Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.09.1998, Page 9

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.09.1998, Page 9
Rauði borðinn Jón Arnar Grétarsson HlV-jákvæðir á Norðurlöndum komu saman í Kaupmannahöfn í ágúst sl. og ræddu stöðu HlV-mála í löndum sínum. Þar kom fram að við höfum sama aðgang að lyfjameðferð, en lagalega er þó nokkur munur á. Flestir fá ókeypis lyfjameðferð, en læknar hafa mismunandi vinnureglur og skoðanir. Einnig skortir nokkuð á þekkingu þeirra á ýmsum áhrifum HlV-veirunnar á kvensjúkdóma. Réttarfarslega skortir það sem kalla má sömu lög fyrir alla borgara. í Svíþjóð eru nú 57 tilfelli skráð um einangrun HlV-jákvæðra, og nemur sú einangrun allt frá í nokkrum mán- uðum og upp í sjö ár. í Finnlandi hafa HlV-jákvæðir fengið 5-11 ára fangelsisdóma fyrir það eitt að vera sakaðir um að lifa óábyrgu kynlífi. Á Grænlandi stendur lyfjameðferð þeim eingöngu til boða sem taldir eru lifa ábyrgu kynlífi. 1 Danmörku er ekki sami aðgangur að sprautum og nálum í fangelsum og fyrir utan múrana. f Svíþjóð er læknum skylt að rjúfa þagnarskyldu sína ef þeir halda að sjúklingar þeirra lifi óábyrgu kynlífi. Og þannig má lengi halda áfram að telja. Þess háttar ákvarðanir sem hér er lýst hafa ekkert með fjármál og sparnað að gera, heldur er hér á ferð- inni helber þekkingarskortur og fordómar þeirra sem með völdin fara. Norðurlöndin eru ólík velferðar- samfélög. í Noregi hafa framlög til alnæmisvarna verið skert um 50% á síðustu þremur árum. í Finnlandi er hægt að fara fram á HlV-próf þegar fólk sækir aftur út á vinnumarkað eftir nokkurt hlé. Hins vegar er það svo í Noregi að þar eru störf sniðin að þörfum hins HlV-jákvæða og þar er ekki reynt að skerða tryggingabæt- ur fyrstu þrjú árin eftir að viðkomandi kemur aftur á vinnumarkað. í Dan- mörku er ennþá talsverðum vand- kvæðum bundið fyrir HlV-jákvæða með skert þrek að fá nauðsynlegt örorkumat, og einnig er þar erfitt fyrir fólk að komast aftur í vinnu eftir að viðkomandi hefur náð nægilegum bata til starfa á ný. Á íslandi vantar tilfinnanlega sérmenntaða ráðgjafa og aðstoðarfólk. í Svfþjóð hafa sumir þjóðfélagshópar fengið ókeypis ráð- gjöf en aðrir ekki. HlV-veiran er staðreynd í samfélagi okkar sem ekki þýðir að loka augun- um fyrir og eina leiðin til að hindra útbreiðslu hennar er að iðka stöðugt fyrirbyggjandi aðgerðir. Upplýsingar og ráðgjöf eru lykilorð í þeim efnum. Málþing í ráðhúsi Kaupmannahafnar Þann 20. ágúst sl. efndi HIV-Dan- mark til málþings um HIV og alnæmi í ráðhúsi Kaupmannahafnar. Þar var ekki aðeins rætt um lyfjameðferðir og lagalegar hliðar vandans eins og oft er heldur var hér lögð sérstök áhersla á umræðu um ábyrgð og hegðun. Yfirborgarstjóri Kaupmannahafnar, Jens Kramer Mikkelsen, setti þingið. I ræðu sinni lýsti hann því yfir að að- stæður HlV-jákvæðra svo og smit- leiðir yrði bæði að ræða á vettvangi einkalífsins og hins opinbera pólitíska lífs. „Við skulum viðurkenna nauð- syn þess að ræða alnæmi og halda augunum opnum fyrir aðstæðum þeirra sem alnæmi snertir. Spurning- in um ábyrgð gildir fyrir alla. Við viljum þjóðfélag sem tekur afstöðu og ábyrgð og allir skulu taka af- stöðu.“ Þessi orð segja margt því að í þeim felst að þau vandamál, sem HlV-smit hefur í för með sér þrátt fyrir lyf og auknar lífslíkur eru vissu- lega enn til staðar. Að vísu er alnæmi ekki eins ógnvekjandi á Norðurlönd- um og áður en samt mega opinberir aðilar ekki loka augunum og firra sig ábyrgð í málinu. Næstur talaði Jan Gerstoft, yfirlækn- ir við Ríkisspítalann í Kaupmanna- höfn. Hann sagði í stuttu máli frá því nýjasta í lyfjaþróun og meðferð. Hann undirstrikaði að þrátt fyrir góð- an árangur af lyfjameðferð væri ekkert vitað um aukaverkanir lyfjanna þegar til lengri tíma er litið, né heldur hvem- ig þau virkuðu á HlV-veiruna í fram- tíðinni. Einnig benti hann á að nú snerist málið ekki aðeins um það að einblína á meðferð, heldur þyrfti að auka fræðslu, ekki síst sökum þess að vegna lyfjanna eru HlV-jákvæðir frískari en áður og því breyta þeir ósjálfrátt urn lífsstíl. Líkurnar á því að menn gleymi því að þeir séu HIV- jákvæðir séu meiri en áður og því aukist hættan á srniti meðal manna. Einnig eru miklar líkur á því að lyfja- þolin veira verði til og hinn HlV-já- kvæði geti smitað annan einstakling af þeirri veiru. Marianne Mortensen sagði frá reynslu sinni af því að vera HlV-já- kvæð og hvemig hún hefði þurft að haga lífi sínu á annan hátt en áður í ljósi þeirrar staðreyndar. Hún lýsti stöðu sem flestir HlV-jákvæðir kann- ast við: „Tilfinninngin af því að finn- ast maður minna virði en aðrir, finna til dvínandi kynhvatar og óttast það stöðugt að smita aðra.“ Per Sander vék að því hver geti, vilji og þori að taka ábyrgð á útbreiðslu HlV-smits. Er hver og einn ábyrgur fyrir sínu lífi? Er ábyrgðina að sækja hjá öðr- um? Hvert er hlutverk hins HlV-já- kvæða í sambandi við kynlíf og smit? Þetta voru nokkrar af þeim spurning- um sem Per varpaði fram. Þá var gestum gefinn kostur á að tjá skoðanir sínar og spyrja sérfræðing- h

x

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi
https://timarit.is/publication/1509

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.