Bæjarins besta


Bæjarins besta - 21.12.2000, Page 11

Bæjarins besta - 21.12.2000, Page 11
komuhúsum úti í sveit. Við í hljómsveitinni Rós lékum á Ögurballinu í sumar og var það eitt skemmtilegasta bail sem ég hef leikið á. Húsið nötraði og skalf undan fóturn dansgesta." Hljóinsveitir hag- ræða eins og aðrir Alfreð fmnst leitt að varla séu fleiri en þríríhverri hljóm- sveit í dag. „Eg sakna þeirra daga þegar trommur og bassi voru ómissandi hluti af popp- hljómsveit. Nú er algengt að menn séu með allan tónlistar- grunninn, það er að segja trommur og bassa, í hljóm- borðinu. Eg stýri einmitt einu slíku hljómborði. Þó held ég að það sé ekki við tónlistarmennina sjálfa að sakast því þeir mæta bara kröfurn ballgesta. Þróun- in hefur verið sú að algengt er að „kíkja“ á ball og menn eru þá ekki tilbúnir að borga mikið fyrir. Því fylgja minni tekjur fyrir skemmtistaði sem þýðir svo aftur lægri laun fyrir hljómsveitinar. Þvíhafapopp- arar brugðist við með því að hagræða og fækka meðlimum í hljómsveitum.“ Ég á mér draum „Þetta er leið þróun. Eg sé þó fram á nokkrar breytingar og hef orðið var við það að fólk vill fá lifandi tónlist. Því býst ég fastlega við því að fólk fari að vera lengur á böll- um og borga þá kannski að- eins meira fyrir. A böllum skiptir tónlistin sjálf ekki öllu máli. Fólk vill hafa eitthvert líf á sviðinu. Það er nær endalaust hægt að fækka í hljómsveitum. Eg gæti auðveldlega staðið uppi á sviði með mitt hljómborð og leikið eins og tíu manna hljómsveit. Ég held þó að fáir myndu sætta sig við þvílíka afskræmingu á tónlistinni. Ég á mér draum. Það væri gaman að hóa gömlu félögun- um saman, leigja hús og halda stórt og mikið ball. Það er allt í lagi að leggja töluvert á sig til að reyna að endurvekja þá ballstemmningu sem eitt sinn var. Hún er vel þess virði.“ Þarf að draga marga út úr skelinni Söngsýningar eða svoköll- uð „show“ hafa verið mjög áberandi í skemmtanalífi Is- firðinga að undanförnu. Al- freð er einn þeirra sem bera ábyrgð á því. „Ég og félagar mínir í hljómsveitinni Rós höfðum lengi gengið með þessa hugmynd í maganum. Við ákváðum fyrir tveimur og hálfu ári síðan að ríða á vaðið og láta verða af þessu. Við auglýstum eftir söng- fólki en vissum eiginlega ekki út í hvað við værum að fara og óðum nokkuð blint í sjóinn. Það eina sem við vorum viss urn var hvaða þema við ætluð- um að taka. Við tókurn fólk í prufu og komumst að því að marga bestu söngvarana þurfti að draga úr úr skelinni. Við fengum ábendingar frá fólki urn hina og þessa söngvara sem gætu verið liðtækir en ólíklegir til þess að mæta í prufu. Það kom okkur oft á óvart hversu vel þessu fólki gekk að syngja þegar á hólm- inn var komið. Það hefur verið gaman að sjá þetta fólk springa út og standa sig vel. Við eigum fullt af hæfileika- ríku söngfólki. Það þarf bara oft að ýta því af stað.“ Söngsýningar „Það er mikil vinna fólgin í uppsetningu sýningarafþessu tagi. Margir koma að henni þó ekki standi allir uppi á sviði spilandi og syngjandi. Redda þarf búningum, setja saman dansspor og fá alls kyns græj- ur og smáhluti lánaða. Þetta krefst mikillar vinnu og fórn- fýsi og ég stend í mikilli þakk- arskuld við alla þá sem lagt hafa hönd á plóg. Það væri of langt að telja alla upp. Nú síðast settum við upp sýninguna „I bláum skugga“. Þar voru tekin fyrir íslensk dægurlög frá sjöunda áratugn- urn og fram til nútímans. Sýn- ingin tókst með miklum ágæt- um. Það má til gamans geta þess að einn al' frumkvöðlum íslenskrar poppsögu, Rúnar Júlíusson, kom nokkuð við sögu, því að hann lánaði okkur búninga úr búningasafni sínu. Asthildur Cesil Þórðardóttir. Jóla- hugvekja Hátíð ljóss og lita lýsir dimma jörð. Það vinur skaltu vita að völt er mannsins gjörð. I djúpi morgundagsins ef drungi í sálu býr, af sorgum sólarlagsins þá löngun áfram knýr. Að vilja vaka og vinna og verja fast sitt leg, því sóknarfæri sinna að sækja fram á veg. I miðju drungans dapra er dásemd - jólaljós, sem eyðir nístingsnapra norðri - frostsins rós. Og lætur blíða bera oss blessun yfir hjörð. Þá von mér viltu gera og vekja Isafjörð. Asthildur Cesil. Það kom mér eiginlega á óvart hversu þægilegur og óeigin- gjarn maður Rúnar er. Maður hefur aðra rnynd af svona frægum köllum en Rúnar vildi allt fyrir okkur gera og þótti lítið mál að lána okkur föt. Við í hljómsveitinni Rós viljum þakka öllum sem hjálpuðu okkur að gera þessar sýningar að raunveruleika. Einnig viljum viðþakkaöllum þeim sem kornu og sáu. Gleði- leg jól allir rnínir vinir og vandamenn. Megi nýtt ár verða ykkur öllum til heilla.“ Móðurfcveðja Hér minningareitur var reistur rekkutn er fiafið tók. Langtjýrir aídurfratn íokuð var íífs þeirra œvibók Ég veit að þúert (rérna, vinur, svo veC þína nóvist égfinn. Skifaðu kveðju ti£ Kotmars og kysstu kann paBBa þinn. Guðj viitu geyma þá aíía, sem gafekki úr róðrinum fieim. SáL þeirra jytttu friðý mínfegursta bœnfyígi þeim. R. Þorbergsson. Víkingur Hermannsson. Þessi kveðja erfrá QrétuJónsáóllur, móður Víkimjs Hertnannssonar, semfórst með bátnum Tjaídi ÍS í ísajjarðardjúpi pann 18. desember 1986. Með bátnumfórust einnicj I lermann Sigurðsson, faðir Víkings oq eiginmaður Grétu, og Kofbeinn (Koímar) Sumarbði Gunnarsson. Minningarreiturinn sem tjelið er í tjóðinu er mirmingarreitur týndra sem vígður var í kirkjuqarði ísjirðituja jyrir tveimur mánuðum. Hann var tjerður aðfrumkvteði skólasystkina KoCmars keitins. Gréta biðurfyrir kxert þakkíceti tií þeirra fyrir framlakið oij vonar oð semjCestir feijtji þeirn fið við að tjreiða ftostnoðinn. Opnunartími Bensínstöðvarínnar um jól og áramót Þorláksmessa, 23. desember kl. 07:30 - 23:00 Aðfangadagur, 24. desember kl. 07:30 - 15:00 Jóladagur, 25. desember LOKAÐ 2. i jólum, 26. desember kl. 12:00 - 16:00 Gamlársdagur, 31. desember kl. 07:30 - 15:00 Nýársdagur, 1. janúar LOKAÐ Aðra daga er opið frá kl. 07:30 - 21:00 Sunnudaga kl. 10:00 - 21:00 Sjálfsali eftir lokun! Gleðileg jól og farsælt nýtt ár! Bensínstöðin á ísafirði •Cetuítm okko/t beitú óikvt um qliSdeqn jóm- oq iújónijm& oq bökkim Mið ietto en, cfo luóa. Gardínubúðin Hafnarstrœti 8 - ísafirði Sími 456 3430 Gámaþjónusta - Vestfjarða ehf S? 456 4340 & 456 4760 Hamraborg ehf. * Hafnarstrœti 7 - Isafirði HAR'&'HITT Pollgötu 4 - ísafirði Tryggvi Guðmundsson hdl. Hafnarstrœti 1 - Isafirði FIMMTUDAGVR 21. DESEMBER 2000 11

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.