Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2007, Blaðsíða 29
NondPol
nonnœnn samsCanPsveOCvangun
NordPol er samstarfsvettvangur hiv-jákvæðra á Norðurlöndum
og er skrifstofan til húsa í Stokkhólmi. Þegar þetta er ritað
stendur fyrir dyrum fundur í Helsinki en síðasti fundur þar
á undan var haldinn í Stokkhólmi 1.-2. september. I NordPol
eiga sæti tveir fulltrúar frá hverju Norðurlandanna. Fundir
eru haldnir tvisvar eða þrisvar á ári (einn þeirra aðalfundur)
og er þar rætt er um ástandið í hverju landi og reynt að móta
sameiginlega stefnu. Síðasti fundurinn sem haldinn var á
Islandi var á Hótel Geysi í apríl síðastliðnum og var þá í
tengslum við ráðstefnu Alnæmissamtakanna.
Fyrir Islands hönd var skýrt fráþví að framkvæmdastjóraskipti
væru framundan hjá Alnæmissamtökunnum. Jafnframt
umræða um innra starf samtakanna og hugmyndum um
leiðir til styrkingar meðal hiv-jákvæðra. Sagt frá velheppnaðri
ráðstefnu á Geysi. Greint frá því að heimasíðan væri í
vinnslu. Einnig var skýrt frá fræðslu- og forvarnastarfinu
sem Alnæmissamtökin standa fyrir í grunnskólum um allt
land.
Frá Danmörku: Tveggja ára fangelsisdómur hefur verið
staðfestur yfir karlmanni fyrir að smita þrjá aðra af hiv.
Niðurstöður lífsgæðakönnunar meðal hiv-jákvæðra eru
væntanlegar í nóvember. Læknar og félagasamtök hvetja fólk
frekar í dag til að fara í hiv-próf en gert var fyrir 10 árum.
Þetta mun vera vegna betri árangurs af lyfjameðferðum,
Ráðgjafi frá hiv-Danmark er farinn að vera ákveðna daga
á Ríkissjúkrahúsinu til að vera nýsmituðum til halds og
trausts. Á fyrri helmingi ársins 2007 hefur hiv-tilfellum
fjölgað mjög, eða um 50%. Ungir hommar eru sagðir vera
nokkuð fjölmennir í þessum hópi.
Frá Noregi: Það hafa verið miklir fjárhagsörðuleikar hjá
hiv-Noregi, mikil niðurskurður frá félagsmálaráðuneyti.
Samtökin hafa flutt í nýtt húsnæði (lOOm frá gamla
húsnæðinu) í Christian Kroghs gate 34. Hiv-Noregur er að
opna nýja heimasíðu. Innan við 10% hiv-jákvæðra í landinu
eru meðlimir í hiv-Norge, samt sem áður snúa margir sér
þangað eftir stuðningi og ráðgjöf, Fjöldi nýsmitaðra jókst
mjög árið 2006, varð alls 276 manns.
Frá Svíþjóð: Málþing var haldið í haust um hvernig skuli
standa að fyrirhugaðri fræðsluherferð um hiv í skólum
landsins. A fyrsta árshelmingi 2007 voru skráð 252 hiv-
tilfelli. Eitthundrað fimmtíu og þrír karlar og 99 konur.
Þetta er mesti fjöldi frá upphafi. Skráð hiv-smit eru nú
7.700 í Svíþjóð og af þeim lifa um 4.000. Fjöldi smitaðra í
ár felur í sér 40% aukning frá fyrra ári, Aukningin er mikil
meðal homma. Jafnframt hefur klamydíutilfellum fjölgað
mikið á árinu eða um 52%.
Frá Finnlandi: Fulltrúar Finnlands sögðu frá
forvarnarverkefni þar í landi sem snýr að sprautufiklum.
Þriggja ára fræðsluverkefni er að fara stað, sem felur í sér
að styðja hiv-jákvæða á smærri stöðum úti á landi við að
stofna stuðningshópa. Þeim fjölgar stöðugt sem leita til
Alnæmissamtakanna þar í landi eftir stuðningi og ráðgjöf.
Það kallar á aukið fjármagn, stærra húsnæði og fleira
starfsfólk. Fyrstu átta mánuði ársins höfðu 120 einstaklingar
greinst hiv-jákvæðir í Finnlandi. Klamydíutilfellum hefur
fjölgað.
Ymislegt fleira kom til umræðu. Þar má nefna væntanlegar
niðurstöður lífsgæðakönnunar og hvernig skuli nota þær
upplýsingar. Ráðstefna verður í Stokkhólmi 7. nóvember
(hefur þegar verið haldin er blaðið kemur út) og meginþema
hennar er fordæmingin (stigmatisering).
Þeirsemhafaáhugaáaðfaraáalþóðlegualnæmisráðstefnuna
í Mexíkó 2008 geta sótt um það í desember. Spurning um
að hvert land ræði um hverja fulltrúa skuli senda fyrir næsta
fund. Margt fleira var rætt.
Næsti fundur NordPol verður haldinn í Helsinki 16.-18.
nóvember (verður afstaðinn við útkomu þessa blaðs).