Bæjarins besta


Bæjarins besta - 21.12.2000, Síða 2

Bæjarins besta - 21.12.2000, Síða 2
Bolungarvík Drykkurinn Primus frá Mjólkursamlagi ísfirðinga að koma á markað Tveggja ára þróunarviima að baki - eini próteindrykkurinn sem framleiddur er hérlendis Hálfdán Óskarsson samlagsstjóri hjá Mjólkursamlagi Isfirðinga með Primus. og þýðir „sá fyrsti". Þetta orð Samkaup styrkir at- vinnulausa Stjórn Samkaupa sem rekur Sparkaup í Bolungarvík og Samkaup Isafirði hefur ákveð- ið að gefa öllu atvinnulausu fólki sem býr á norðanverðum Vestfjörðum afsláttarmiða sem hver og einn fær til að nota í þremur úttektum. Afslátturinn er uppá 10% í hvert sinn. Með þessu vill fyr- irtækið létta undir með fólki fyrir hátíðirnar. Stjórn fískveiða Fundur eft- ir áramót Guðmundur Halldórsson, formaður Smábátafélagsins Eldingar á norðanverðum Vestfjörðum, hefur haft sam- band við stjórnendur sveitar- félaga á norðanverðum Vest- tjörðum og óskað eftir sam- starfi um að halda fund hér vestra með endurskoðunar- nefnd um stjórn tiskveiða. Hugmynd þeirra smábáta- manna er að halda fundinn fljótlega eftir áramót í sam- starfi við sveitarfélögin og verkalýðsfélög. ísaflarðarbær Sópun boðin út Bæjarráð Isafjarðarbæjar vill að sópun gatna í Isafjarð- arbæ verði boðin út. Undan- farin ár hefur bærinn rekið gamlan götusóp af árgerð 1974 og hefur sú útgerð geng- ið misjafnlega. Reksturinn hefur gengið áfallalaust þetta ár en nú liggur fyrir að þörf er verulegs við- halds sem naumast er talið borga sig. Kostnaður við kaup á nýjum sóp er 3,7 milljónir. Próteindrykkurinn Primus, sem Mjólkursamlag ísfirð- inga hefur þróað undanfarin tvö ár, er að koma á markað í fyrsta sinn í þessari viku. Primus er fyrst og fremst ætl- aður fólki sem stundar reglu- bundnar líkamsæfingar og vill halda sér í góðu formi. Drykk- urinn er þróaður með það að leiðarljósi að vera góð viðbót við daglegan kost íþrótta- mannsins og getur komið í stað stakrar máltíðar. Primus er mjólkurdrykkur sem inniheldur hátt hlutfall próteina. I hverjum skammti eru 26 g af próteinum sem að stórum hluta eru mysuprótein. Einnig inniheldur Primus hátt hlutfall af vítamínum og stein- efnum og er auk þess mjög trefja- og kalkríkur. Drykkur- inn er fáanlegur með þremur bragðtegundum: Súkkulaði, jarðarberja og vanillu. Mjólkursamlag Isfirðinga hefur í tæp tvö ár unnið að þróun drykkjarins í samvinnu viðAtvinnuþróunarfélagVest- fjarða og Iðntæknistofnun. Fríða Rún Þórðardóttir, nær- ingarráðgjafi, næringarfræð- ingurog einkaþjálfari, varráð- gjafí Mjólkursamlagsins við undirbúning og þróun á Prim- Kammerkófinn á ísafirði verður með kyrrðarstund við kertaljós í Isafjarðarkirkju kl. 21 annað kvöld, 22. desember - á sama degi, sama tíma og sama stað og í fyrra. Lesljós organistans var þá eina raf- magnsljósið í kirkjunni en birtan kom að öðru leyti frá us. Það er Mjólkursamsalan sem sér um dreifmgu. Primus er eini prótein- drykkurinn sem er framleidd- ur hér á landi. Próteindrykkir eru aðallega fluttir inn í duft- formi og á síðasta ári nam innflutningur á slíku dufti um kertaljósum og flytjendum tónlistar og friðar. Svo verður einnig nú og yfirskriftin verð- ur Hátíð fer að höndum ein líkt og fyrir ári. Auk tónlistar- innar verður séra Magnús Erl- ingsson með stuttan upplestur á milli tónlistaratriða. Kammerkórinn er bráðung- 180 tonnum. Sérstaða Primus felst í því að hann er kælivara, tilbúinn ti! drykkjar og hann þarf ekki að blanda út með vatni. Nafnið á drykknum skýrir framleiðandinn með þessu hætti: Orðið primus er latína ur, aðeins á öðru árinu. Kyrrð- arstundin í kirkjunni í fyrra má því heita frumraun hans en hún tókst afar vel. „Vonandi verðum við betri og betri með hverju árinu!“ segir samt stjórnandinn, Guðrún Jóns- dóttir sópransöngkona. Hulda Bragadóttir leikur á er einnig notað urn eldunar- tæki og hefur í því sambandi tilvísun í útiveru, orku og brennslu. Umbúðirnar taka mið af þessari tilvísun. Silfr- aður litur þeirra og lögun minna á flöskur sem notaðar orgelið með kórnum en tón- listin sem flutt verður eru gömlu, góðu, klassísku og há- tíðlegu jólalögin sem ylja öll- um og snerta strax við sálinni. Þegar Guðrún er spurð hvort hún syngi ekki einsöng er hún fljót að svara: Nei, það er eng- inn einsöngur! Mér finnst svo eru undir eldsneyti á prímusa. Drykkurinn Prirnus kemur á markað á svæði Mjólkur- samlags Isftrðinga í þessari viku. Strax í janúar verður hann kominn í almenna dreif- ingu um land allt. gaman sjálfri að geta fengið að syngja eitthvað annað en bara einsöng. Það er svo gott að geta líka látið sig hverfa í fjöldann.“ Fjórtán eru í kórnum að þessu sinni: Fjórar í sópran, fjórar í alt, þrír tenórar og tveir bassar. „Svo er einn gestur Hátíð fer að höndum ein - kyrrðarstund við kertaljós s Kammerkóriim í Isafjarðarkirkju 7 Bænín má aldrei bresta þig Bænin má aldrei bresta þig, búin er freisting ýmislig. Þá líf og sál er lúð og þjáð, lykill er hún að Drottins náð. (H.P.) Af deilum hinnar Guðs útvöldu þjóðar við granna sína gæti maður freistast til að trúa þeirri fullyrðingu, að bænakvak dygði skammt í utanríkismálum. Fátt bendir til að endir skálmaldarinnar á slóðum Meistarans frá Nasaret sé í sjónmáli þrátt fyrir að leiðtogar annarra landa hafi lagt sig í líma við að koma á sáttum. Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn. Kærleiksblómin spretta ekki lengur í vegköntum. Skröltandi bryndrekar sjá fyrir því. Oft er látið að því liggja, að bænahjal sé ekki karlmanna utan þeirra er hafa af því atvinnu. Bænir séu ætlaðar konum þegar á bjátar og börnum fyrir svefninn. Karlmenn treysti frekar á mátt sinn og megin, það sem sýnilegt og áþreifanlegt er. Sjómenn fyrri tíma ýttu aldrei svo úr vör að áhöfnin signdi sig ekki og farið væri með sjóferðabæn. Menn vissu að hættan leyndist á hafinu og fólu sig forsjóninni á vald. Þeir vissu sem var að máttur þeirra og megin mátti sín iítils gegn höfuðskepnunum. „En þótt tækjum sé breytt / þá er eðlið samt eitt“. Líklega eru sjómenn ein trúaðasta stétt samfélagsins. Og skyldi engan undra. Oftar en aðrir m standa þeir frammi fyrir mikilli vá, við dauðans dyr, ef svo má orða. í nýútkominni bók, „Bænir karla“, tjá nokkrir þjóðþekktir menn sig um þátt bænarinnar í daglegu lífi þeirra. Þar opinberast að karlmenn hafa ekki síður trúarþörf en konur og börn. Þarna eru á ferð menn úr ýmsum stéttum þjóðfélagsins sem sinna margvíslegum störfum, menn sem hafa alist upp við ólík kjör og aðstæður en eiga það sameiginlegt að leita til bænarinnar í amstri hversdagsins. Það kemur nefnilega alltaf á daginn að þegar eitthvað fer úrskeiðis, þegar svartnættið eitt virðist framundan, þegar hörmungar og slys ber að höndum, þá er ekki spurt um „karlmennsku“ né um „mátt sinn og megin“. Þá verður maðurinn svo ósköp lítill og vanmáttugur, leitar í bænina og finnur að „lykill er hún að Drottins náð“. Bæjarins besta sendir lesendum sínum nær og tjær, svo og öllum öðrum landsmönnurn, bestu kveðjur. Megi jólin færa ykkur innri frið og fögnuð. Ffá útgefendum: Umboðs- aðilar BB Eftirtaldir einstaklingar sjá um sölu og dreifingu á BB á þétt- býlisstöðum utan ísafjarðar: Bolungarvík: Nikólína Þor- valdsdóttir, Hjallastræti 38, sími 456 7441. Súðavík: Sindri V. Gunnarsson, Holtagötu 11, sími 456 4982. Suðureyri: Deborah Anne Ólafsson, Aðal- götu 20, sími 891 7738. Flat- eyri: Gunnhildur Brynjólfsdótt- ir, Brimnesvegi 12a, sími 456 7752. Þingeyri: Valdís Bára Kristjánsdóttir, Hlíðargötu 43, sími 456 8263. Útgefandi: H-prent ehf. Sólgötu 9, 400 ísafjörður, sími 456 4560, fax 456 4564 • Netfang prentsmiðju: hprent@bb.is • Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson, sími 892 5362, netfang: bb@bb.is • Blaðamenn: Hlynur Þór Magnússon, sími 456 7322, netfang: blm@bb.is og Hólfdón Bjarki Hólfdónsson, sími 863 7655, netfang: halfdan@bb.is • Ljósmyndari: Halldór Sveinbjörnsson, sími 894 6125, netfang: halldor@bb.is • Stafrœn útgáfa: www.bb.is • Lausasöluverð er kr. 200 eintakið m. vsk. • Áskriftarverð er kr. 170 eintakið m. vsk. • Veittur er afslóttur til elli- og örorkulífeyrisþega. Einnig sé greitt með greiðslukorti • Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annars efnis er óheimil nema heimildar sé getið. 2 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.