Víðförli - 01.10.2001, Blaðsíða 12

Víðförli - 01.10.2001, Blaðsíða 12
12 VIÐFORLI 20. ÁRG. 7. TBL. Kristur yfir kakóbolla og kökusneið Árni Svanur Daníelsson ræðir við sr. Jónu Hrönn Bolladóttur um Ömmukaffi Nú á dögunum var opnað nýtt kaffihús í miðbænum. Það gengur undir því hlýlega nafni Ömmukaffi. Arni Svanur Daníelsson skiptist á nokkrum tölvuskeytum við sr. Jónu Hrönn Bolladóttur miðborgarprest og fræddist um starf miðborgarprests og þetta nýja og nýstárlega kaffihús. Komdu sæl Jóna Hrönn. Gætir þú sagt lesendum Víðförla og kirkjan.is stuttlegafrá starfi miðborgarprests. Hlutverk miðborgarprests eins og annarra presta er að sinna sálgæslu, standa fyrir fræðslu og helgihaldi. Sálgæsl- an er mjög stór þáttur í mínu starfi. Fólk leitar til mín um viðtöl, en sálgæsla við unglingana fer fram í hópastarfi og á næturnar um helgar þegar opið er í Ömmukaffi. Starf með ungu fólki er mikilvægasti hluti af starfi miðborgarprests. Á vegum starfsins er sjálfshjálparhópur ungs fólks sem hefur orðið fyrir einelti og er félagslega einangrað. Og síðan heldur miðborgarprestur utan um næturstarfið um helgar og er þar sjálfur fjórar nætur í mánuði. Hvemig farið þið að með helgihaldið, eruð þið í samstarfi við einhverjar tilteknar kirkjur eða er kannski messað á götum úti? Helgihald á vegum miðborgarstarfsins er óhefðbundið. Það eru mánaðarlegar messur í Kolaportinu, sem margir þjóna í. Á þeim stað fer fram mikil sálgæsla undan og eftir messu. Einnig undirbýr miðborgarprestur mánaðarlegar æðruleysismessur í Dómkirkjunni ásamt Jakobi Ágústi Hjálmarssyni dómkirkjupresti. En þær messur eru einkum ætlaðar fólki sem er að leita að bata eftir 12-spora leiðinni, en það eru að sjálfsögðu allir velkomnir. Svo eru einnig óhefðbundnar messur við einstök tækifæri í miðborginni. Hvað með fræðslustarfið, hafið þið lagt áherslu á eitthvað sérstakt íþvísambandi? Fræðslan er unnin í samstarfi við aðra, eins og t.d. hóp- inn Betri borg sem samanstendur af fulltrúum frá ITR, lög- reglustjóraembættinu, Félagsþjónustunni í Reykjavík, Rauðakrosshúsinu, Hinu húsinu, Foreldrahúsinu, Samhjálp og URKI. Einnig hefur verið samstarf við Biblíuskólann við Holtaveg um sálgæslunámskeið. Það er einnig samstarf við Laugarneskirkju um einstaka málþing um mikilvæg umræðuefni í okkar samfélagi, eins og t.d. um mikilvægi þessa að vinna gegn klámiðnaðinum. Miðborgarprestur hefur einnig verið í vinnuhópum á vegum borgarinnar til að vinna að heill miðborgarinnar. Nú voruð þið að opna nýtt kaffihús sem heitir því skemmti- lega nafni Ömmukaffi. Hver er hugmyndin á bak við það og hvert stefnið þið með þessu starfi? Grunnhugmyndin að kaffihúsinu er að færa starfið nær götunni. Við sem að miðborgarstarfinu stöndum viljum leita leiða til að boða Jesú Krist. Hann er drifkrafturinn að þessu starfi og við erum fyrst og fremst að nota hans aðferð til að mæta fólki með umhyggju, samtali og vináttu. Þá er kaffihús alveg tilvalinn staður til slíkrar nálgunar. Enda hvar er betra að tala saman en yfir góðu kaffi og ljúffengri tertu. Síðan hugsum við okkar að staðurinn nýtist fyrir ungt fólk á aldrinum 16-20 ára. Það á engan stað í borg- inni og við viljum leyfa því að njóta með okkur. Á fimmtu- dagskvöldum í vetur verða „lúxus kvöld“ fyrir ungt fólk. Þar verður lifandi tónlist og margir listviðburðir. En kaffi- húsið er opið alla virka daga frá kl. 10:00-18:00 fyrir gesti og gangandi. Það er tilvalið að eiga stefnumót þar fyrir litla fundi eða bara fyrir spjall um lífið og tilveruna. Staðurinn er reyk' og áfengislaus. Þar er bjart og hreint og góður andi. Landsmót æskulýðsfélaga „Frábært fólka Landsmót æskulýðsfélaganna verður haldið 19. til 21. október næstkomandi á Hvammstanga. Umsjónarmenn mótsins að þessu sinni eru Margrét Ólöf Magnúsdóttir (margretolof@visir.is) og Pétur B. Þorsteinsson (pet- ur@hateigskirkj a. is). Þema mótsins er sótt til þess að Guð skapaði okkur í sinni mynd, sem konur og karla, fólk með frábæra eigin- leika og hæfileika. Dagskrá mótsins miðar að þessu, að færa unglingana einu skrefi nær því að vera sáttari við sjálfa sig. Fastir dagskrárliðir og dagskrártilboð miða öll að því að tala um sköpun Guðs, menneskjuna og eigin- leika hennar. Fjölbreytt dagskrá Búið er að fá afnot af íþróttahúsinu, félagsheimilinu, sundlauginni og að sjálfsögðu kirkjunni. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá, t.d. kvöldvöku, sameiginlegt taco kvöldverðarboð, sundlaugarpartí, tónleika, guðs- þjónustu og fleira. Einnig verður boðið upp á frjálsan tíma þar sem unglingarnir geta tekið þátt í hinum ýmsu hópum, t.d. íþróttahóp, gönguhóp, listahóp, leikhóp, fréttahóp, sjóstangaveíðihóp o.fl. Mótsgjald er 6.000 kr., en innifalið eru rútuferðir á mótsstað, gisting, fæði og skipulögð dagskrá. Mótið er einkum hugsað fyrir unglinga sem eru virkir í æskulýðsstarfi kirkjunnar. Hægt er að fá frekari upplýs- ingar um mótið á heimasíðu kírkjunnar, www.kirkj- an.is/landsmot, eða hafa samband við Margréti eða Pét- ur, sem einnig sjá um skráningar.

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1510

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.