Víðförli - 01.10.2001, Blaðsíða 8

Víðförli - 01.10.2001, Blaðsíða 8
VIÐFORLI 20. ARG. 7. TBL. Af erlendum vettvangi Porvoo'samvinna Trevor Parks, prestur anglíkana í Ósló, segir PorvoO'Sam.' þykktina vera skila æ meiri árangri. Þrettán norskir, lúth- erskir þjóðkirkjuprestar hafa nú hlotið leyfi ensku biskupa- kirkjunnar að messa „anglíkanskt". I Tampere messar finnskur þjóðkirkjuprestur þrjá sunnudaga í mánuði fyrir enskan söfnuð. Lútherski prófasturinn í Tallinn í Eistlandi hefur tekið að sér þjónustu fyrir enskumælandi í borginni og sækir fundi anglíkana á Norðurlöndum sem fullgildur meðlimur þrátt fyrir að vera lútherskur prestur. Komið hef- ur verið á sambandi biskupsdæmis ensku kirkjunnar í Newcastle og Möre'biskupsdæmis norsku kirkjunnar, en þar er höfuðbiskup Norðmanna í forsvari, Odd Bondevik. Þá hafa dómkirkjurnar í Bergen og Southwark tekið upp formlegt samband. Prestar og sóknarfólk í Bragernes í Drammen og Chelmsford hafa farið í heimsóknir í sóknir hinna. Mörg biskupsdæmi eru í miðjum samstarfssamræð- um. Ráðstefnum og fundum, sem sérstaklega er efnt til fyrir lútherana og anglikana fjölgar síðustu árin. Islenskir prestar og sóknamefndafólk eru hvött til að koma á tengslum við söfnuði systurkirkna, hvort sem þær eru lútherskar eða anglíkanskar. Samstarfskirkjur okkar hafa tilnefnt tengiliði, sem eru til þjónustu reiðubúnir. Netföng þeirra og kirknanna er hægt að finna á heimasíðu Porvoo, www.svenskakyrkan.se/porvoo/index.htm Eistneska kirkjan Eistneska lútherska kirkjan, rétt eins og sú íslenska, ræðir þessi árin skipan sína, lög og reglur. Aður en Eistland slapp undan köldum hrammi hrynjandi Sovétveldis, 1991, sam- þykkti kirkjan nýjan kirkjurétt. Sá byggði á kirkjuskipan frá 1935 sem Sovétríkin afnámu þegar þeir náðu völdum í Eistlandi í seinni heimsstyrjöldinni. Og nú er endurskoðun þessara tíu ára reglna hafin. Talsverðar deilur hafa orðið um hvort breyta eigi því ákvæði, sem er í gildi allt frá 1935, að biskup í eistnesku kirkjunni eigi að vera karlkyns! Ekki þykir líklegt að ákvæðið verði afnumið í þessari end- urskoðunarhrinu. Eistar hafa, í anda Porvoo'samþykktar, ákveðið að þjónustan í kirkjunni sé skilin þríþætt: Þjónusta djákna, presta og biskupa. Áður var litu þeir svo á að biskupar væru prestar í ákveðnu prestshlutverki. Þar sem Porvoo- sáttmálinn gerir mikið úr sérstöku hirðishlutverki biskupa hafa Eistar því tekið þessa stefnu og þar með tekið mið af undirritun Porvoo-sáttmálans. Kvennabiskupsumræðan hefur knúið á að ljóst sé hvernig eistneska kirkjan vill að trúfræðileg efni séu rædd og ákveðin. Eins og hér heima hefur prestastefna eistneskra lútherana sterka stöðu. Svo hefur verið litið á að áður en kirkjuþing þeirra taki fyrir veigamikil stefnumál, eins og vígslu kvenkyns biskups, verði prestastefna fyrst að ræða og álykta um þau. Síðan getur kirkjuþing tekið málið fyrir. I janúar síðastliðnum var komið á kenningarnefnd í eistnesku kirkjunni sem ætlað er að þjóna prestastefnu og leggja fyrir stefnuna mótaða og rökstudda stefnu í álitamál- um. Hið fyrsta, sem nefndin tekur fyrir, er kirkjufræði (ecclesiologia) og sjálfsskilningur kirkjunnar. í nefndinni eru helstu trúfræðingar kirkjunnar, bæði úr hópi presta og frá guðfræðideildum í Tartu og Tallinn. Ef íslendingar vilja tengjast eistneskum söfnuðum, fá upplýsingar og ráð um tenglasöfnuði er sr. Veiko Vihuri til þjónustu reiðubúinn. Netfangið hans er veiko.vihuri@eelk.ee írskir anglíkanar Vegna nábýlis við kaþólsku kirkjuna vann írska, anglí- kanska kirkjan talsvert mikið með Dominus Iesus-ritið sem olli talsverðu kirkjufári á liðnum vetri. Sent var svar til Rómar. Þá undirritaði kirkjan svokallaða Reuilly-samþykkt síðastliðið sumar, sem er samþykkt anglíkana við franska reformerta. Irska anglíkanska kirkjan hélt upp á tíu ára af- mæli vígslu kvenna til prestsþjónustu. Efnt verður til mik- ils þings í september 2002 um eðli, stíl og hætti prestsþjón- ustu í framtíðinni, hlut alþýðumenningar og tískustrauma í tilbeiðslu, sem og alþjóðlegar og ekumenískar víddir í starfi írsku kirkjunnar. Nú standa yfir viðræður við meþódista- kirkjuna og stefnt að nánari samvinnu. Ný írsk sálmabók er komin út sem og ný útgáfa af Book of Common Prayer. Þessi írska útgáfa er nú til nota sem tiL raunaútgáfa og verður til skoðunar og notkunar í söfnuðum til 2004. Margt hefur gerst í litúrgíunni í stærri söfnuðum anglík- ana og nú er verið að kynna þær hinum smærri og sumum íhaldssamari söfnuðunum. John Neil, biskup í Ossory og Cashel, segir að þeir fari kynningarleiðir og noti mjúkar aðlögunaraðferðir. Ekkert hasti en litúrgían sé í stöðugri endurskoðun. Þá segir hann að stefnt hafi verið að fækkun kirkjuþingsmanna úr 648 í 393 en sú áætlun var felld. Spánn, Lúther og tengsl Lúther lifir og kemur víða við sögu. Spænskir lúthers- áhugamenn gefa nú út öll helstu rit Lúthers, í tuttugu bind- um! Sex eru þegar komin út og útgefendur stefna að því að öll bindin verði útgefin f lok ársins 2004. Það er Biskupa- kirkjan á Spáni sem stendur að verkinu. Amerískir lúther- anar (ELCA) hafa hrifist af framtakinu og hafa veitt fé til kirkjunnar og lagt til spænskumælandi prest til að vinna með innflytjendum frá Suður'Ameríku. Lútherskir innflytj' endur hafa fundið leið inn í spænsku biskupakirkjuna og hafa þannig iðkað það samstarf sem PorvoO'Samþykktin opnaði fyrir á sínum tíma. Spánverjar hafa einnig þjónað norrænum lútherönum. Vaxandi fjöldi fer nú, fótgangandi eða akandi, pílagrímaleiðina til Santiagó de Compostela. Síðastliðið sumar var finnskur prestahópur á ferð og naut aðstoðar spænsku biskupakirkjunnar. Biskup þeirra er Car- los López Lozano. Þau sem eru á leið til Madrid eða ann- arra hluta Spánar og vilja samband eða upplýsingar um messur geta sent póst til: eclesiae@arrakis.es. Sigurður Arni Þórðarson

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1510

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.