Bæjarins besta - 21.12.2000, Síða 26
Úti fyrir var stillt veður og
hljótt. Jólaljósin blikuðu í
kyrrðinni og brátt myndi
helgi mestu hátíðar kristinn-
ar trúar og kaupmanna
ganga í garð. Það er ótrúleg
ósvífni hugsaði Grásteinn
lögfræðingur, að kaupmenn-
irnir, víxlararnir, sem Kristur
rak úr musterinu, eru þeir
sem fanga athygli allra um
jól. Myndin úr bíblíusögum
barnæskunnar stóð honum
ljóslifandi fyrir sjónum. Jesú
Kristur með sítt skeggið,
grannur í kuflinum, reiði-
legur á svip að velta um
borðum víxlaranna í helgi-
dómnum. Nú var helgdómur
jólanna orðinn eign kaup-
manna, kannski fremur
efnishyggjunnar, sem kaup-
menn hlutu að þjóna, eins
og meiri hluti Islendinga
auðheyrilega var hann
ósammála. Bankað var á
hurðina og Guðrún, einkarit-
arinn, kom í dyrnar. „Þau
eru komin hjónin sem
hringdu í morgun.“ Grá-
steinn hummaði óljóst og
starði út um gluggann á
spegilmyndina í firðinum.
Kannski er spegilmyndin
betri en raunveruleikinn
hugsaði hann. Er veruleik-
inn nokkurn tímann sá sem
hann sýnist? spurði hann
sjálfan sig í huganum,
algerlega ósnortinn af Guð-
rúnu í dyrunum. „Fólkið er
komið“, sagði Guðrún
fremur hvasst. Grásteinn
starði enn hugfanginn út á
fegurðina, sem speglaðist
engu lík í sjónum og leit svo
á frummyndina. Hann
heyrði ekki í Guðrúnu, sem
sem fólki hætti til að eyða
um efni fram. Hann þekkti
alltof vel afleiðingarnar af
glæsilegu jólahaldi, sem
endaði með því að Grásteinn
og fleiri lögfræðingar höfðu
lifibrauð sitt, að minnsta
kosti að hluta, af innheimtu
kostnaðar fyrir jólahaldið.
Mikið var auðvelt að skilja
Krist í musterinu.
„Máttu vera að því að tala
við fólkið?“ Enn ekkert svar.
Honum fannst það einkenni-
legt hvernig líf fólks, sem
allt fæddist ósköp svipað
við fyrstu sýn, einmitt eins
og frelsarinn sjálfur, nakið,
og hóf svo upp raust sína
við komuna í heiminn,
skyldi verða jafn ólíkt og
búa við svo mismunandi
aðstæður og raun bar vitni.
Jú vissulega var spegil-
Guðrúnar: „Komumst við að
núna eða hvað?“
„Þau Mikael og María
hafa beðið nærri tuttugu
mínútur og segjast ekki hafa
tíma til að bíða lengur“,
sagði Guðrún. Það var svo
sem auðvitað hugsaði lög-
fræðingurinn og dáðist að
jólaljósunum í sjávarflet-
inum. Þau voru enn stór-
kostlegri en nokkur þau ljós
sem héngu utan á húsunum í
byggðinni. Alger kyrrð,
fullkomið jafnvægi. Svona
hlaut Guð að hafa séð fyrir
sér hátíðarstundir mannsins,
þessarar fullkomnustu
skepnu jarðarinnar, en um
leið þeirrar sem ófullkomn-
ust var vegna skorts á ein-
mitt þessu jafnvægi sem
blasti við í sjávarfletinum
fyrir utan. Hann gleymdi
óhamingjuna sem speglaðist
af andlitum þeirra. A bíla-
stæðinu fyrir neðan sást
einn af þessum glæsilegu
upphækkuðu jeppum, sem
voru víst skilyrði fyrir því
að teljast maður með
mönnum nútímans.
Símon frá Kyrene hafði
einn og hjálparlaust borið
eða dregið krossinn upp á
Golgata til þess að Kristur
mætti örlögum sínum. Eng-
inn jeppi hefði getað gert
það eftirminnilegra hugsaði
Grásteinn. Honum hafði
dugað asni til einhverrar
frægustu innreiðar í nokkra
borg, sem sagan geymdi. En
allir heimsins jeppar myndu
ekki bjarga fólki til þess að
haldajólin hugsaði hann og
sneri sér hægt við í stólnum.
Enda var víst nóg af jeppum
sæl og verið þið velkomin.
Hafið þið rætt eignaskiptin
frekar eða öllu heldur hafið
skoðað samantektina um
eignir og skuldir?"
Hann virti fyrir sér þetta
unga fólk, myndarlegt vel til
haft, hvert hár á sínum stað,
meira að segja þau sem áttu
að líta út fyrir að vera það
ekki. Hvernig í ósköpunum
datt nokkrum manni í hug
að reyna að líta út eins og
hann hefði ekki greitt sér al-
mennilega og hafa svona
mikið fyrir því. Oft hafði
Grásteinn séð Guðrúnu
reyna að hagræða hárinu á
sér þannig að það liti út fyrir
að vera frjálslegt og ekkert
hefði verið fyrir því haft. Til
þess að tryggja ímyndina
betur var sett einhvers konar
froða í það eða sprautað yfir
Skyldi Krístur hafa hlustað?
gerði dyggilega hvern dag
ársins árið um kring, og lifði
sig inn í hlutverkið. Hvað
skyldi Kristur segja við
þessu öllu hugsaði Grá-
steinn og horfði döprum
augum út um gluggann á
skrifstofunni sinni, yfir
lygnan sjávarflötinn sem
endurspeglaði öðru fremur
fegurð jólanna. Spegilsléttur
sjávarflöturinn varpaði til
baka endurskini allra raf-
magnsljósanna, ljósanna
sem allir deildu óbeint um í
litlu byggðinni, sem með
virðulegri reisn fyllti upp í
þann hluta Skálafjarðar, sem
henni var ætlaður. Þessi
byggð átti sér sinn stað í til-
verunni og hafði átt um aldir
í raun. En áttu íbúarnir sér
sinn stað í tilverunni?
Grásteinn var hrifinn úr
hugrenningum sínum þegar
hann heyrði óm af röddum.
Greinilega voru karl og kona
að deila um eitthvert mál-
efni. „Þú skalt sko fá að
borga“, heyrðist konan
segja. Ekki heyrðust orða-
skil í svari mannsins, en
ræskti sig hátt með greini-
legri óþolinmæði. „Hvað
skyldi Kristur hafa gert í dag
ef hann gengi niður Lauga-
veginn í Reykjavík, eða öllu
heldur ef hann slysaðist inn
í Kringluna, eftirsóttasta
musteri höfuðborgarinnar, já
landsins alls, hvað skyldi
hann hafa gert?“
„Þau áttu pantaðan tíma
klukkan ellefu“, sagði Guð-
rún af greinilegri óþolin-
mæði, nánast hreinni reiði.
Hann sneri sér við, leit ann-
ars hugar á hana þar sem
hún stóð hnarreist og greina
mátti reiðidrætti í svip henn-
ar. „Já, einmitt. Hvers vegna
var það?“ „Út af skilnað-
inum“, sagði Guðrún, „þessi
sem komu í síðustu viku og
gátu ekki komið sér saman
um skiptin." „Voru þau ekki
búin að ákveða allt?“ spurði
hann, enn hugfanginn af út-
sýninu og hugsuninni um
Krist í Kringlunni, veltandi
um borðum í verzlunum og
lesandi kaupmönnum og
kaupendum pistilinn í tilefni
jólanna. Það væri eins gott
því það var einmitt um jól,
myndin betri en raunveru-
leikinn og hann sneri sér
aftur út að glugganum og
dáðist að útsýninu. „Er allt í
lagi með þig?“ spurði Guð-
rún og óþolinmæðin var
horfin úr rödd hennar. „Þau
sögðu að þú hefðir lagt
mikla áherzlu á það, að þau
kæmu einmitt í dag.“
Hann mundi vel eftir
þessum ungu hjónum, sem
virtust hafa allt til að bera.
Þau voru ung, bæði klædd í
fínustu tízkumerki, þótt
hann hefði engan áhuga á
slíku, þá vissi hann þó frá
börnunum sínum og kon-
unni hvað taldist boðlegt af
verzlunarvarningi musterins
í Kringlumýrinni. Hvað hétu
þau aftur hugsaði Grásteinn
og dáðist að því að ekki sást
gára á spegilsléttum sjávar-
fletinum. Það gat varla verið
að raunveruleikinn væri jafn
sléttur og felldur og þessi
dásamlega sýn, sem virtist
vera gjöf frá þeim sem öllu
réði, Guði sjálfum. Um leið
og hann rifjaði upp nöfnin
heyrði hann að maðurinn
stóð upp og kallaði til
Mikael og Maríu og Guð-
rúnu, sem öll hétu eitthvað
svo guðlegum nöfnum.
Skyndilega skellti hann upp
úr, réði ekki við það. Hvers
vegna fannst honum þau
eiga svo lítið skylt við þessa
guðdómlegu sýn, sem við
blasti?
Guðrún leit á hann
skelfingu lostin, hún vissi að
mikið hafði verið að gera á
skrifstofunni síðustu vikur-
nar, skyldi Grásteinn hafa
ofkeyrt sig? Titrandi röddu
spurði hún: „Grásteinn er
allt í lagi, viltu að ég kalli á
lækni?“ Skelfingin leyndi
sér ekki í röddinni. Þá sneri
hann sér við og án þess að
svara spurningunni bað hann
um gögnin. „Viltu færa mér
skjölin í málinu þeirra og
koma með kaffi fyrir þrjá,
nei unga fólkið vill víst
kók“, sagði hann án þess að
líta á hana. Fátt var meira
óspennandi, einmitt nú fyrir
jólin, en ungt fólk í fínu
tízkumerkjunum, því þótt
fötin væru greinilega dýr
dugði það ekki til að fela
í Jerúsalem núna, meintum
2000 árum eftir fæðingu
Krists, en hamingjan, friður-
inn og jafnvægið var sannar-
lega víðs fjarri. Það var eins
og guð hefði yfirgefið þessa
umdeildu borg og látið hana
eftir manninum til þess að
deila um.
„Þetta eru Mikael og
María og hérna er gögnin í
málinu þeirra“, sagði Guð-
rún og var sjáanlega létt yfir
þeim umskiptum sem orðið
höfðu á húsbónda hennar,
sem nú líktist aftur virðuleg-
um lögmanni og passaði vel
við fína skrifstofuna í svört-
um jakkafötum með hæfi-
lega gamaldags bindi. Hann
fór vel við húsgögnin hugs-
aði Guðrún með eins konar
stolti, sem lýsti upp svip
hennar. Að vísu fremur gam-
aldags, en það var þó að
komast í tízku, eins og hús-
gögnin á skrifstofunni, sem
henni hafði lengi fundizt
dálítið hallærisleg, minna of
mikið á afa sinn og ömmu.
Grásteinn var þó eitthvað
yngri en þau. „Komið þið
það hárlakki. Þögnin varð
vandræðaleg og þegar Grá-
steinn var farinn að gjóa
augunum aftur út á fjörðinn
og næstum sokkinn í fyrri
hugrenningar fannst honum
hún æpa á sig, þögnin.
Ekkert svar var enn komið.
Svo hann tók aftur upp
þráðinn og reyndi að fara
eins varlega og honum var
unnt. „Þið hafið vonandi
lesið samantektina og athug-
að hana. Ég fékk bankann til
þess að gefa mér upp allar
skuldir eins þið veittuð mér
umboð til.“ Nú varð þögnin
æpandi það fór um hann
ónotahrollur, sem hvarf þeg-
ar honum varð litið út um
gluggann á ný.
Nú ætti Kristur að líta til
með Islendingum, enn ein
jólin að skella á með tilheyr-
andi kaupaæði og auglýs-
ingaherferð. Biskupinn hafði
sent út boðskap til kaup-
manna um að hafa auglýs-
ingar í anda jólanna, gott ef
ekki var lofað verðlaunum
fyrir velheppnaðar auglýs-
ingar. Viðbrögðin höfðu ekki
•Cewhm okkm beith óikvv <m q!S>iIeqa jóia- og nýáMÓatoó' og jj 'ókkim ánik ieM en aó (Íóa
FOS Vest
Hafnarstrœti 6 - Isafirði
Sími 456 4407
Gamla ^
bakaríið
AÐALSTRÆTI 24 “B* 456 3226 ÍSAFIRÐI
_______________y
Aðalstrœti 24 - Isafirði
s
Hafnarstrœti 6 - Isafirði
FLUGFÉLAG ÍSLANDS
ísafjarðarflugvelli
Isfang hf.
Suðurgötu - Isafirði
PLASTORKA ehf.
Suðurtangi 7 - Isafirði
26 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000