var þegar í stað notað til að taka myndir í tilefni regnbogamesunnar. Jafnskjótt og myndatökunni lauk hvarf þessi staðbundni úrkomuvottur og regnbog- inn að sjálfsögðu líka. Myndasmiðurinn hefur verið bú- settur í Bolungarvík í hálft þriðja ár og hefur aldrei séð þar regnboga fyrr. Frétt úr Bæjarins besta á Isafirði

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1510

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.