Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2007, Page 17

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2007, Page 17
Lífsgæði og lífsgildi okkar Margra ára draumur rættist í vor þegar Alnæmissamtökin stóðu fyrir ráðstefnu fyrir hiv-jákvæða, maka þeirra og börn á Hótel Geysi, þátttakendur voru tæplega 40 talsins. Yfirskrift ráðstefnunar var Lífsgœði og lífsgildi okkar. Meginmarkmið ráðstefnunnar var að bera saman bækur og njóta góðs af samvistum. Inntakið var: ♦ Hvernig líður okkur ♦ Hvað ætlum við okkur ♦ Hvað getum við gert - saman ♦ Hvernig viljum við að Alnæmissamtökin starfi Helgin hófst á föstudeginum með rútuferð frá Hverfisgötunni að Hótel Geysi. Kvöldinu var varið yfir góðum kvöldverði og notalegri samveru. Dagskrá laugardagsins hófst með erindi Einars Þórs Jónssonar Hver eru lífsgceði og lífsgildi okkar - stjórnum við þeim sjálfp Síðan sagði Hans Nilsson formaður Jákvæða hópsins í Svíþjóð frá Norrænu lífsgæðarannsókninni sem þá stóð yfir, tilgangi hennar og framgangi. Að því loknu fluttu Sigurlaug Hauksdóttir og Einar Þór Jónsson erindi: Hver er staða hiv-jákvæðra í dag? Hvað hefur breyst á 20 árum? Hver er framtíðin? Hvernig viljum við að Alnæmissamtökin starfi? Fundur NordPol, alnæmissamtaka Norðurlandanna, var haldinn á sama tíma á sama stað, þannig að unnt var að samnýta tímann og hitta fólk frá systkinasamtökum okkar. Gestir frá hinum Norðurlöndunum voru alls átta og þeir áttu ekki orð yfir okkar fallega land og léttleika okkar íbúanna! Þótt veðurguðirnir hafi ekki verið í allra besta skapi! Einar Þór Jónsson

x

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi
https://timarit.is/publication/1509

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.