Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2007, Blaðsíða 11

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2007, Blaðsíða 11
kvöld í mánuði, Oft taka þau slík skref eftir að hafa komið í viðtöl á spítalann nokkrum sinnum og öðlast smá sjálfstraust og áræðni að nýju. Komi þau í hópinn gengur öll vinna með eigin fordóma og jákvæða aðlögun að sjúkdómnum miklu betur og hraðar fyrir sig, Það er mikill léttir í því fólginn að hitta aðra sem eru í sömu stöðu og maður sjálfur og margt hægt að læra af þeim sem lengra eru komnir. Hópavinnan hefur hvetjandi áhrif og gefur von og trú á framtíðina. Þetta ár hefur verið óvenjulegt að því leyti hve margir hafa greinst með hiv eða 12 manns. Þar af hafa nokkrir sýkst vegna notkunar óhreinna sprauta og sprautunála. Þau þurfa oft á tíðum á enn meiri aðstoð og eftirfylgni að halda en aðrir því vandi þeirra er gjarnan djúpstæður og margþættur og neysla jafnvel ennþá til staðar. Úfclendingan I hópi hiv-jákvæðra eru einnig útlendingar frá ýmsum heimsálfum. A hverju ári greinast nokkrir slíkir, oft við reglubundna heilbrigðisskoðun þegar þeir koma til landsins. Tali þeir önnur tungumál en ensku er notast við túlk í viðtölunum en ferlið er annars hið sama og fyrir aðra nýgreinda einstaklinga. Komi þeir frá heimsálfum eða löndum sem eru komin stutt á veg við að fást við hiv-vandann eru þeir gjarnan verr upplýstir um sjúkdóminn en Islendingar. Greiningin verður því gjarnan til þess að þeir óttast mjög um líf sitt og að vera hafnað af sínum nánustu. í heimalandinu deyja kannski margir fljótlega eftir greiningu. Þetta gerist á sama tíma og mörg hver töldu að nýtt og betra líf væri um það bil að hefjast við flutning hingað til lands, Sjúkdómsgreiningin er þeim því í fyrstu nær alltaf mikið áfall ogþeir þurfa ríkulegan stuðning og upplýsingar um sjúkdóminn. Þeir óttast viðbrögð makans, að sjúkdómsgreiningin berist til landa þeirra sem eru búsettir hér á landi og til foreldra þeirra og fjölskyldna í gamla heimalandinu. Þau ganga oft úr frá því sem vísu að upplifa höfnun frá öllum þessum aðilum og eiga það því til að einangrast mikið með sjúkdóminn. Oft er það bara maki og fáeinir sérfræðingar sjúkrahússins sem vita um hann. Það mæðir því mikið á þessum aðilum að veita öfluga og góða þjónustu. Tali þeir ensku stendur þeim til boða að koma inn í hópavinnuna mína eins og aðrir. Tali þeir önnur mál hef ég tengt þá við aðra hiv-jákvæða einstaklinga frá sama landi eða sem kunna tungumál þeirra. Hefur það verið þeim mikill léttir og hjálp hafi þeir treyst sér til að taka slíkt skref. Hugleiðingar Mér finnst að með árunum ríki stöðugt meiri bjartsýni meðal hiv-jákvæðra. Fólk trúir á mátt lyfjanna og reynir að huga vel að inntöku þeirra. Það er líka upp til hópa farið að lifa fyllra lífi hvort sem það er til vinnu, í skóla, sem öryrkjar eða í frítímanum. Eigi ég að vera svolítið gagnrýnin þá vinna menn allt of mikið, eins og fólki hér á landi hættir til að gera. Ekki hefur mér sýnst hiv-jákvæð vera meira frá vinnu vegna veikinda en aðrir. Þótt ,,kynl ífsmarkaðuri n n“ geti verið hiv- jákvæðum erfiður finnst mér fólk almennt ekki vera að gefast upp. Það tekur sér kannski góðar pásur en heldur svo áfram. Fólk sem ég þekki til er upp til hópa „gengið út“, sérstaklega gagnkynhneigðir. Flestir búa með ósmituðum einstaklingum, aðrir með öðrum hiv-jákvæðum eintaklingum. Nær 15 börn hafa komið í heiminn á undanförnum árum, öll ósmituð, en nánast allar stelpurnar í hópnum mínum hafa verið að eignast börn. Þessi kærkomnu börn vísa foreldrum sínum svo sannarlega veginn í lífinu og gefa þeim styrk og trú á framtíðina. Ég hef á tilfinningunni að „kynlífsmarkaðurinn“ hjá hommunum sé oft erfiðari viðfangs en hjá þeim gagnkynhneigðu. Það eru að minnsta kosti ekki margir sem ég þekki til „gengnir út“ þótt einhverjir þeirra væru svo sem alveg til í það. En auðvitað á það alls ekki við um alla. Ástæðurnar fyrir þessum erfiðleikum eru vafalaust margar. Ein af skýringunum gæti verið að heimur homma hér á landi er svo miklu minni en heimur gangkynhneigðra. Því verða möguleikarnir á nánum kynnum minni og allt miklu gegnsærra. Hiv-jákvæðir hommar fara því oft í heimsókn til annarra landa, aðrir hafa flust þangað. Áhugavekjandi gæti verið að þekkja betur þær hindranir sem hiv-jákvæðir hommar verða fyrir hér á landi. Ekki má gleyma því að sumir kjósa frekar að vera einir því það gefur meðal annars meira frelsi á kynlífssviðinu. Einnig getur það hentað betur út frá vinnu, hugðarefnum, afahlutverkum og fleiri slíkum þáttum eins og meðal gagnkynhneigðra einstaklinga. Hiv varðar okkur öll! Það hafa verið mikil forréttindi að fá þessa innsýn inn í þennan oft hulda heim sem þegar allt kemur til alls iðar af lífi, grósku og einstöku mannlífi. Eg vil þakka ánægjulegt samstarf sem hefur einkennst af einlægni og hlýju og svo sannarlega orðið þess valdandi að ég hef þroskast og þróað mig í mjög svo áhugaverða starfi. Lengi lifi Ijölbreytileikinn og gleðin í hópi luv-jákvæðra á íslandi!

x

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi
https://timarit.is/publication/1509

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.