Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.1995, Side 7

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.1995, Side 7
h Petrína Asgeirsdóttir Að lífa með HlV-smritri Líf með HlV-smiti felur í sér margskonar missi og sorg ásamt áhyggjum af eigin tilvist og kvíða sem tengist dauð- anum og tilgangi lífsins. Upplifanir einstaklings af HlV-smiti og hvemig hann tekst á við það markast af hans persónulegu eiginleikum, lífs- sögu og gildismati ásamt samskiptum við nánasta umhverfi s.s. fjölskyldu, vini, vinnufélaga og aðra. Hin almennu viðhorf og hugmyndir sem eru í þjóðfélaginu um HlV-smit og hina smit- uðu eru einnig áhrifavaldur. Mig langar hér til að skoða áhrif HlV-smits á ein- staklinginn út frá því samspili og gagnkvæmu áhrifum sem óhjákvæmi- lega verða á milli hins HlV-jákvæða og hans nánasta umhverfis og þjóðfélagsins. HlV-smit vegur að tilvist fólks á fleiri en einn hátt og mig langar hér til styðjast við skilgreiningar Lenu Nilsson Schönn- esson á þeim ógnunum sem HIV- jákvæðir standa frammi fyrir, en hún er sænskur sálfræðingur sem hefur starfað lengi með HlV-jákvæðum einstaklingum og gert ýmsar rannsóknir á þessu sviði. HlV-smit er ógnun við - líkamlega tilvist - kynferðislega tilvist - félagslega tilvist þess sem smitaður er. Þessar ógnanir geta valdið áhyggjum, álagi og tilfinningalegum erfiðleikum, en það er auðvitað misjafnt hvað vegur þyngst og hvað er erfiðast hverju sinni, það fer eftir sjúkdómsstigi og aðstæðum hinna HlV-jákvæðu. Það er t.d. töluverðu munur á áhyggjum konu sem er með alnæmi og á ungt barn og á áhyggjum karls sem hefur verið í felum með Petrína Ásgeirsdóttir starfar á Borgar- spítala sem félagsráðgjafi fyrir HIV- jákvœða og aðstandendur þeirra. Eftirfarandi erindi flutti hún á nám- stefnu á vegum Alnæmissamtakanna, Rauða kross Islands og Biskups- stofunnar þ. 17. nóvember 1995. samkynhneigð sína og greinist með HIV- smit. En lítum nánar á þessa þætti. Ógnun við líkamlega tilvist felst í óöryggi um framvindu sjúkdóms- ins, hvort og hvenær smitið leiði til hrörnunar, veikinda og dauða. Óöryggið getur valdið tilfinningalegu ójafnvægi, viðkomandi finnur til hjálparleysis, van- máttar og kvíða. Áhyggjumar geta verið styrktar utanfrá vegna þess hve HlV-smit er í almennri umræðu tengt dauða. Mér virðist vera nokkuð almennt það viðhorf að það að greinast með HlV-smit jafn- gildi dauðadómi. Þar með eru HIV- jákvæðir einstaklingar álitnir dauðvona og okkur hinum sem erum að sjálfsögðu ódauðleg, hættir til að líta á þau sem fyrirbæri í staðinn fyrir venjulegar mann- eskjur í óvenjulegum aðstæðum. Það er vissulega dapurleg staðreynd að enn hefur engin lækning fundist við alnæmi og sjúkdómurinn hefur því dregið marga til dauða, en það má heldur ekki gleyma þeirri staðreynd að HlV-smitaður ein- staklingur getur átt mörg ár án nokkurra eða lítilla líkamlegra einkenna frá smit- inu. Sú von er mörgum HlV-jákvæðum mikilvæg til að takast á við og lifa með smitinu. Ógnun vid kynfcrðis- lega tilvist kemur bæði frá umhverfinu og einnig innan frá. HlV-jákvæðir standa frammi fyrir þeim skyldum, sem þeir sjálfir og þjóðfélagið hafa sett þeim, að gæta þess að smita ekki aðra. Jafnframt er þau kyn- verur sem þurfa að fá þörfum sínum á því sviði fullnægt. HlV-smit getur hins vegar heft vellíðan í kynlífi, sumir upplifa sig óhreina og ekki lengur aðlaðandi og finnst þau jafnvel ekki eiga rétt á að stunda kynlíf. Einnig fylgir því álag að þurfa alltaf að gera varúðarráðstafanir í kynlífi. Erlendar rannsóknir sýna líka að HlV-jákvæðir einstaklingar stunda ekki allir alltaf öruggt kynlíf. Það að HlV-veiran getur smitast við kynmök gerir málin flókin og vekur upp margvíslegar siðferðilegar spurningar sem við, hvort sem við erum smituð eða ósmituð, aðstandendur, fagfólk eða aðrir í þjóðfélaginu komumst tæplega hjá að taka afstöðu til eða bregðast við á ein-

x

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi
https://timarit.is/publication/1509

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.