Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.09.1998, Page 6

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.09.1998, Page 6
Fréttabréf Alnæmissamtakanna á Íslandi foreldrum erfitt að ræða opinskátt um sjúkdóminn, svo sem synjun um leik- skólapláss, aðrir foreldrar hafa tekið bömin sín úr leikskólanum eða að fjölmiðlar hafa ekki gefið börnunum og foreldunum frið. Þetta getur verið mikið álag fyrir barnið og foreldra þess ofan á allt annað. Þess em dæmi að HlV-jákvæðir foreldrar hafi orðið að leggjast inn á sjúkrahús af þeim sökum og börnin hafi einangrast og orðið óörugg og hrædd við ókunnugt fólk. Flestir foreldrar sem þekkja smit- leiðir HlV-veirunnar taka upplýsing- um um smitað barn á leikskólanum þeirra með skilningi og yfirvegun. En sumir foreldrar virðast alltaf vera hræddir þó svo að þeir séu vel upp- lýstir um HlV-veiruna og smitleiðir hennar. I þessurn tilvikum er eins og ofsafengnar tilfinningar beri skyn- seminni ofurliði og er það miður. Staða barnsins, fjölskyldunnar og okkar sjálfra Árið 1982 greindist í fyrsta skipti í heiminum barnið með HlV-veiruna, ári eftir að fullorðið fólk greindist með hana. Smituðum börnum fjölgar og eflaust kemur brátt að því að barn greinist HlV-jákvætt á íslandi. Til þess að geta tekið sem best á móti þeim er það okkur dýrmætt að geta lært af reynslu annarra ríkja. Sjúkdómurinn er krónískur og ennþá ólæknanlegur. Það er því mikið áfall og álag fyrir HlV-smitað barn og fjölskyldu þess að takast á við lífið með þennan erfiða sjúkdóm í fartesk- inu. Lyfin gera heilmikið gagn, en að öllum líkindum bera bæði foreldrar og börn þeirra blendnar tilfinningar til framtíðarinnar. Þessi sjúkdómur á sér svo stutta sögu, að það er óvíst hve HlV-smituð börn geta lifað lengi og hvernig líf þeirra kemur til með að vera. Upplýsingar að utan segja okkur að margir séu hræddir við að börn þeirra smitist af HlV-smituðum börnum. I upphafi, þegar smitleiðirnar voru ekki þekktar og lítil reynsla fyrir hendi, var þessi hræðsla skiljanleg. En í dag þurfum við ekki að vera hrædd, því að við þekkjum smitleiðirnar. Við vitum líka að HlV-smituð börn smita ekki önnur börn og að veiran berst ekki lfkt og flensufaraldur eins og haldið var í upphafi. Það þarf mjög sérstök skilyrði til þess að smitun geti átt sér stað og HlV-veiran smit- ast ekki í venjulegri daglegri um- gengni. Þetta eru mikilvægar upplýs- ingar fyrir okkur Islendinga. Við vitum að við þurfum ekki að hræðast að litlu HlV-smituðu börnin eigi eftir að koma og smita litlu börnin okkar eða okkur sjálf. Vonandi geta þessar rannsóknir og reynsla annarra þjóða komið okkur að góðu gagni, ef við kynnumst HlV-smituðu barni í fram- tíðinni. Hafi mér tekist að draga úr ótta einhvers í þessari grein, þá er markmiði mínu náð. Það er mikils virði að geta sýnt HlV-jákvæðum börnum og fjölskyld- um þeina skilning og umhyggju í stað ótta og útskúfunar. Það myndi auðvelda íjölskyldunni allri að snúa vörn í sókn og takast á við krefjandi hlutverk og aðstæður. Þau lífsgæði sem við getum gefið barninu á með- an það lifir eru e.t.v. jafn mikilvæg og lyfin sem geta aukið lífslíkur þess. HlV-smituð börn eru eins og önnur börn, hvað sem sjúkdómnum líður. Þau hafa sömu þarfir og sömu þrár. Þau þurfa mikla ást og umhyggju, aga og öryggi, alveg eins og önnur börn. Við þurfum öll að leggjast á eitt að tryggja þessum börnum, eins og öllurn öðrum börnum, þroskavæn- leg uppeldisskilyrði heima og heiman til þess að þau geti dafnað. Því eiga þau rétt á. Skilningur og þátttaka okkar allra skiptir máli. Fréttabréf Fréttabréf Alnæmissamtakanna á íslandi hefur komið út allt að fjórum sinnum á ári og er dreift til félagsmanna, í skóla, félags- miðstöðvar, heilsugæslustöðv- ar og víðar. Núna kemur það út á tíunda afmælisári og í fleiri eintökum og verður dreifing meiri í samræmi við það. Jákvæði hópurinn Sjálfstyrktarhópur hiv-smitaðra er starfandi innan vébanda Alnæmissamtakanna. Markmið hópsins eru: að gefa hiv-jákvæðu fólki tæki- færi til að hittast á eigin fors- endurn í öruggu umhverfi. að gefa félögunum tækifæri til að taka afstöðu til eigin að- stæðna með félagslegu sam- neyti og þátttöku í ýmsum vinnuhópum. að taka þátt í því að bæta að- stæður hiv-jákvæðra almennt, jafnt félagslega, heilsufarslega og pólitískt. að taka þátt í því að breiða út raunhæfar upplýsingar um hiv- smit og alnæmi, svo og hagi hiv-jákvæðra. Hvernig nær maður sambandi við Jákvæða hópinn? Viljir þú gerast félagi eða fræðast meira um Jákvæða hópinn getur þú hringt á skrif- stofu Alnæmissamtakanna á íslandi í síma 552 8586 milli kl. 13 og 17 alla virka daga og fengið nánari upplýsingar. Þá verður þér vísað á Jákvæða hópinn. Fyllsta trúnaðar er gætt í hvívetna. Félagar í Jákvæða hópnum hafa verið með fræðsluerindi um allt land. Frekari upplýsingar fást á skrifstofu.

x

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi
https://timarit.is/publication/1509

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.