Víðförli - 01.10.2001, Blaðsíða 9

Víðförli - 01.10.2001, Blaðsíða 9
OKTÓBER 2001 VÍÐFÖRLI 9 Hjálparstarf kirkjunnar Hjálparstarf kirkna í Afganistan Hjálparstarf kirkjunnar og Rauði krossi íslands efna til söfnunar til styrktar afgönsku fólki sem komið er á vonar- völ eftir hetjulega baráttu við endurtekinn uppskerubrest, stríð og harðstjórn. Ríkisstjórnin hefur samþykkt 10 millj- óna króna framlag sem beint verður um stofnanirnar tvær. Hjálparstarfið mun verja sínum hluta og einnar milljónar eigin framlagi í gegnum ACT, alþjóðaneyðarhjálp kirkna. Áhersla á vatn, mat og sáðkorn ACT, alþjóðaneyðarhjálp kirkna sem Hjálparstarf kirkj - unnar er aðili að, hefur rekið hjálparstarf meðal Afgana í fjölda ára. Það er í samvinnu við fjölda samtaka í Afganist- an, Pakistan og íran, óháð trúarbrögðum. Nú gengur vetur f garð og áhersla er lögð á að koma sáðkorni til afskekktra þorpa. ACT hefur nýlega dreift korni til 1200 bænda. Einnig þarf að koma mat sem dugir í að minnsta kosti þrjá mánuði til fólks í afskekktum sveitum til að sporna við flótta. Undir forystu Hjálparstarfs norsku kirkjunnar, bandarísku Church World Service, Middle East Council of Churches og Christian Aid í Bretlandi beinir ACT aðstoð sinni að íbúum Afganistan sem eru verst settir, flóttamönn' um í eigin landi og flóttamönnum í nágrannalöndum. Til stendur m.a. að útvega allt að 70.000 manns í flóttamanna- búðum vatn og hreinlætisaðstöðu, mat og hjúkrunargögn, 15.000 nýkomnum flóttafjölskyldum í Pakistan tjaldi, teppi og segldúk og fólks sem búist er við að komi yfir landamær- in til Iran bíða hjálpargögn. Auk þess verður veitt áfalla- hjálp og stuðlað að því að mynda sjálfshjálparhópa, við- halda fjölskyldutengslum, reisn og mætti fólksins sjálfs til að takast á við hrikalegar aðstæður. Þetta eru fyrstu ráða- gerðir en þær eru gerðar með sveigjanleika í huga, enda óvíst hvemig mál þróast. Innan Afganistan starfa um 1500 innlendir samstarfsaðilar ACT og leggja sig í lífshættu til að sinna hjálparstarfi. Allt ónýtt nú þegar Loftárásir á Afganistan eru e.t.v. ekki sá vendipunktur sem ætla mætti um afdrif íbúa landsins. Enda birtust hér mynd- ir af brosandi fólki með múrbrak í höndum, fólki sem er vant átökum. Neyðin hefur verið viðvarandi. Sfðustu þrjú ár hafa þurrkar eyðilagt alla uppskeru sem ekki nýtur áveitu og stórlega dregið úr hinni. Og það f landi þar sem 85% íbúanna lifa af landbúnaði. Áratuga stríð, innbyrðis átök og harðstjórn talibana hafa eyðilagt alla inniviði samfélags- ins. Það er búið að eyðileggja hús og byggingar, það er búið að eyðileggja vegi, það er búið að taka lifibrauðið af fólki, ekki síst konum sem beinlínis er bannað að bjarga sér, það er búið að eyðileggja líf fólksins. Það þarf ekki árás til þess. Hvenær gleymum við neyðinni í Afganistan? Nú þarf bara að vona að fólkið í Afganistan gleymist ekki þótt árásir taki enda og aðrir viðburðir fylli fréttatímana okkar. Sífellt erfiðara er að fjármagna svokallaða gleymda neyð eða „forgotten emergencies“. Hjálparstofnanir finna að fólk þreytist á neyð sem dregst á langinn og fjármögnun verður erfið. Fólk lifir í núinu. Hjálparstarf kirkjunnar vill haga starfi sínu svo að fólk fái stuðning til að standa á eigin fótum. Það tekur tíma. Þess vegna hefur stofnunin stutt þróunarstarf á Indlandi og í Mósambík til lengri tíma. Anna M.Þ. Ólafsdóttir Segðu þína sögu Öll höfum við eitthvað að segja frá, áhugaverðar reynslu- sögur úr eigin lífi. Oft höfum við líka þörf fyrir að segja þessar sögur og deila reynslunni með öðrum. Þá getur líka verið gott að heyra hvað aðrir hafa reynt og sjá og finna að maður er ekki einn í heiminum. Vefurinn www.fray.com varð til í kringum þessa hug- mynd. Þangað kemur fólk til að segja persónulegar sögur af sjálfu sér og einhverju sem það hafa gengið í gegnum. A eftir hverri sögu er að finna tilboð til annarra lesenda um að bæta sinni reynslu við: „Hefur þú sögu að segja?“ Þegar fjöldi fólks kemur saman með þessum hætti og deilir reynslu sinni þá er um að ræða mikilvæga hópvinnu sem nálgast allt að því hóp-sálgæslu. Og ekki er að efa að þessi vefur hefúr nýst fólki vel í kjölfar hryðjuverkanna hryllilegu t Bandaríkjunum fyrir skemmstu. Að mati undir- ritaðs er hér um að ræða góða hugmynd sem gæti verið þess virði að prófa hér á landi. Árni Svanur Daníelsson Frá Prestafélagi Suðvesturlands Á aðalfundi Félags presta á höfuðborgarsvæðinu í febrúar síðastliðnum var nafni þess breytt í Prestafélag Suðvestur- lands. A vormisseri bar helst til tíðinda að haldið var upp á fimm ára afmæli félagsins í maí og boðið var til vorfagnaðar prestsfjölskyldunnar. Nú er framundan sagnakvöld, þar sem prestar skemmta prestum og verður það haldið mánudaginn 5. nóvember kl. 21. Staðsetning verður auglýst síðar. Hið árvissa jólaball prests- og djáknafjölskyldunnar verð- ur haldið í Safnaðarheimili Háteigskirkju föstudaginn 28. desember kl. 16-18. Þá eru fyrirhugaðar dansæfingar fyrir prestshjón og einhleypa presta og hefjast um miðjan janúar. Stjórn PSV skipa prestarnir Friðrik J. Hjartar, Irma Sjöfn Óskarsdóttir, Magnús Björn Björnsson og María Ágústsdóttir.

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1510

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.