Bæjarins besta


Bæjarins besta - 21.12.2000, Side 18

Bæjarins besta - 21.12.2000, Side 18
Minkurinn Fram af Ögri er hólmi þar sem fyrrum var þokkalegt æð- arvarp. „Það er orðið lélegt núna síðan minkurinn fór að grassera hér“, segir Halldór bóndi. Minkurinn mun hafa komið í Djúpið um eða upp úr 1960 og talsvert ber á honum. „Já, það er mikið um hann hérna. Hann hefur alltaf eitt- hvað úr sjónum.“ Stundum kemur fyrir að ek- ið er yfir minka á þjóðvegin- um í myrkri. Þegar bílljósin lenda á þeim er eins og þeir frjósi. Þá horfa þeir síðustu andartök ævinnar blindir og skelfmgu lostnir í ofurbjört ljósin og hávaðann sem nálg- ast og liggja svo dauðir á veg- inurn þegar náttmyrkrið um- lykur þá á ný. Þetta henti eitt sinn í Hestfirðinum þann er þetta færir í letur. Vegir og sími Vegasambandið frá Ögri til Isafjarðar opnaðist ekki fyrr en komið var nokkuð fram á áttunda áratug aldarinnar eða sjálft þjóðhátíðarárið 1974. Fram að því voru kaupstaðar- ferðir farnar með Djúpbátn- um. Hann kom jafnan tvisvar í viku nema um hásumarið þegar hann var í bílaflutning- um. Eftir að vegur kom í Ögur innan úr Djúpi var báturinn þar daglega á sumrin. Þá var hægt að aka yfir Þorskafjarð- arheiði og hvert á land sem var en bflarnir voru ferjaðir milli Isafjarðar og Ögurs. Ekki er komið GSM-síma- samband íDjúpinu. Sjálfvirk- ur sími kom þar fyrir um fimmtán árum. Aður var þar sveitasími eins og tíðkaðist lengstum hérlendis og loftlín- ur um allar sveitir og mjög mikið var um bilanir að vetr- inum. Halldór annaðist lengi eftirlit með símanum og lag- færingar á honum. Leifur son- ur hans man eftir ákaflega sniðugu tæki, að honum fannst sem litlum púka, sem var eins konar farsími löngu fyrir tíð nútíma farsíma. Pabbi hans notaði þetta tæki til að prófa hvort símasamband væri komið á þegar hann var við línur fjarri öðrum símum. Hann klifraði upp í næsta staur, setti klemmur á vírana og hringdi. Halldór segir að útvarp hafi alla tíð náðst vel í Ögri. Sjón- varp kom líka snemma þegar endurvarpsstöð var sett upp í Bæjurn á Snæfjallaströnd. En þeirn sem horfa á sjónvarp við innanvert Isafjarðardjúp fækkar ár frá ári. Og Halldór í Ögri er orðinn sextíu og sjö ára gamall. Það má mikið breytast... - Prestar þurfa að hætta störfum sjötugir, samanber séra Baldur í Vatnsfirði. Ekki gilda slíkar reglur um íslenska bændur. Hvað um þig? „Það er nú ekki búið að dagsetja neinn endapunkt á mínum búskap. Ætli það fari ekki bara eftirheilsufari næstu árin. Nei, ekki hefur ennþá verið sett neitt aldurstakmark á bændur. En menn búa nú varla neitt sem heitir mikið eftir sjötugt. Og kannski ástæðulaust.“ - Sérðu það fyrir þér að einhver taki við búskapnum hér í Ögri? „Nei, ég sé það ekki. Það má mikið breytast í þjóðfé- laginu ef það á að geta gerst.“ Heim aftur Það er orðið bjart af degi þegar haldið er út með Isa- fjarðardjúpi á ný. Og þó er varla hægt að segja að það sé bjart. Himinninn er þungbú- inn og allt er einhvern veginn gráleitt og rennur saman í eitt. Helst að svartar klappirnar við fjöruborð skeri sig úr grám- anum. Ferðin til baka er ólíkt við- burðaríkari en aksturinn inn eftir og leiðin fjölfarnari. Öku- maður mætir einum bfl á leið- inni til Súðavíkur og meira að segja tveimur í viðbót áður en komið er á ísafjörð. Enginn minkur verður á vegi hans að þessu sinni. Að mestu virðist heimurinn í fjörðununt við Djúp eins og í árdaga. Er þeini treystandi? „... Dið hafið með perðum ykkar svipt fólkið lífsbjörginni" Jón F. Þórðarson á Isafirói skrifar um málefni Orkubús Vestfjaröa Áður en haninn galar tvisv- ar munt þú afneita mér þrisvar, sagði Jesú Kristur við Pétur postula í garðinum Getse- mane nóttina fyrir krossfest- inguna. Sveitarstjórnarmenn eru í samningum við ríkið um sölu OrkubúsVestfjarða. Okk- ur var lofað að við fengjum að fylgjast með gangi viðræðna og að nokkur tími mundi líða þar til endanleg ákvörðun yrði tekin urn sölu eða ekki sölu. Þessu viljum við trúa í leng- stu lög. Þó hvarflar að ýmsum að ákvörðun um sölu sé þegar tekin og við andófsmenn verð- um sviknir. Vonandi eru þetta getgátur sem eiga ekki við rök að styðjast. Stjórnarformaður Orkubús- ins hefur lýst yfir fullum stuðningi við sölu og er það furðulegt þegar stjórnarmaður í einu fyrirtæki leggur sig í líma til að leggja niður fyrir- tæki, sem honum er trúað fyrir að leiða. Ef stjórn Orkubúsins er ekki sama sinnis og for- maðurinn ætti hún að reka hann á stundinni. Hann var örugglega ekki ráðinn með það vegarnesti að farga fyrir- tækinu. Þetta minnir rnann óneitanlega á, þegar Hörður Sigurgestsson þáverandi for- stjóri Eimskips varð formaður í Pólstækni, einungis til að leggja það góða vestfirska fyr- irtæki niður vegna samkeppn- innar við Marel. Þáttur forseta bæjarstjórnar Forseti bæjarstjórnar, Birna Lárusdóttir, segist vera orðin leið á að binda á sig gatslitna skó en líkir söluandvirði Orkubúsins við nýja sóla sem hún gæti gengið á AÐEINS LENGUR en tekur jafnframt fram að ekki sé hægt að lofa VARANLEGRI LAUSN. Ef hún nennir þessu ekki lengur, þá getur hún sagt af sér. Það ættu fleiri að gera sem eru í svipuðum hugleiðingum. Það er engin skömm að því undir þessum kringumstæðum. Slíkt hefur áður gerst við svipaðar aðstæður. Það var árið 1662 viðerfðahyllinguna í Kópavogi. Báðir lögmenn Islands sögðu af sér til að þurfa ekki að skrifa undir erfðahyllingu til einvaldskon- ungsins Friðriks III og afsala sér jafnframt fornum þjóðrétt- indum. Árni Oddsson, virtasti lagamaður landsins, var samt fenginn til að draga afsögn sína til baka en skrifaði grát- andi undir ásamt Brynjólfi biskupi Sveinssyni en danskir dátar beindu að þeim gapandi byssukjöftum á meðan. Nú er ekki beint byssukjöft- um að sveitarstjórnarmönnum en Henrik Bjelke nútímans setur á þá þumalskrúfur í nafni Jöfnunarsjóðs og herðir að. Munurinn er ekki annar en sá, að í stað gapandi byssukjafta er það þumalskrúfa og nú er það ekki danskt vald heldur íslenskt vald sem heldur á vopninu. Forseti bæjarstjórnar vef- engir undirskriftasöfnunina þar sem hátt í þúsund manns skrifuðu undir mótmæli við sölu Orkubúsins. Hún heldur því fram, að fólk hafi ekki verið að mótmæla sölu Orku- búsins heldur hvernig fénu yrði varið sem fyrirþaðkæmi. Vitnar hún í yfirskrift undir- skriftalistanna. Þetta er hár- togun og rnóðgun við þann fjöldafólks, sem skrifaði und- ir, og lítilsvirðing við lýðræð- ið. V estljarðadúsan Það vita allir, að hugsanleg kaup ríkisins á Orkubúinu er dulbúinVestfjarðaaðstoðeinu sinni enn. Hin nýjaVestfjarða- aðstoð gengur undir nafninu Vestfjarðadúsan. Hún er dul- búin leið til að koma nokkrum milljónum inn í galtóma sveit- arsjóðina, nokkurs konar neyðaraðstoð, þar sem sveitar- sjóðirnir eru að komast í þrot og eru þegar komnir í þrot. En nú er hin nýja Vestfjarðaað- stoð háð þeim skilyrðum, að ríkið fái afhentar eignir við- komandi sveitarfélaga ef ein- hverjar eru. Hvað um þau sveitarfélög sem engar eignir eiga? Þau fá eflaust enga að- stoð. Væri nú ekki nær að hætta að taka brauðið frá börn- unurn og kasta því fyrir hunda? Þingmenn íslands, þið sem öllu ráðið og öllu stjórnið með þeim lögum og reglugerðum sem þið setjið okkur fólkinu í landinu, þið hafið með gerð- um ykkar svipt fólkið lífs- björginni, eignunum og kosn- ingaréttinum. Og ekki síst voninni sem ykkur er að takast að hafa af fólkinu líka og þá er fokið í flest skjól. Mikil er ábyrgð ykkar. Við erum að aðstoða van- þróuð ríki úti í heimi. Aðstoð- in byggist yfirleitt á því að gera fólkinu kleift að hjálpa sér sjálft. Hér er öðruvísi hátt- að. Hér erurn við svipt lífs- björginni, sem við höfum lifað á í 1000 ár. Síðan er stungið upp í okkur dúsu til að deyfa sárustu hungurverkina. Aðförinni að landsbyggð- inni má líkja við það, að skera mann á háls aftan frá með bitlausum hníf. Þetta er seig- drepandi, sársaukafull og ómannúðleg aðferð en endar að sjálfsögðu með því að manninum blæðir út. Eina leiðin sem virkar Ég hef áður bent á, að það er ekki nema ein og aðeins ein leið út úr vandanum, og hún er sú að auka atvinnu og atvinnurekstur á svæðinu. Aðrar leiðir skila engu og auka ekki tekjur sveitarsjóð- anna. Sumir telja það ekki hægt við núverandi aðstæður. En á þennan þátt verða sveitar- stjórnir að einblína. Mál mál- anna í sérhverju byggðarlagi hafa ætíð verið atvinnumálin. Nú er eins og þau hafi fallið í skuggann fyrir öðrum verk- efnum, sem eru aðeins til út- gjalda fyrir sveitarsjóðina en gefa ekkert í kassann. Hvernig kom Roosevelt Bandaríkjamönnum út úr kreppunni miklu á fjórða ára- tug aldarinnar? Þá var ástand- ið hrikalegt í Bandaríkjunum. Hann lét hefja miklar fram- Fjórðungssjúkrahúsið á ísafírði fær fæðingarsírita á næsta ári Hita- og súrefniskassi fyrir nýbura tekinn í notkun Fæðingardeild Fjórð- ungssjúkrahússins á Isa- firði hefur tekið í notkun nýjan súrefnis- og hita- kassa fyrir nýbura. Kassinn er af gerðinni Drager 8000IC og talinn einn sá besti í heimi. Fullbúinn kostaði kassinn um 1,2 milljónir án virð- isaukaskatts og var greiddur með söfnunarfé. „Safnað var peningum til kaupa á þessum kassa og fæðingasírita. Nú er kassinn kominn en tafir urðu á afhendingu fæð- ingasíritans. Á meðan hefur krónan fallið mikið í verði og síritinn því orðið dýrari“, segir Sigríður Olöf Ingvarsdóttir, ljós- móðir. Hún kveðst reikna með því að síritinn kosti hátt í tvær milljónir og komi snemma á nýju ári. Þá verður haldið lítið hóf fyrir þá sem gáfu í söfnun- ina, segir hún. Þeir peningar sem söfnuðust voru sérstaklega ætlaðir til kaupa á þessum tækjum. Sigríður Olöf minnir þó á, að söfnunarreikningurinn 0556-14-100470 verður áfram opinn fyrir vel- unnara fæðingardeild- arinnar sem þarf alltaf á nýjum tækjum að halda. Sigríur Olöf Ingvarsdóttir við nýja súrefnis- og hitakassann. 18 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.