Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2007, Page 19
S Afstaða mín frá byrjun var sú að sýna aldrei
vorkunnsemi heldur reyna að veita umhyggju. Það má ekki
vorkenna sjúklingum - það á að sýna sjúklingum empathy
en ekki sympathy, ég held að sjúklingum þyki það betra.
Vissulega er þetta erfitt oft á tíðum og sorglegt. Hér áður og
fyrr var vissulega ástæða til að vorkenna þeim er greindust
hiv'jákvæðir. En þessir sjúklingar voru allir hetjur á sinn
hátt og þurftu ekkert á vorkunnsemi að halda.
H Þetta var auðvitað viðhorfið sem maður hafði. Það
þurfti að stappa stáli í fólk og gefa sjúklingum einhverja von.
Yfirleitt reyndum við að benda á björtu hliðarnar. Oft á tíðum
var maður í þeirri einkennilegu stöðu að tala annars vegar
út til þjóðarinnar í gegnum fjölmiðla, þá var þetta afskaplega
hættulegur sjúkdómur, en hins vegar þegar maður horfðist í
augu við einstaklinginn sem var með sjúkdóminn þá varð að
snúa við blaðinu. En þetta er rétt hjá Sigurði, okkar hlutverk
er ekki að leggjast á sorgarsveifina heldur að reyna að sjá
möguleikana. Bjóða upp á það sem við höfum og höfðum
og frá upphafi höfðum við ýmsa möguleika, til dæmis
möguleika til þess að hindra fylgisjúkdóma, í einhvern tíma
að minnsta kosti.
Hræðslan tók á sig ýmsar myndir
S Ég get fullyrt að við, smitsjúkdómalæknarnir,
vorum aldrei hræddir og ég held sannast sagna að við sem
vorum að sinna hiv-jákvæðum höfum frá byrjun barist gegn
ótrúlegum fordómum með kjafti og klóm. I orðsins fyllstu
merkingu gekk ýmislegt út yfir gröf og dauða. Umstangið,
til dæmis við andlát alnæmissjúklings, var með ólíkindum!
Notuð var sérstaklega útbúin stálkista, krufningar voru
helst ekki framkvæmdar og starfsmenn voru í þessum
margumtöluðu kafarabúningum.
H Það var svo margt sem gerðist í kringum þetta,
eins og vill verða þegar gripið er til yfirdrifinna aðgerða eins
og kafarabúningarnir voru merki um og þá fóru menn að
gera mistök. Ég varð til dæmis vitni að því að að einmitt
undir slíkum kringumstæðum voru menn að brjóta glös á
rannsóknarstofunni af því að þeir voru að gera eitthvað öðru
vísi en venjulega. Á rannsóknarstofunni átti allt í einu að
nota sérstaka skilvindu fyrir blóð úr hiv-smituðum og þá
kom í ljós að þessi skilvinda virkaði ekki eins og hinar og var
skjöktandi fram og til baka, þannig að öll glösin brotnuðu.
Þetta olli þvílíku uppistandi! Þegar fólk var að taka blóð þá
var það til dæmis þannig uppáklætt að það sá varla hvað það
var að gera, þetta var nú ekki raunveruleg smitgát! En ég held
að það sé rétt hjá Sigurði að við, smitsjúkdómalæknarnir,
höfum vitað miklu meira um smitleiðir sjúkdómsins en
flestir aðrir.
S Við höfðum aldrei minnstu ástæðu til að óttast
nokkurn skapaðan hlut, það kom ekki einu sinni upp í huga
manns.
H Það var alveg ljóst frá upphafi að um smitsjúkdóm
var að ræða. Sjúkdómurinn virtist hegða sér faraldsfræðilega
séð mjög svipað og lifrarbólga B og það var sjúkdómur sem
maður þekkti mjög vel og vissi nákvæmlega hvernig ætti að
gæta sín gegn, til dæmis að vera ekki að fá blóð í sár og annað
þvíumlíkt, þannig að allar upplýsingar sem við höfðum
bentu til þess að venjuleg og eðlileg smitgát skyldi viðhöfð,
eins og reyndar ætíð ber að gera.
Það var gríðarleg hystería í samfélaginu og ýmsir fengu
þetta bókstaflega á heilann. Ég man eftir ungri stúlku
sem var sjúklingur hjá mér, hún var mikið að velta fyrir
sér möguleika þess, að keypti hún jógúrtdollu, rifi upp
álhlífina og rispaði sig, hvort hún hugsanlega gæti fengið
hiv'smit af því! Það var eiginlega ógerlegt að rökræða þetta
við hana, hvort einhver hiv-smitaður hefði hugsanlega getað
handfjatlað dolluna og hvort hún þá gæti smitast! Það var
margt þessu líkt í gangi.
Rif j /jii 11