Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.1995, Blaðsíða 10
*
Jóna Lísa Þorsteinsdótíir, guðfræðringur:
Ógaefan er fyrrirlritleg -
segrir hínn öruggri, -
hún hæfrir þerim, er
skrikar fótur
essi orð, sem skrifuð voru fyrir
þúsundum ára, segja sama
sannleik í dag og þá. Um eðli
mannsins og viðbrögð hans við
óláni annarra, um þessa undar-
legu flokkun, sem við virðumst nota yfir
ógæfu sem menn verða fyrir. Hvemig
sumt ólán virðist talið rétthærra en annað
og hvemig viðhorf okkar og hegðun
gagnvart þeim sem eiga um sárt að
binda, eru stundum lituð af einhverri
skoðun á óláninu, og hvað hafi valdið
því, fremur en þeim harmi sem það veld-
ur. Það er eins og einhver óljós siðferð-
ismælikvarði sé í gangi sem flokkar
ógæfu manna.
Við erum að tala um alnæmi héma í
dag, sjúkdóm sem hefur öðrum sjúkdóm-
um fremur orðið fyrir því að lenda í
flokkun sem gerir þeim ákaflega erfitt
fyrir sem tekst á við alnæmi í eigin lífi.
Sjúkdómurinn alnæmi hefur lent í þess-
ari flokkun af því að hann hefur allt sem
þarf til að næra tvöfalt siðgæði. Hann
þvingar okkur til að horfast í augu við
ýmis svið tilverunnar sem við viljum
helst sveipa þagnarhulu og eigum erfitt
með að ræða opinskátt og eðlilega. I
hugum margra tengist hann leyndustu
sviðum mannlegrar tilveru, kynhegðan
og dauða, og vegna ónógra og miskilinna
upplýsinga hafa margir litið svo á að
samkynhneigð sé orsök alnæmis. M.a.s.
felst í hinu alþjóðlega heiti sjúkdómsins,
AIDS, sú merking að sjúkdómurinn sé
áunninn, þ.e. sjúklingurinn hafi orðið sér
úti um hann. Það liggur í augum uppi að
staða hiv-jákvæðra, alnæmissjúklinga og
aðstandenda þeirra hlýtur að vera erfiðari
en þeirrra sem eru að takast á við
sjúkdóm sem er viðurkenndur og engum
(Job 12:5)
að kenna, hryggilegur og vekur samúð,
en ekki forvitni og vandræðagang eins
og mörgum finnst þeir hafa upplifað.1
Allt þetta hefur gert byrði alnæmis-
sjúklingsins tvöfalt þyngri en ella, því
hann þarf ekki aðeins að bera það að
ganga með sjúkdóm sem er talinn ólækn-
andi, hann þarf einnig að lifa með
ákveðinni brennimerkingu sem loðir við
sjúkdóminn.
Og hvað hefur kirkjan með
þetta mál að gera?
Hún hefur það með málið að gera, sem
sagan sýnir svo ekki verður um villst, að
hún hefur átt sinn þátt í að sveipa margt
sem snertir kynhegðun manna hjúp synd-
ar og fordóma og að hafa löngum talið
það mikla synd að vera samkynhneigður.
Auk þess litu Gyðingar fyrri tíma svo á,
að hamingja mannsins eða óhamingja
gæfi vísbendingu urn samband hans við
Guð og hvernig siðferði hans væri hátt-
að. Því var sá er naut farsældar, Guði
þóknanlegur, en syndarinn og aðrir órétt-
látir fórust. Þrátt fyrir að Jesús Kristur
hafni þessari hefð algjörlega í boðskap
sínurn, hefur hún verið ótrúlega lífsseig
og enn má sjá henni bregða fyrir í
umræðu vissra hópa um alnæmi. Þá skýt-
ur upp því viðhorfi, að ógæfan hæfi þeim
sem skrikar fótur.
Kristur segir sjálfur berum orðum, að
alls staðar þar sem að lögmálið og kær-
leikur Guðs til mannanna skarist, skuli
kærleikurinn vera æðri og lögmálið víkja
fyrir honum. Boðskapur Krists er ekki
um lög og lögmál, heldur trú, von og
kærleik, fyrirgefningu og upprisu. Mað-
ur sem telur sig kristinn, getur ekki slitið
úr samhengi einhvem hluta úr lögmáli
Móse, sem kannski ber fyrst og fremst að
líta á sem félagslegt lögmál sem er sett
Gyðingaþjóð fyrir þúsundum ára, og
notað það síðan sem dómsorð á náunga
sinn, þann náunga sem hann á að elska
eins og sjálfan sig, ef hann vill teljast
kristinn maður.
Þarna komum við e.t.v. að þeirri
spurningu sem öllu skiptir: Erum við
túlkendur lögmálsins eða erum við krist-
iðfólk með kærleikann að leiðarljósi?
Þessari spurningu verðum við að
spyrja okkur sjálf og minnast þess að það
erum við sjálf, við sem köllum okkur
kristin, sem er hin eiginlega kirkja
Krists.
Fyrir átta árum var haldin prestastefna
í Borgarfirði. Þar var rætt um alnæmi og
þá ábendingu Alkirkjuráðs, að þörf væri
fyrir aukna sálgæslu við þá er liðu vegna
alnæmis og að öllum kristnum mönnum,
kirkjum og söfnuðum bæri að taka hönd-
um saman til að mæta alnæmisvand-
anum. í ályktun prestastefnunnar voru
m.a. tekin fram þau augljósu sannindi að: