Bæjarins besta - 21.12.2000, Page 17
„Hér var fullt af krökkum'*,
segir Halldór. Ekki síst var
barnmargt á S valbarði þar sem
voru Sverrir Hermannsson og
þau systkini. Það var seinasta
fólkið sem fluttist úr Ögurvík
og Ögurnesi, fyrir utan Ögur
og Garðsstaði. Þetta var fyrir
meira en hálfri öld eða rétt í
stríðslokin. Þegarfólkið tlutt-
ist burtu og börnunum fækk-
aði, þá datt skólahaldið í Ögri
um sjálft sig.
Síðustu tvö árin sem skóli
var í Ögurvíkinni var skóla-
haldið flutt í íbúðarhúsið Sól-
heima á Óbótatanga, rétt þar
við sem bryggjan í Ögri er nú.
Þá voru bömin orðin fá eftir
og dýrt var að kynda sam-
komuhúsið stóra. Eftir þetta
fóru börnin úr hreppnum í
bamaskóla inni í Reykjanesi
og kennarinn fluttust í burtu.
Kennarinn í Ögri á uppvaxt-
arárum Halldórs varSæmund-
ur Bjarnason. Hann var fyrst
lengi vel til heimilis í Ögri en
síðan á Garðsstöðum. Sæ-
mundur var seinast skólastjóri
á Þelamörk í Eyjafirði.
Leikir og vinna
Börnin við Ögurvíkina áttu
sér marga leiki, eins og barna
er háttur, hvort sem það er í
SúdaneðaGrímsnesinu. Leik-
irnir sem Halldór minnist sér-
staklega eru Rebbi á veiðum
og slagbolti og alls konar
hlaup, ekki síst boðhlaup í
frímínútunum. „Kennarinn
var mikill félagi okkar og var
með okkur í snjókasti og hinu
og þessu.“
Og svo voru auðvitað tusk
og áflog og bardagar, eins og
gengur. En börnin við Ögurvík
þurftu ekki að fá allri lífsork-
unni útrás með leikjum. Þau
þurftu líkaað takatil hendinni.
„Já, það voru allir krakkar
látnir vinna. Ég gerði til dæm-
is mikið af því að smala.“
- Og þá fótgangandi eða
ríðandi?
„Það var nú hvort tveggja.
Gangandi að vetrinum.“
- Og þú hefur líka verið
kúarektor í æsku?
„Já, þó það nú væri.“
í framhaldi af þessu víkur
hugurinn enn að breyttum tím-
um. I seinni tíð þykir varhuga-
vert að leyfa börnum og ungl-
ingum að taka til hendinni á
nokkurn hátt og opinberar
reglur um slíkt verða sífellt
strangari. Til dæmis telja
margir háskalegt fyrir þroska
og velferð barna og unglinga
að bera út blöð og líklega verð-
ur ekki langt þangað til það
verður bannað líka.
Skoðun Halldórs á þessu er
skýr:
„Þetta finnst mér algert rugl.
Það hafa allir gott af því að
vinna eitthvað. Enda þekkist
það ekki til sveita að börn séu
ekki látin hafa eitthvað að
gera. En kannski mátti nú
ýmislegt breytast í því efni.“
Góður félagsskapur
Halldór var í barnaskóla
með mörgum af systkinum
Sverris Hermannssonar og
reyndar með honum sjálfum
hluta úr vetri. Naumast verður
hjá því komist að spyrja hvort
Ljósmynd: Brynjar Órn Gunnarsson.
Sverrir og þeir bræður hafi
verið mjög fyrirferðarmiklir í
uppvextinum...
„Nei. Það gengu nú alltaf
einhverjar sögur af Sverri en
ég varð ekki var við neina
sérstaka fyrirferð. Þetta voru
dugnaðarstrákarog unnu mik-
ið, ekki síst við að beita hjá
karlinum. Hann gerði alltaf út
trillu. Jú, kjafturinn á Sverri
og þeim bræðrum var vissu-
lega á sínum stað“, segir Hall-
dór. Og hann bætir óðara við:
„Þetta var góður félagsskapur
hér í Ögurvíkinni.“
Síðan fór Halldór í skóla
inni í Reykjanesi við Djúp.
Þá var skólastjóri þar Þórodd-
ur Guðmundsson frá Sandi.
„Þar var ég tvo vetur í barna-
skóla og svo einn vetur eftir
fermingu. Það var nú bara
þriggja mánaða skóli eftir ára-
mót.“
- Var gott að vera í Reykja-
nesi?
„Já, það var gott. Mjög
gott.“
- Ætli krökkum hafi ekki
jafnan þótt gott að vera þar,
bæði fyrr og síðar?
„Jú, það held ég. Það var
alveg einstakt ef krökkum
leiddist í Reykjanesi."
Breytingar á
búskaparháttum
Þegar Halldór í Ögri var að
alast upp voru búskaparhættir
í sveitum landsins voru með
öðrum hætti en nú. „Þá var
allt unnið með handverkfær-
um og túnin lítil og léleg. I
minningunni er þetta mest
basl utantúns, slegið á engjum
og reitt heim á hestum. Lengi
var gripið í að fara á engjar.“
- Var langt að sækja á
engjar?
„Það var hér frammi á Ög-
urdal, um klukkutíma lesta-
gangur þar sem lengst var far-
ið.“
Halldór segir að hestasláttu-
vél hafi komið í Ögur rétt eftir
stríðslok og fyrsti traktorinn
litlu síðar, líklega um 1947.
Þessi ár eftir stríð voru jeppa-
árin miklu víða um sveitir Is-
lands - ætli jeppar hafí líka
komið að Djúpi um þetta
leyti?
„Nei, engir jepparenda var
hér ekkert vegasamband. Það
varekki fyrren löngu seinna.“
- Hvernig var traktorinn
semþú nefndirflutturhingað?
„Hann kom hingað með
gamla Fagranesi. Hann var
svo fluttur í land á árabátnum
Ögra sem nú er nýbúið að
endursmíða í Bolungarvík.
Þetta var lítill Farmall A svo
að þetta var nú ekkert svaka-
lega þungt.Traktorinn varlát-
inn síga niður í bátinn með
spili. Síðan varlátiðfjaraund-
an bátnum og traktornum var
mjakað úr honum og upp í
fjöruna með handalli. Búnað-
arfélagið hér keypti annan
traktor um svipað leyti eða
litlu síðar. Hann kom ósam-
ansettur í kassa og var fluttur
í land áVigur-Breið. Nokkrum
árum seinna var byggð hér
bryggja og var fullgerð árið
1951. Þá breyttust aðstæður-
nar verulega."
Séð yfir byggingarnar í Ógri.
Báturinn Ögri
Halldór segir að báturinn
Ögri sé ekki eins sögufrægur
og Vigur-Breiður. „Hann á nú
ekki eins langa sögu en hann
er sögulegur samt. Hann var
gerður út lengi, bæði héðan
og úr Bolungarvík. Ögri var
smíðaður nokkru fyrir alda-
mót, sennilega um 1890, en
ártalið er ekki vitað nákvæm-
lega. Það er vitað hver smíðaði
hann. Það var Kristján Krist-
jánsson, bóndi í Þúfum í
Vatnsfjarðarsveit, en hann dó
árið 1900. Hann hefur trúleg-
ast smíðað hann hér heima í
Ögri. Kristján var mikill
skipasmiður og fór milli bæja
til smíða.“
Margt hefur breyst við ísa-
fjarðardjúp frá því sem var
fyrir liðlega hálfri öld. Kjarni
málsins er kannski þessi:
Traktorar komu en fólkið fór.
Nú eru harla fáir bæir í byggð
miðað við það fjölbýli sem
eitt sinn var.
Stefna stjórnvalda?
„Það er alveg hrikalegt að
sjá hvernig byggðin er að fara
hér í Djúpinu. Það fara einn,
tveir eða þrír bæir á hverju
einasta ári. Þetta er alveg að
visna upp“, segir Halldór.
- Verður nokkur byggð hér
eftir áður en langt um líður?
„Ekki sér maður fram á að
svo verði. Þetta blasir við.
Enda virðast stjórnvöld stefna
að því. Einhverju sinni sagði
ég að ritað hefði verið með
leyniletri í stjórnarsáttmála
núverandi ríkisstjórnar þegar
hún kom til valda: Áfram skal
unnið að eyðingu landsbyggð-
arinnar. Hér við Djúpið er að-
allega stundaður sauðfjárbú-
skapur og það er ekki mark-
aður fyrir þetta blessað kjöt.“
Örfá kúabú eru ennþá við
Djúp. Halldór í Ögri er ein-
göngu með sauðfé og hefur
verið nokkuð lengi. Hann var
hins vegar með mjólkursölu
framan af.
Halldór segir að félagslífíð
í Djúpinu hafi yfirleitt verið
frekar fáskrúðugt. Enda bæði
langt á milli bæja og sam-
göngurnar löngum erfiðar.
„Einn veturinn höfðum við fé-
lagsvist á bæjunum til skiptis.
Þegar ég var að alast upp voru
alltaf jólatrésskemmtanir hér
í Ögri enda fullt af börnum og
öðru fólki og tiltölulega gott
samkomuhús. En þegar fólk-
inu fækkaði datt þetta um
sjálft sig.“
Trúnaðarstörf
Halldór í Ögri hefur gegnt
mörgum trúnaðarstörfum um
dagana. Hannerhægurmaður
í fasi, rólegur og yfirvegaður,
hugsar áður en hann talar og
virðist ólíklegur til þess að
taka ákvarðanir í fljótfærni.
Halldór átti sæti í hrepps-
nefnd um fjórðung aldar eða
allt þangað til hrepparnir við
Djúpið voru sameinaðir Súða-
vfkurhreppi. Síðasta hlutann
var hann oddviti eða eftir að
Baldur íVigur lét af því starfi.
Halldór var einnig hreppstjóri
Ögurhrcpps og átti sæti í
skólanefnd Reykjanesskóla.
Gott að einhverjir
skuli vilja vera
fyrir vestan
Þegar vikið er að sveitar-
stjórnarmálum er freistandi að
spyrja:
- Bjóstu við því fyrir nokkr-
um árum, þegar elsti strákur-
inn þinn var löngu sestur að í
Grindavík og búinn að koma
sér þar vel fyrir með fjölskyldu
sinni, að hann ætti eftir að
verða bæjarstjóri á Isafirði?
„Nei, mig óraði ekki fyrir
því“, segir Halldór. En honum
finnst notalegt að synirnir
Halldór og Leifur skuli hafa
snúið til baka til Vestfjarða og
sest að á ísafirði, í grennd við
æskuslóðirnar við Djúp. Og
hann bætir við: „Það er gott
að einhverjir skuli vilja vera
hérna fyrir vestan."
Enginn óska-
draumur, en...
- Var það alltaf ætlun þín á
ungum aldri að búa hér?
„Neinei. Það var enginn
óskadraumur að verða bóndi.
Þetta varð bara svona. Nei, ég
hafði það aldrei í huga. Ég var
hér heima mest af því að hér
voru aldraðir foreldrar mínir.
Ég var að hjálpa þeim og svo
ílentist ég í þessu. Ekki að
það væri neinn óskadraumur.
Ég hef aldrei verið bóndi af
neinni hugsjón. Ég hef bara
reynt að gera mitt besta, eins
og aðrir reyndar."
- Þegar þú lítur til baka -
þú varst um tíma syðra þegar
þú varst ungur maður - hefð-
irðu viljað að þú hefðir sest
að syðra í stað þess að búa
hér?
Halldór hugsar sig um.
„Bæði og, held ég. Svona eftir
á fínnst mér ágætt að hafa alið
upp öll þessi börn hérnaí Ögri.
Ætli þau hefðu orðið nokkuð
hamingjusamari í lífinu þó að
þau hefðu alist upp í Reykja-
vík?
Konan úr næsta flrði
- Þú náðir í konuna þína
hér í næsta firði...
„Já. Hún varekkert mótfall-
in því að fara að búa hér.“
María Guðröðsdóttir, eigin-
kona Halldórs, er frá Kálfavík
í Skötufirði við ísafjarðardjúp.
I föðurættina er hún af vest-
firskum stofnum en móðir
hennar var aðflutt til Vest-
fjarða.
- Hvernig hafið þið komist
af við þennan búskap gegnum
árin og áratugina?
„Maður hefur skrimt. Ég
hef nú aldrei verið sáttur við
afkomuna. Ég hef alltaf verið
með frekar lítið bú. Kannski
voru búskaparhættirnir svo-
lítið öðruvísi en hjá sumum
öðrum bændum hér í kring.
Þeir keyptu sumir mikið af
fóðurbæti og heyjum en ég
fór aldrei út í þá vitleysu."
- Afkoman hefur þá kann-
ski verið hlutfallslega betri þó
að búið væri smærra í snið-
um...
„Kannski má segja það. Ég
reiknaði að minnsta kosti
dæmið þannig."
Börnin
Þótt þau hjónin Halldór og
María hafí ef til vill ekki safn-
að miklum veraldlegum auði
í Ögri, þá eru þau auðug að
öðru leyti, því að barnalán
þeirra er mikið. Það leynir sér
ekki að Halldór Hafliðason
bóndi í Ögri er stoltur af börn-
unum sínum. Enda má hann
vera það.
Börnin þeirra Maríu og
Halldórs eru sex en áður eign-
aðist Halldór einn son. „Það
var dálítið mál að koma þess-
um barnafjölda í skóla“, segir
Halldór. „Ekki batnaði það
þegar skólinn í Reykjanesi var
lagður niður. Þá þurftum við
að senda yngsta strákinn okk-
ar alla leið suður að Laugar-
vatni og þar með tapaðist hann
Vestfjörðum. Hann var sex
vetur á Laugarvatni og kláraði
þar skyldunámið og síðan
menntaskólann." Nú er hann
búsettur í Reykjavík og stund-
ar nám við Háskóla íslands.
Ættfræði
Meðal þess sem Halldór í
Ögri grípur til í frístundum
eru ættfræðirit. „Já, ég hef
mjög gaman af því að fletta
ættfræðibókunr. Það kemur
með aldrinum", segir hann.
Það kemur fram í spjalli
okkar, að Halldór er af vest-
firskum ættum á alla vegu.
Seinustu búendur í Hestljarð-
arkoti voru langafi og lang-
amma hans. Hestíjarðarkot
fór í eyði fyrir rúmri öld.
Aftur víkur talinu að þeim
samfélagsbreytingum sem eru
að leggja Djúpið og margar
aðrar íslenskar sveitir í auðn.
Er nokkuð hægt að gera við
því? Fær nokkur mannlegur
máttur staðið gegn því?
„Nei“, segir Halldór. „Ekki
held ég það.“
Hefðbundinn landbúnaður
dregst saman. Lambakjöts-
neyslan minnkar. I staðinn
borðar fólk meira af svínakjöti
og kjúklingum en hvorki
svínabúskapurinn né hænsn-
aræktin eru neinn venjulegur
búskapur heldur hrein verk-
smiðjuframleiðsla.
„Það þykir gott ef ærin
gefur af sér 40 kíló af kjöti
yfir árið en gyltan gefur kann-
ski 700 til 800 kíló“, segir
Halldór. „Þetta eru bara breyt-
ingar sem enginn getur gert
við.“
FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000
17