Bæjarins besta - 21.12.2000, Page 15
Eftir Jón Baldvin Hannibalsson
Fyrirheitna landið
- dæmisaga handa þeim sem leita langt yfir skammt
Sagan segir að á áttunda
áratug 19du aldar hafi Jón Ól-
afsson, landflótta skáld af ís-
landi, náð fundi forseta
Bandaríkjanna, Ulysses S.
Grant, í Hvíta húsinu í Was-
hington. Grant hafði áður ver-
ið hershöfðingi í þrælastríð-
inu. Það orð fór af honurn að
hann væri brennivínsberserk-
ur hinn versti. Og atgervis-
maður slíkur að Lincoln for-
seti spurðist fyrir um, hvaða
viskí hann drykki; og vildi
síðan skikka hina óvaskari
herforingjasínatil að taka upp
drykkjusiði Grants, ef það
mætti verða til að auka þeim
sigursæld. Jón Ólafsson var í
hópi hinna herskáustu í sjálf-
stæðisbaráttu íslendinga. Og
honum rann til rifja vesöld
afkomenda víkinga á eynni
hvítu. Þessvegna vildi hann
leita ásjár hershöfðingjans,
eftirmanns Lincolns á forseta-
stóli, svo að þjóð hans yrði
leyst úr ánauð eins og svartir
þrælar Suðurríkjanna
skömmu áður.
Árið 1867 höfðu Banda-
ríkjamenn keypt Alaska af
blönkum Rússakeisara, fyrir
slikk. Þau tíðindi höfðu ekki
farið fram hjá Jóni. Það var
einmitt þess vegna sem hann
taldi sig eiga erindi við forseta
Bandaríkjanna. Hann lagði
fast að forsetanum að senda
bandaríska flotann til íslands
til að bjarga þeim sem lifað
höfðu af harðindi, hungur og
helsi erlendrar nýlendustjórn-
ar - og finna þeim búsetu í
nýju landi: Alaska. Alaska var
í augum skáldsins hið fyrir-
heitna land íslendinga. Skáld-
ið hafði gefið upp alla von um
að íslendingar ættu sér nokkra
framtið í landi elds og fsa,
eftir þúsund ára búsetu. Eld-
gos, hafís og óstjórn höfðu
lagst á eitt um að banna ís-
lendingum lífsbjargirnar. Það
lá við landauðn. Á næstu ára-
tugurn sáu Islendingar á bak
fimmtungi þjóðarinnar, sem
freistaði gæfunnar í nýju
landi. Alaska varð því íslend-
ingum aldrei griðastaður frá
sulti og seyru fósturjarðarinn-
ar. Bandaríski flotinn birtist
ekki við Islandsstrendur fyrr
en mörgum áratugum síðar, í
orrustunni um Atlantshafið í
annarri heimstyrjöldinni. f
staðinn urðu landflótta íslend-
ingar að sætta sig við gripa-
flutningaskip, sem fluttu þá
til Ellis Island og Halifax í
Nova Scotia. Flestir námu þeir
land í Nýja íslandi viðWinne-
pegvatn í Manitobafylki í
Kanada.
Lífsreynsla landnemanna
kenndi þeim fyrstu árin að
þeir hefðu farið úr öskunni í
eldinn. Allt lagðist á eitt um
að murka úr þeim lífið: ban-
vænir smitsjúkdómar, fimbul-
Jón Baldvin Hannibalsson.
Ljósmynd:
kuldi og skortur á verkkunn-
áttu til að draga fram lífið í
framandi og fjandsamlegu
umhverfi. Tveir af hverjum
fimm landnemum sem náðu í
áfangastað lifðu ekki af fyrsta
veturinn. Miskunnsamir
frumbyggjar Norðurhjarans
lögðu þeim þó líkn með þraut;
þeir kenndu verkfæralausum
löndum okkar að höggva skóg
og veiða fisk gegnum vakir á
ís. En íslensku landnemarnir
höfðu svosem fyrr séð hann
svartan. Þeir höfðu með
naumindum lifað af við harð-
ræði í heimahögum. Alfir
veikustu sprotarnir höfðu ver-
ið höggnir af ættarmeiðnum.
Hinir sem lifðu af voru ófeigir
og hertir í margri raun. Smám
saman lærðu þeir réttu hand-
tökin til að lifa af í harðbýlu
umhverfi. Það fjölgaði í
byggðarlaginu sem óx og
dafnaði smátt og smátt. Með
seiglu og þrautseigju brutust
afkomendur frumbyggjanna
úr örbirgð til bjargálna. Og
þrátt fyrir óblíða uppfóstran
forfeðranna á Fróni, sjá af-
komendur þeirra flestir hverjir
heimalandið í hillingum, jafn-
vel í fjórða og fimmta lið.
Sumarið 1973 bauðstskóla-
meistarahjónunum á Isafirði
að heimsækja Bandaríkin
þver og endilöng til að kynna
sér skólahald þar í landi á
menntaskólastigi. Undir lok
ferðarinnar heimsóttum við
skóla- og fræðsluyfirvöld í
Minneapolis, höfuðborg
Minnesotafylkis. Og gistum
hjá Valdimar og Gullu sem
Morgunblaðið, Arni Sœberg.
margir fsfirðingar rnunu kann-
ast við. Frá Minneapolis er
skammt að fara til Winnepeg
norðan landamæranna í Kan-
ada, höfuðborgar Manitoba,
hins fyrirheitna lands íslensku
landnemanna forðum. Eg
stóðst ekki freistinguna að
leggja lykkju á leið mína til
að heimsækja íslendinga-
byggðir, vatnabyggðirnar
norður af Winnipeg. Ragnar
vinur minn H. Ragnar hafði
m.a.s. nestað mig til fararinnar
með óverðskulduðum með-
mælabréfum til vina og
vandamanna á þessum slóð-
um. Þar var hann vinmargur,
enda hafði hann búið þar hálfa
mannsævi. Það lýsir Ragnari
réttilega, sem þá var í fullu
fjöri á áttræðisaldri, að hann
gerði ráð fyrir að sama máli
gegndi um fornvini hans og
samstarfsmenn frá fyrra helm-
ingi aldarinnar. Þeir reyndist
hinsvegar fæstir uppistand-
andi þegar á reyndi. Ég vildi
samt ekki koma tómhentur úr
þessari pílagrímsför og ákvað
því að leigja mér bíl með leið-
sögumanni um byggðirnar
milli vatna og meðfram
Winnepeg vatni.
Landið er endalaus flatn-
eskja svo langt sem augað
eygir, eins ólíkt Islandi sem
hugsast getur. Sléttan er löngu
skógi rudd og bújarðirnar á
borð við heilu hreppana,
mörghundruð hektara flæmi.
Flest bera þessi óðul feðranna
ennþá rammíslensk nöfn:
Skarð og Skálholt, Grund og
Grenjaðastaðir, Hof og Helga-
fell - þótt ekkert sé þar fellið.
Og Reykhólar. Þar þóttist ég
rnyndu kannst við mig og
ákvað að knýja dyra. Bóndinn
kom fram á bæjarhlaðið, stór
og stæðilegur og hinn mesti
búhöldur á að líta. Eftirprent-
un eftir Kjarval prýddi einn
stofuvegginn svo ég þóttist
ekki þurfa vitnanna við um
ættemið. Annað kom þó á dag-
inn. Oðalsbóndinn á Reykhól-
um reyndist vera Úkraínu-
maður í báðar ættir. (En kunni
þá enn að blóta á íslensku, en
það hafði hann lært af leik-
bræðrum í uppvextinum).
Þegar ég spurði hverju sætti
að hann breytti ekki nafni jarð-
arinnar til sinnar tungu og
hefðar sagðist hann telja það
vera ókurteisi í íslenskri sveit.
Sannleikurinn væri sá að fæst-
ar jarðanna í grenndinni væru
lengur setnar Islendingum,
þótt þær bæru íslensk nöfn.
Hann bar löndum okkar vel
söguna, þótt sannleikurinn
væri sá að þeir hefðu ekki
verið þeirrar náttúru að vilja
verja lífinu í að leggja lönd
undir hveiti, bygg og rúg.
Veiðar á landi og vötnum,
smíðar og mannvirkjagerð
hefðu verið þeirra ær og kýr.
Þótt þeir hefðu séð eftir hverj-
um eyri í útsæði hefðu þeir
aldrei kveinkað sér undan
meiri kostnaði við að senda
börn sín á skóla. Þess vegna
fór sem fór. Skólagengið fólk
héldist lítt við hér á flatneskj-
unni. Það streymdi til borg-
anna þar sem skólakerfið ung-
aði út fræðingum á færibönd-
um. Ef ég vildi finna Islend-
inga, skyldi ég leita þeirra þar.
Þar væri þeirra undarlegu nöfn
að finna í símaskránni undir
starfsheitum eins og kennarar,
læknar, lögfræðingar, prestar,
byggingameistarar eða fast-
eignasalar. En við höldurn
nafngiftum jarðannatil minn-
ingar um þá.
Þegar talið berst að land-
flótta úr dreifbýlinu og úr
landi, virðist sama lögmálið
vera að verki við að beina
lífinu í nýja farvegi. Það á
jafnt við um afkomendur
þeirra sem fóru endurfyrir
löngu að finna nýtt líf og
hinna, sem sátu sem fastast
og vildu varðveita það sem
var. Hvor leiðin sem farin var,
virðist enda í sama áfangastað
- hvort heldur menn lögðu
upp frá Vopnafirði eða Vatna-
byggð.
Bœjarins besta leitaði til
Jóns Baldvins Hannibals-
sonar sendiherra og bað hann
að rita svolítið hugvekjukom
hér í blaðið á þessum síðustu
og verstu tímum. Líkt og
endranœr brást gamli skóla-
meistarinn á Isafirði vel og
greiðlega við.
ISAFJARÐARBÆR
FRA SKIÐASVÆÐINU I TUNGUDAL
Oskað er eftir rekstraraðila fyrir þj ón-
ustuhúsið í Tungudal veturinn 2001.
Upplýsingar hjáundirrituðum á bæjar-
skrifstofunum eða í síma 456 3722.
Iþróttafulltrúi Isafjarðarbœjar.
STARFSFÓLK ÓSKAST
Starfsfólk vantar á leikskólann Græna-
garð á Flateyri. Um er að ræða starf
hálfan eða allan daginn. A leikskólan-
um eru 23 börn og er unnið eftir svo-
kallaðri Hjallastefnu.
Upplýsingar gefur Erna í síma 456
7775 eða 866 8952.
Orkubú Vestfjarða
Stakkanesi 1 • ísafirði • Sími 456 3211
Rafiðnaðarmenn!
Orkubú Vestfjarða óskareftirað ráða starfs-
menn í vinnuflokk Orkubúsins í Strandasýslu
og Reykhólahreppi. Aðsetur vinnuflokksins
er á Hólmavík.
Óskað er eftir rafvirkja eða rafveituvirkja í
starfið.
Umsóknir um starfið sendist Orkubúi Vest-
fjarða, Stakkanesi 1, 400 ísafirði, fyrir
3.janúar 2001.
Upplýsingarum starfiðgefaJakob Ólafsson
og Kristján Haraldsson í síma 450 3211 og
Þorsteinn Sigfússon í síma 451 3310.
Upplýsingarum Orkubú Vestfjarða má finna
á vefsíðum fyrirtækisins http://www.ov.is
Orkubú Vestfjarða
- beislað náttúruafi -
Vöruskemma til sölu
Til sölu er
vöruskemma að
Hafnargötu 14 í
Bolungarvík.
Upplýsingar gefa Jón Þorgeir
í síma 450 7900 og Helga
í símum 456 7251 eða 895 7251.
Sendum okkar bestu
óskir um gjeðilega jóla-
og nýérshátíð og þökkum
árið sem er að líða.
H-PRENT
FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000
15