Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.1995, Blaðsíða 4
Aðstandenda-
hépar eru
starfandi
Þar hittast ættingjar og vinir HIV smit-
aðra og alnæmissjúkra.
Upplýsingar á skrifstofunni mánudaga
til föstudaga klukkan 12-17.
Styrhir til
einstaklinga
Félagið veitir einstaklingum sem eru
HlV-jákvæðir eða með alnæmi fjár-
styrki. Styrkir eru ekki veittir til þeirra
hluta sem opinberair aðilar, t.d. félags-
málastofnanir eiga að annast.
Þeir sem vildu sækja um styrk til
félagsins ættu að senda því línu í
pósthólfið eða hafa samband við starfs-
mann eða stjórnamann til að fá upplýs-
ingar um þær reglur sem gilda um
styrkveitingar.
Námsstefna
Alnæmissamtökin á íslandi og Rauði
kross Islands hafa staðið árlega fyrir
námsstefnu um alnæmi sem haldin hefur
verið á haustin að Hótel Lind og hefur
hún verið öllum opin.
Árið 1995 var hún haldin 17. nóvem-
ber með þátttöku þjóðkirkjunnar og var
yfirskrift hennar „Alnæmi og andlegur
stuðningur - hvert á að leita“.
Námsstefnustjóri var Ragnheiður
Sverrisdóttir, fræðslufulltrúi þjóðkirkj-
unnar.
Fræðsla
Á árinu 1994 stóðu Alnæmissamtökin
fyrir alnæmisfræðslu fyrir unglinga með
því að gefa út 16 síðna blað í dagblaðs-
formi og var það sent öllum unglingum á
landinu sem fæddir eru 1977, 1978 og
1979.
Þá um haustið stóðu ÍTR og
Alnæmissamtökin að alnæmisfræðslu í
12 félagsmiðstöðvum á Stór-Reykja-
víkursvæðinu undir kjörorðunum „Fjöl-
skyldan gegn alnæmi - umræða án
fordóma.“
Einnig hafa einstaklingar úr Jákvæða
hópnum farið með fræðslufundi í
félagsmiðstöðvar og framhaldsskóla
víða um land.