Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.1995, Qupperneq 3
Alnæmissamtökin
á fslandi
Samtök áhugafólks um
alnæmisvandann.
Hverfisgötu 69, Reykjavík
Pósthólf 5238, 125 Reykjavík.
Sími 552-8586, bréfsími 552-0582
Kennitala 541288-1129
Björgvin Gíslason (ábm),
hs. 551-2803
Prentvinnsla:
Ojfsetprent/Geirsprent sf.
Rauði
borðínn
Að bera Rauða borðann er ætlað að
sýna samúð og stuðning við fólk sem er
smitað eða sjúkt af alnæmi.
Rauði borðinn er yfirlýsing um
stuðning, krafa um umræðu, ósk um
framfarir í rannsóknum og von um að
lækning finnist við alnæmi.
Rauði borðinn er leið til að gera
alnæmi sýnilegt í þjóðfélaginu.
Upphafsmenn Rauða borðans er lista-
mannahópurinn í samtökunum Visual
Aids í Bandaríkjunum. Þetta eru samtök
myndlistarmanna, listfræðinga og for-
stöðumanna listasafna. Þau vilja vekja
athygli á því að alnæmi kemur okkur
öllum við.
*
KÆRI LESANDI
Nú ífyrsta sinn kemur fréttabréf Alnœmissamtakanna á íslandi
út í stóru broti og þá um leið í stœrra upplagi. Það er œtlun
okkar að ná til mun stœrri hóps en fyrr. Þetta er liður í því að
minnafólk á að alnæmi er allra mál en ekki bara þeirra sem eiga
um sárt að binda. I leiðinni œtlum við að minna á starfsemi
félagsins sem er, eins og segir í lögum þess, samtök áhugafólks
um alnœmisvandann.
Við ætlum líka að fara þess á leit við þig að þú gerist félagi í
Alnœmissamtökunum. Afhverju ? Ifyrsta lagi afþví okkurveitir
ekki af stuðningi semflestra svo við getum sinnt hlutverki okkar
og þá á ég fyrst og fremst við forvarnarstarf. En líka og ekki
síður íþeirri von að okkur takist að draga úr fordómum í náinni
framtíð. Þú kannt að segja eitthvað íþá veru að þú sért nú ekki
með alnæmi, enginn þér tengdur ogjafnvel enginn sem þú þekkir.
Því vil ég svara þannig; ég erfélagi íAmnesty, ég hefaldrei verið
samviskufangi (ekki heldur samviskulaus), enginn mér tengdur
og jafnvel enginn sem ég þekki. Samt vil ég leggja málefninu lið.
Utbreiðsla alnæmis hér á landi hefur sem beturfer ekki orðið
jafnmikil og gert var ráðfyrir í eldri spám. Útbreiðslan er samt
of mikil. Nú hefur verið lögð niður Landsnefnd um alnæmis-
varnir en hún hafði það að meginhlutverki að sinna forvörnum.
Alnæmissamtökin hafa sinnt forvarnarstarfi allt frá stofnun
þeirra og vilja sinna því í auknum mæli framvegis. Til þess þurf-
um við stuðning þinn.
Með vinsemd,
Eggert Sigurðsson, formaður.
3