Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2007, Blaðsíða 21
»ftl
Áhugi ónæmisfræðinga var skiljanlegur enda gaf
sjúkdómurinn mönnum færi á að skilja ónæmiskerfið mun
betur en ella, hvernig það vann og þetta fleytti fræðunum
heilmikið áfram.
Upphafið var vissulega erfitt
S Það má kannski segja að í upphafi vissum við
harla lítið hvað gera skyldi. Meðferðin byggðist á því að
líkna sjúklingnum, gefa einkennameðferð þannig að honum
liði sem best. Við gátum unnið á ýmsum fylgisýkingum,
ákveðinni tegund lungabólgu sem var algeng, sveppasýkingu
í vélinda sem var mjög mikilvægt að greina rétt og náttúrlega
sarkmeini og ýmsum illkynja sjúkdómum sem geta komið
upp svo sem eitilfrumukrabbameini. Þetta gátum við
meðhöndlað eða reyndum það allavega og undir lokin
að veita mönnum þá líknandi meðferð sem unnt var.
Veirusýkingar í augnbotnum voru mikið vandamál áþessum
tíma, cýtómegalóveirur sem blinduðu nokkra einstaklinga
hér. Við gátum að hluta til meðhöndlað þetta, þótt það
tækist að vísu ekki alltaf. En sumum tókst að bjarga.
H Þeg ar við horfum til baka yfir hiv-faraldurinn
á Islandi, held ég að þrátt fyrir allt hafi mikið verið gert
hérna fyrir hiv-smitað fólk. Sjúklingar fengu öll lyf sem á
þurfti að halda ókeypis og það skipti gífurlega miklu máli.
Þrátt fyrir allt höfðu smitaðir einstaklingar mjög greiðan
aðgang að sérfræðilegri þekkingu, þótt við værum fáir
smitsjúkdómalæknarnir þá voru sjúklingarnir ekki heldur
margir og allt þetta skipti og skiptir máli. Enda gekk
nokkuð vel að sinna sjúklingunum og kannski stuðlaði það
að því að draga úr útbreiðslu sjúkdómsins, hve auðvelt var
að ná til einstaklinganna með fræðslu. Við komumst að því
síðar meir að það voru ekki eins margir „þarna úti" smitaðir
eins og við héldum fyrst, Fólk skilaði sér nokkuð vel inn til
okkar.
Mótefnaprófin staðfestu sýkingar
S Árið 1985, þegar mótefnaprófin komu fram, þá
hefði mátt halda að eðlilegt væri að þau yrðu gerð í tengslum
við sýklafræði- eða veirufræðideildina, en það var ákveðin
hræðsla við sjúkdóminn þar innan dyra, sem leiddi til þess
að Haraldur Briem tók það upp hjá sjálfum sér í rauninni að
framkvæma prófin á Borgarspítalanum. Við fengum nokkuð
góða aðstöðu á rannsóknarstofunni og ástæðan fyrir því að
við gátum gert þetta var sú að Eggert Jóhannsson, sem var
yfirlæknir þar, hann ákvað þetta upp á sitt eindæmi, eftir
að Rauði krossinn veitti fjárstyrk til kaupa á nauðsynlegum
tækjabúnaði.