Bæjarins besta - 21.12.2000, Blaðsíða 13
Wrnmmi
Gömul og góð tengsl milli Ashkenazy-fjölskyldunnar og ísafjarðar
Diimtri Þór
Ashkenazy
Áslaug Jóhanna Jensdóttir og Dimitri Þór Aslikenazy
- og barnfóstrunni
boðið í miðaldakastala
í Frakklandi og siglingu
á Miðjarðarhafi
. ... »
Fyrr í þessum mánuði var
klarinettleikarinn Dimitri Þór
Ashkenazy í heimsókn hjá
vinafólki sínu og fjölskyldu
sinnar á Isafirði. Hann dvald-
ist hér vestra í rúma viku en
var þrjár nætur að auki í
Reykjavík í þessari Islands-
heimsókn. Dimitri erbúsettur
í Neuchátel í Sviss en ferðast
jafnan víða um lönd til tón-
leikahalds. Hann hefur leikið
einleik með sinfóníuhljóm-
sveitum bæði austan hafs og
vestan og komið hefur út um
tugur geisladiska með klari-
nettleik hans.
í kyrrð og
friði á ísafirði
f samtali við blaðið sagðist
Dimitri Þór vera á Isafirði í
þrennunt tilgangi: Til að njóta
friðar og kyrrðar, langt í burtu
frádaglegu amstri, til að heim-
sækja vinafólk sitt hér - og til
að æfa sig í íslensku. Svo not-
aði hann að sjálfsögðu ein-
hvern tíma á hverjum degi til
að æfa sig á hljóðfærið. Hann
sagðist alls ekki kominn til
ísafjarðar til að stunda nætur-
lífið - jafnvel þótt nóttin hér í
desember stæði mestan hluta
sólarhringsins! Dimitri sagð-
ist ekki hafa komið til lands
móður sinnar síðan 1997 en
þá hafði hann ekki komið til
landsins í nærri því áratug.
Eitt enn gerði Dimitri
reyndar meðan hann dvaldist
á ísaftrði um daginn. Hann
kom fram sem leynigestur á
aðventukvöldi í ísafjarðar-
kirkju og lék þar einleik á
klarinettið við afar góðar und-
irtektir. Svo var það sem var
enn óvæntara: Hann söng líka
nokkur lög með kórnum. Þó
að hann sé klarinettleikari
kveðst hann hafa byrjað að
læra á píanó á ungum aldri en
hafa síðan skipt um hljóðfæri
vegna þess að svo margir í
fjölskyldunni voru píanóleik-
arar - foreldrar hans báðir og
eldri bróðir.
Oll með rússneskt
og íslenskt nafn
Dimitri Þór Ashkenazy er
rúmlega þrítugur að aldri og
minnir í útliti afar mikið á
föður sinn, Vladimir Ashke-
nazy, píanóleikarann heims-
kunna. Móðir hans er hins
vegar Þórunn Soffía Jóhanns-
dóttir. Hún þótti undrabarn í
píanóleik og lék opinberlega
þegar sem lítil stúlka. Hún er
fyrir löngu hætt að koma fram
og spilar ekki lengur nema í
Helga Sveinbjörnsdóttir, fyrrum barnfóstra hjá Ashkenazy-fjölskyldunni, ásamt Dimitrí
Þór Aslikenazy.
Þórunn og Vladimir íHolti í Önundarfirði sumarið 1999. Aðra mynd sem tekin var af þeim
við sama tœkifceri notuðu þau á jólakort í fyrra.
faðmi tjölskyldunnar. Börn
þeirra Þórunnar og Vladimirs
eru fimm og Dimitri Þór í
miðjunni. Eldri eru Vladimir
Stefán og Nadia Liza, sem
reyndar var skírð á ísafirði,
en yngri eru Sonia Edda og
Alexandra Inga, fædd 1979.
Börnin beraöll bæði rússneskt
og íslenskt nafn, nema þá helst
Nadja Liza, en hafa öll rúss-
nesk gælunöfn.
Helga Svenna
var barnfóstra
hjá Ashkenazy
Tildrög þess að Dimitri kom
einmitt til Isatjarðar má rekja
langt aftur í tímann. A sínum
tíma og fyrir margt löngu var
Helga Sveinbjörnsdóttir á Isa-
firði (Helga Svenna) barn-
fóstra hjáAshkenazy-hjónun-
um og þá mynduðust tengslin
við Isafjörð. Reyndar rifjaði
Dimitri það upp um daginn,
að móðir hans hefði komið til
Isafjarðar og spilað hér á tón-
leikum þegar hún var níu ára
gömul.
Nokkrum árum seinna voru
Ashkenazy-hjónin að leita að
nýrri barnfóstru sem þurfti að
koma strax og báðu Helgu
um aðstoð í því efni. Helga
talaði við unga frænku sína,
sem reyndar átti heima í sama
húsi og hún á Isafirði, Aslaugu
Jóhönnu Jensdóttur. Fljótlega
fékk Aslaug sig lausa úr þeirri
vinnu sem hún var í hér á
ísafirði og fór suður í nýja
starfið. Því gegndi hún í tvö
ár, eðafrájanúar l976ogfram
í janúar 1978. Mest var hún á
ferð og flugi til ýmissa landa
með Soniu Lizu, sem þá var
ungbarn.
í níu löndum á
fimmtán mánuðum
„Eg fékk að fara þó að afi
minn og amma hérna á Isafirði
væru dauðhrædd um að ég
ntyndi lenda í einhverju flug-
ráni með barnið. Þetta var al-
veg hræðileg tilhugsun hjá
þeim“, segir Aslaug. „Ég átti
að fara að ferðast með lítið
barn út um allan heim og
kannski alein með barnið."
A þessum tíma kom Áslaug
til níu landa á fimmtán mánuð-
um en hinn hlutann af árunum
tveimur var hún um kyrrt í
Reykjavík sem ráðskona með
eldri börnunum sem þá voru
komin vel á legg og sá ekki
síst um að þau borðuðu eitt-
hvað hollt. Þegar Áslaug byrj-
aði í þessu starfi var hún sjálf
ekki nema nítján ára göniul -
„en þetta hafðist einhvern veg-
inn“, segir hún. Þegar dvalist
var í Reykjavík var hún líka
einkabílstjóri, svo sem út á
flugvöll og með börnin í
ballett og tónlistartíma. „Þar
fékk ég reyndar undirstöðuna
í akstri því að ég var nýkomin
með bílpróf og var allt í einu
FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000
13