Víðförli - 01.12.2003, Page 6

Víðförli - 01.12.2003, Page 6
6 VlÐFÖRLI 22. ÁRG. 4. TBL. Stefnumótun Þjóðkirkjunnar Stefnan samþykkt - hvað svo? Nú eru gerðir kirkjuþings komnar á vef Kirkjuþings (www.kirkjan.is/kirkjuthing) og þar má sjá samþykkt um Stefnu og starfsáherslur Þjóðkirkjunnar 2004 - 2010. Kirkjuþing samþykkti þá stefnu og starfsáherslur sem kynntar voru í stefnuskjalinu með litlum breytingum og einnig þá forgangsröðun sem kom fram í greinargerð bisk- ups íslands þegar hann flutti málið. Hvað svo? Heilmikil vinna er að baki og afrakstur hennar er grunn- ur starfsins framundan. En þetta er þó ekki nema brot af því sem felst í stefnumótun. Aðalverkið er eftir: Fram- kvæmd stefnunnar. í greinargerð biskups segir meðal annars: „Tillaga Kirkjuráðs er að skipta stefnu Þjóðkirkjunnar á tímabilinu 2004-2010 niður í fimm aðalverkefni eða áhersl- ursem byggð eru á meginstefnunni. Hvert verkefni næryfir tvö ár og hefur þrjár meginþætti, þ.e. undirbúning, fram- kvæmd og mat. Þessi verkefni eru eftirfarandi og skiptast niður á árin sem hér segir: 2004- 2005 Samfélag - í trú og gleðl 2005- 2006 Heimili - vettvangur trúaruppeldis 2006- 2007 Fjölþætt þjónusta - opin, virk og gefandi 2007- 2008 Aukið samstarf - inn á við og út á við 2008- 2009 Umgjörð þjónustunnar - stjórnun og starfseiningar Sfðasta árið, þ.e. árið 2010, hafi nokkra sérstöðu, þá fari fram heildarmat á stefnunni. Enda þótt megináherslan verði á eitt verkefni í senn, verður þegar fbyrjun stefnuátaksins hafist handa við að ýta úr vör öðrum verkefnum og undirbúa í samræmi við þá leið sem valin verður til að hrinda stefnunni í framkvæmd, und- ir yfirstjórn biskups og Kirkjuráðs. [...] Mikilvægt er að hver starfseining tileinki sér stefnuna, áherslur og einstaka verkefni, ígrundi grundvöllinn og mark- mið Þjóðkirkjunnar og sjái þar tækifæri til að eflast og bæta þjónustuna m.a. með því að gera hana markvissari. Starfseiningar, sóknir og stofnanir aðlagi meginstefnu og verkefnin að þeim aðstæðum sem hver og ein starfseining býr við. “ Samfélag í trú og gleði Fyrstu tvö árin verður megináhersla lögð á samfélagið. Hér er átt við samfélagið innan kirkjunnar, í messunni, í sókninni, í landinu. í öllu kirkjustarfi verðum við að spyrja okkur hvernig við getum eflt samfélagið, tekið vel á móti fólki, stutt hvert annað. En hvernig verður staðið að breytingum? Það verður aldrei nema með því að vinna með grasrótinni, vinna með öllu því góða fólki sem starfar innan kirkjunnar að sameig- inlegum markmiðum. Stefnt er að því að stofna nokkra starfshópa er koma með tillögur um framkvæmd hinna mismunandi áherslu- atriða. Jafnframt því eru starfseiningar kirkjunnar hvattar til að skoða eigið starf í Ijósi þessa og í Ijósi stefnuskjalsins sem finna má á vef kirkjuþings. Sóknir, prestaköll og pró- fastsdæmi geta þegar hafist handa við að skoða eigið starf í Ijósi þessara áhersla. Vonandi verða tillögur að útfærslu, byggðri á stefnu- skjalinu og þeim upplýsingum sem fyrir liggja, komnar á blað í lok fyrsta ársfjórðungs. Þá stendur einnig til að gefa út efni um stefnu kirkjunnar. Þessar tillögur verða einnig kynntar víða innan kirkjunnar og boðið upp á samráðsfundi um framkvæmd stefnunnar sem hlýtur alltaf að markast að einhverju leyti af ytri aðstæðum. Kirkjufólk tók vel við sér í fyrsta hluta stefnumótunarinn- ar og kom sínum áhyggjum og sinni ánægju á framfæri í svót greiningunni. Þar og á kynningarfundum víða um land fengust afar mikilvægar upplýsingar um líðan fólksins í kirkjunni og hugmyndir um hvert stefna bæri og hvernig út- færslan ætti að vera. Það er mikilvægt að þessi grasrótar- áhugi hverfi ekki og við vinnum öll að því saman að byggja upp kirkjustarfið og samfélagið okkur öllum til góðs. Adda Steina Björnsdóttir Þetta þrennt... - Þrennt er mikilsvert: þrennt að elska: Hugrekki, hógværð og sannsögli. Þrennt að hata: grimmd, stærilæti og vanþakklæti. Þrennt að biðja um: trú, frið og hreint hjarta. Þrennt að forðast: leti, mælgi og gálaust hjal. Þrennt að ráða við: hugarfar, tungu og hegðun. Þrennt að muna eftir: lífi, dauða og eilífðinni. Úr bókinni Orð í gleði Karl Sigurbjörnsson tók saman.

x

Víðförli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðförli
https://timarit.is/publication/1510

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.