Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2007, Síða 15

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2007, Síða 15
Alnæmi breiðist gífurlega hratt út í Kína Nú eru liðin um tíu ár síðan hneykslið varð í Henan-héraði þegar fjöldi fólks smitaðist af sýktu blóði á sjúkrahúsum. Seinna hafa yfirvöld smám saman viðurkennt að hiv-veiran berist milli fíkniefnaneytenda. En nú gerist það að þau segja að aðalsmitleiðin sé áhættukynmök. Yfirvöld áætla að smitaðir séu um 650.000 en margir telja að þeir séu miklu fleiri. I nýlegri skýrslu segir að 70.000 hafi greinst með hiv-smit eða alnæmi árið 2005 og að helmingurinn sé vega áhættukynlífs. Hingað til hefur áróðri við alnæmisvarnir veri beint til hópa í mikilli áhættu, sérstaklega fíkla. Nú þarf að beina honum tih.venjulegs'' fólks, einkanlega ungs fólks. Þetta getur orðið snúið hjá þjóð sem hefur afar íhaldssama afstöðu til kynlífs - opinskáa umræðu vantar og um margt má alls ekki ræða. Hiv'Smit snertir sérstaklega milljónir karla sem eru farandverkamenn og dveljast í stórborgunum og vinna við hinar miklu byggingarframkvæmdir sem alls staðar eru. Þessu hefur fylgt að mörg hundruð þúsund vændiskonur starfa þar. Kannanir sýna að tíundi hver karl sem lifir kynlífi hefur keypt sér kynlíf hjá vændiskonu. Ymiss konar forvarnastarf hefur farið af stað en er enn umfangslítið. Frjáls félög áhugamanna um forvarnir eru leyfð en víða treysta yfirvöldin þeim ekki. Tilraunum með bóluefni gegn alnæmi hætt Umfangsmestu tilraunir með bóluefni gegn alnæmi hófust í febrúar 2007 í Afríku. 3.000 ósmitaðir Suðurafríkumenn tóku þátt. Upphafinu var fagnað í Suðurafríku þar sem um 1.000 manns deyja daglega af afleiðingum alnæmis. Helmingur þátttakenda var sprautaður með bóluefninu MRK-Ad5 en hinn með óvirku efni. Átti svo að fylgjast með hópunum í fimm ár en verkefninu var hætt nú í október. Um 800 manns höfðu verið sprautaðir með virka efninu og verður þeim greint frá því að ef til vill verði þeim hættara en annars að smitast af hiv-veirunni. . Sams konar tilraun var gerð áður með 3.000 manns í Bandaríkjunum og Suður-Ameríku. Árangurinn var rannsakaðuríseptemberogvaraðstandendumtilraunarinnar brugðið þegar í ljós kom fleiri höfðu smitast í þeim hópnum sem hafði verið sprautaður en í samanburðarhópnum. Af 741 í fyrri hópnum höfðu 24 smitast af hiv'veirunni en í hinum hópnum 21 af 726. Tilrauninni var strax hætt.

x

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi
https://timarit.is/publication/1509

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.