Bæjarins besta


Bæjarins besta - 21.12.2000, Síða 22

Bæjarins besta - 21.12.2000, Síða 22
Umönnun aldraðra og sjúkra hefur lengi verið helsta verkefni Auðar Olafsdóttur og Rannveigar Björnsdóttur, en þær eru deildarstjórar lang- legudeilda Fjórðungssjúkra- hússins á ísafirði. Þær eru báðar menntaðar hjúkrunar- fræðingar og hafa starfað í greininni samtals í á þriðja tug ára. Þær segja starfið mjög krefjandi en um leið mjög gef- andi. Tvær legudeildir eru á sjúkrahúsinu. Önnur er öldr- unardeild þar sem aldraðir og ósjálfbjarga einstaklingar búa og hin er bráðalegudeild sem tekur við öllum öðrum inn- lögnum. Reyna að útskrifa sem flesta Þeir sem dvelja á legudeild- um eiga það sameiginlegt að þurfa fulla aðstoð við athafnir daglegs lífs. „Það þarf að hjálpa fólki við að klæða sig, þrífa sig og borða. Margir geta reyndar borðað sjálfir en þá þarf að matreiða fyrir fólkið. Nokkur rúm á deildunum eru ætluð til endurhæfíngar. Þá er reynt að gera einstaklingana aftur hæfa til að sjá um sig sjálfir. Öll viljum við geta haldið í sjálf- stæðið eins lengi og hægt er og reynum við að haga endur- hæfingu þannig að fólk geti snúið aftur í heimahús", segir Rannveig. „Allir okkar skjólstæðingar þurfa sólarhringsþjónustu“, segir Auður. „Við veitum þá þjónustu eins og þarf en reyn- um að sjálfsögðu alltaf að út- skrifa sem flesta. Yfir hátíðar- nar er lögð sérstaklega mikil áhersla á að reyna að útskrifa sjúklinga, eða í það minnsta að koma því þannig fyrir að þeir geti heimsótt sína nánustu þó ekki sé nema rétt yfir kvöldmatartíma á aðfanga- dagskvöld.“ Aðstandendur duglegir að koma - Hvernig er jólahaldi hátt- að hjá þeim sem þurfa fulla þjónustu yfir allra heilagasta tímann? „Aðfangadagur gengur ósköp eðlilega fyrir sig'", segir Rannveig. „Fólk fær að sofa út og borðar síðan léttan há- degismat. Kvöldmaturermilli fjögur og fimm og er reynt að hafa hann sem hátíðlegastan. Sjúklingar klæða sig upp ef þess er nokkur kostur. Eftir mat eru teknir upp pakkar og lesin jólakort. Ann- að hvort gera vistmenn það sjálfir eða starfsfólk eða að- standendur sem koma í heim- sókn. Að því loknu taka menn sér hvíld og fá síðan heitt súkkulaði og smákökur og annað í þeim dúr. A jóladag er messað í dag- stofu sjúkrahússins. Séra Magnús Erlingsson sóknar- prestur á Isafirði predikar. Þar að auki mun kór starfsfólks sjúkrahússins syngja í mess- unni. Heimsóknartími er frjáls yfir hátíðarnar og sem betur fer hafa aðstandendur verið duglegir við að heimsækja sjúklingana.“ Jólaballið Milli jóla og nýárs er haldið jólaball fyrir börn starfsfólks. „Ballið er haldið í dagstofu sjúkrahússins og er alltaf mjög vel sótt“, segir Rann- veig. „Jólasveinn útdeilir pökkum til barnanna, sungið er og dansað og krakkarnir hafa mjög gaman af ballinu. Ég held þó að vistmenn legudeildanna séu hvað hrifn- astir af þessu balli. Þetta er heilmikil tilbreyting fyrir þá - spjallað við Auði Ólafsdóttur og Rannveigu Björnsdóttur, deildarstjóra á langlegudeildum á ísafirði og sést vel hversu gaman þeir hafa af ballinu." Að sögn Auðar gengur gamlársdagur ósköp svipað fyrir sig og aðfangadagur. „Þá klæða sjúklingar sig í spari- fötin sé það hægt og borða síðan saman. Það eru ekki margir vistmenn sem hafa orku í að vaka fram yfir mið- nætti. Flestir eru farnir að sofa upp úr klukkan níu enda hefur dagurinn þá oft verið langur og viðburðarríkur hjá þeim.“ V7flíCOflllfTIUf' e/rifíff áií rcMÍfi Guðjón Ólafsson frá Garðsstöðum, Fjarðar- stræti 21 á ísafirði, varð fimmtugur fyrir skömmu. Guðjón er vinmargur og nokkrar vinkonur hans tóku sig saman að halda upp á afmælið með honum. Veislan var haldin í húsakynnum Rauða krossins á ísafirði enda er Bryndís Friðgeirsdóttir svæðisstjóri ein af vinkon- unum hans. Guðjón bauð síðan í veisluna og kom þar m.a. nærri því allt lög- regluliðið á Isafirði og margt af starfsfólkinu á sjúkrahúsinu. Afmælis- barnið fékk margar gjafir, þar á meðal stórar bækur um líkamsfræði og sér- staklega um heilann í okk- ur. Reyndar veit Guðjón nærri því allt um efnin í heilanum okkar og hvern- ig við förum að því að hugsa svona mikið með honum um alls konar vís- indi. Um 60 manns komu í veisluna og fór fagnaður- inn hið besta fram. Gaui rœðir við lögreglumennina Gylfa Þór Gíslason og Hlyn Snorrason. £mdkm okkm beíth óhkvt im ql&óihqa jóla- og MýÓHluftjuó' oq þókhm á/wó ám aó (juóa. MANAGÖTU S - ISAFIRÐI Silfurtorgi - Isafirði _ TœÁcn/þ/ónusfa wesf/farcfa ehf Aðalstrœti 26- ísafirði Studio Dan Hafnarstrœti 20 - ísafirði Sími 456 4022 ítasil fciloversluo Hofnorslræli 14 - ísofirði VST Ver kfræðistofa Sigurðar Thoroddsen hf. Hafnarstrœti 1 - Isafirði Símar 456 3708 - 456 3735 v, 22 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.