Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2007, Blaðsíða 25

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2007, Blaðsíða 25
HogS Allir brynja sig með einhverjum hætti. Við gætum ekki starfað sem læknar ef við legðumst niður í sorg og sút. Það er okkar hlutverk að standa á einhvern hátt uppi og uppréttir þótt á móti blási og þetta lærist í starfinu, yfirleitt, Fólk á gjörgæslu lærir þetta Þetta er aðferð til þess að lifa af. Stundum verður pínulítil hjónabandslykt af þessu sambandi læknis og sjúklings og því fer fjarri að skilnaðir séu óþekkt fyrirbæri. Sjúklingar skipta um lækni, í góðri sátt vonandi, vegna þess að kemistrían verður að vera rétt - kemistrían milli læknisins og sjúklingsins - annars er lítið hægt að gera. Böm hiv-jákvæðra eru mesti gleðigjafinn S Þegar ég lít til baka eru barneignir trúlega það gleðilegasta sem fylgt hefur í kjölfar nýrra lyfja. Það kom fyrir hér áður, en þó eftir að við höfðum fengið einhver lyf í hendur, að hiv-jákvæð kona varð barnshafandi. Á þeim tíma var það skylda að leggja að konunni að fara í fóstureyðingu. Það var mjög sárt og tók á alla. Þetta var viðhorfið á þeim tíma. Síðan, eftir að lyfin þróuðust hafa viðhorfin breyst. Vissulega er valið alltaf fyrir hendi og mögulegt. Konan hefur alltaf valið en áhættan er afar lítil hjá okkur í dag, það þarf ekki að þrástagast á því að nauðsynlegt sé að fara í fóstureyðingu. Ekkert barn hér á landi hefur fæðst sýkt! H Tveir sjúklingar urðu blessunarlega ástfangnir og hófu samband sem leiddi til barnsfæðingar. Móðirin kom síðan upp á skrifstofu til mín, skellti barninu á skrifborðið og sagði:„Hérna, sérðu!" Ég vissi ekki hvað ég hafði gert, en þetta var þá hamingjan einber! S Það er ómetanlegt. Fyrir tveimur árum leið mér sem stoltum föður þegar einn af sjúklingum mínum fór í vahkeisaraskurð og valdi afmælisdaginn minn til að eignast barnið! Framtiðarsýn H Kannski er ekkert verra en sjálfsfordæmingin. Eg þekki dæmi um hiv-jákvæða sem fóru með smit sitt sem algjört mannsmorð innan fjölskyldu, en þegar frá var skýrt þá var þetta allt í lagi! Ég man eftir einum góðum vini mínum sem svo var ástatt um. Mikill athafnamaður sem vantaði fé til framkvæmda, þannig að hann fór til bankastjóra til að fá lán fyrir einhverju. Allt í lagi með það en hann vildi samt láta vita af því að hann væri hiv-smitaður. Svar bankastjórans var einfaldlega: „Og hvað með það?” S Kjöraðstæður fyrir hiv-jákvæða eru þær að vera fullgildir þjóðfélagsþegnar, til jafns við aðra, hvort heldur varðar vinnu eða heimilislíf. Eg vonast til að geta upplifað það að menn geti gengið um með sitt hiv án þess að þurfa að skammast sín fyrir það á nokkrum vettvangi! Hog S Hiv-veiran hefur vissulega breytt lífi okkar, stór hluti starfsævinnar hefur snúist um hiv og alnæmi, ósigra en þó fleiri og minnisstæðari sigra á þeirri göngu. Birna Þórðardóttir

x

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi
https://timarit.is/publication/1509

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.