Bæjarins besta


Bæjarins besta - 21.12.2000, Page 25

Bæjarins besta - 21.12.2000, Page 25
Edinborgarmafíumaðurinn Páll Gunnar Loftsson í BB-spjalli Páll Gunnar Loftsson hefur lengi verið í innsta hring hinn- ar svokölluðu Edinborgar- mafíu á Isafirði. Hann var eitl sinn píndur af þremur konum til að taka þátt í uppfærslu Litla Leikklúbbsins og hefur tekið þátt í þeim flestum síð- an. Þó segist hann ekki vera meðlimur í klúbbnum og al- drei hafa verið. „I lögum fé- iagsins segir að borgi meðlim- ur ekki árgjöld tvö ár í röð, þá detti hann sjálfkrafa út af fé- lagaskrá. Eg hef aldrei borgað félagsgjöld og get því varla talist fullgildur meðlimur. Ég hef aldrei legið á þeirri skoðun minni að það eigi ekki að sekta fólk fyrir að vinna og því eigi allt rekstrarfé að koma frá styrktaraðilum og öðrum velunnurum en ekki þeim sem vinna fyrir félagið.“ Ásgeir S. plataði Pál vestur að búa og fékk mig vestur." Farandverka- maður í Búðardal „Hingað kom ég árið 1984 og fór strax að vinna hjá Skipasmíðastöð Marsellíusar. Þar vann ég í um sextán ár en ákvað í vor að breyta til og gerast farandverkamaður. Ég fór í Búðardal og vann við hitaveitulagnir. Ég ók vöru- bflum, stýrði gröfum og gerði annað tilfallandi þarna í sum- ar. Þetta þótti mér góð tilbreyt- ing eftir að hafa unnið í skipa- smíðastöð í hálfan annan áratug.“ num af og til, eitthvað tekið þátt í starfi K i r k j u - kórsins og verið með trekkja almennilega að eru barnaleikritin." Páll er hálfur Reykvíkingur og hálfur Arnesingur. „Ég ólst upp í Austurbænum í Kópa- vogi. Þar bjó ég þangað til ég varkominn á þrítugsaldurinn. Lengi hafði ég þann starfa að aka bíl fyrir Póst og síma í Reykjavík á veturna en vinna á skurðgröfu í Þingeyjarsýslu á sumrin. Einnig vann ég í nokkur ár sem vélgæslumað- ur í Aburðarverksmiðjunni á Gufunesi. Árið 1975 dró til tíðinda. Þá flutti ég frá höfuðborginni norður til Húsavíkur og fór að læra húsasmíði. Þar bjó ég nokkuð lengi og vann meðal annars sem lögreglumaður. Á Húsavík hitti ég Val Valdi- marsson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóra Steiniðjunnar á ísafirði, en hann var þar í fríi. Fórum við að ræða um atvinnuástand og húsnæðis- mál á ísafirði. Valur sagði mér að hafa samband við Ásgeir S. Sigurðsson í Skipasmíða- stöðinni. Honum tókst að sannfæra mig um að á Isafirði væri gott Reiðingur fæst gefíns Nú vinnur Páll sem eins konar hús vörður í Edinborgar- húsinu. „I augnablikinu er ég að rífa niður en slíkt er oft nauðsynlegt að gera áður en hægt er að byggja upp. Ég er að rífa einangrun innan úr veggjum í húsinu. Þar er um að ræða hundrað ára gamalt torf, svokallaðan reiðing. Það fylgir þessu mikið ryk og drulla en þetta er þó áhugaverð og óvenjuleg einangrun. Ég hef reynt að koma þessum reiðing í not því ég vil helst ekki henda honum. Reiðingur var áður fyrr mikið notaður í grjót- hleðslur, til ein- angrunar og til eldamennsku. I dag er hann aðallega not- aður til að reykja kjöt. Hér er tölu- vert magn af þessum reiðing, nokkrir rúmmetrar gæti ég haldið. Ef einhver telur sig geta nýtt þetta er sjálfsagt að hann fái að hirða það.“ Óljóst með fjármagn Páll segir miklar fram- kvæmdir standa fyrir dyrum hjá Menningarmiðstöðinni Edinborg. „Nú er verið að vinna að því að koma stóra salnum í gagnið. Þetta verður fjölnota salur. Þar verður aðstaða fyrir leiksýningar, stærri listsýningar, ráðstefnur og í raun hvað sem er. Mér þykir sennilegt að mesta verkið verði boðið út. Hvort það verður gert í heilu lagi eða í áföngum er ómögu- legt að segja. Enn verra er að rey na að gefa einhverj a ákveð- na dagsetningu á verklokum, því allt fer þetta eftir fjár- magni. Því nriður höfum við ekki haft úr miklu að spila en höfum geta seilst í nokkra sjóði, svo sem Húsafriðunar- sjóð. Einnig gerum við okkur vonir um að geta fengið pen- inga úr Endurbyggingasjóði menningarmannvirkja." farið með hlutverk ýmissa þekktra persóna í uppfærslum Litla Leikklúbbsins. „Ég fór með hlutverk Bjarna á Leiti í Manni og konu. ég var Bangsapabbi í Dýrunum í Hálsaskógi, Bastían bæjar- fógeti í Kardimommubænum og Fagin í Oliver Twist. Ég fór einnig með lítið hlut- verk í kvikmyndinni Ingaló. Þar lék ég einkaritara sem brá fyrir öðru hvoru í myndinni. Ég hef ekki fengist mikið við leikstjórn. Þó leikstýrði ég einu sinni einþáttungi. Þá voru settir upp fimm einþátt- ungar og gömlu jálkunum í LL var gefið tækifæri til að leikstýra. Þar að auki setti ég upp leikverkið „Á svið“ í þýðingu Guðjóns Ólafssonar. Mætingaleysi hefur mér fundist helsti galli leikhúslífs á Isafirði. Ég veit ekki hvað veldur, en búið er að reyna allt lil að fá fólk til að koma í leikhús. Einu verkin sem Skammaðist sín fyrir fámennið Mest aðsókn á barna- leikritin P á I I hefur Eins og áður sagði flutti Páll til ísafjarðarárið 1984. „Fljót- lega eftir að ég kom datt ég inn í Karlakórísafjarðar. Starf kórsins hefur verið misöflugt og jafnvel legið niðri í lengri tíma. Lengi sungu saman Karla- kór Isafjarðar og karlakórinn Ægir í Bolungarvík. Eitt sinn stóð til að þessir tveir kórar færu saman í söngferðalag til Wales, heimalands Ralph Hall semstjómaðikórunum. IWal- es er rík hefð fyrir karlakórum og taka Walesbúar sönginn mjög alvarlega. Þeir eru jafn- vel enn verri en Skagfirðingar í þeim efnum og mikið er af stórum karlakórum þarna úli. Ralph sagðist ekki getað sagt nokkrum manni þarna úti að þetta væru tveir kórar því við vorum ekki nema 32 menn. Hann heimtaði því að kórarnir sameinuðust og var það gert. Þá varð til karlakórinn Ernir en hann lifði nú ekki nema í um tvö ár. Ég hef einnig verið í Sunnukór- Eitt sinn bráð- vantaði Litla Leikklúbbinn mann í hlutverk í einni sýningu. „Kona mín var þá byrjuð að starfa nokkuð með klúbbnum. Hún og tvær aðrar kon- ur komu heim eitt kvöldið, settust á mig og píndu mig þar til ég gafst upp og hét því að taka þátt. Fyrst reyndu þær að tæla mig með því að benda á að leikstjórinn væri úr Kópa- voginum. Ég neitaði á þeim forsendum að hún væri ekki úr Austurbænum en þurfti þó að lúta í lægra haldi fyrir píningum kvennanna þriggja. Ég lék í þessari sýningu og smitaðist þannig af leikhús- bakteríunni. Hún er verri en hver vírus því að hún er þrá- virk og ómögulegt að losna við hana. Ég hef tekið þátt í allflestum uppfærslum Litla Leikklúbbsins síðan konurnar settust á mig á sínum tíma.“ í Söng- fjelag- inu í Neðsta.“ Pínd- ur af þremur konum FIMMTUDAGUR 21. DFSEMBER 2000 25

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.