Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2007, Qupperneq 27

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2007, Qupperneq 27
Heimsmolan Að segja Pólki Prá hiv Mörgum flnnst afar erfitt að segja fjölskyldu, vinum, vinnuveitanda og vinnufélögum frá því að þeir séu hiv- jávæðir. Flestir ættu að hugsa sig vandlega um hverjum þeir segja frá - og hvenær. Reynsla margra hiv-jákvæðra af því, ætti að geta hjálpað öðrum við þá ákvörðun. Flestir þátttakenda í könnuninni höfðu sagt maka sínum og kærasta eða kærustu frá hiv. Flestir sögðust ekki segja frá vegna þess að það kæmi öðrum ekki við. Aðrar ástæður voru hræðsla við höfnun, baktal, vera litið á sem hiv-jákvæðan - sem er neikvætt og þeir vildu ekki valda öðrum áhyggjum. KynlíP og kynPeróismál Helmingur aðspurðra töldu kynlífu sínu takmörk sett eftir að hafa greinst hiv-jákvæðir, þeir hefðu færri bólfélaga og það væri erfiðara að komast á fast. Margir sögðust upplifa sig hrædda við kynlíf eftir hiv-smit. Yfir helmingur þátttakenda segja bólfélaga sínum frá hiv við fyrstu kynni. Aftur á móti eru um 20% sem sögðust ekki segja einnar nœtur gamni frá. Yfir 67% þátttakenda viðhöfðu eingöngu ábyrgt kynlíf á síðasta ári. Aftur á móti höfðu 27% aðspurðra óábyrgt kynlíf einhvern tímann á síðasta ári og var yngri aldurshópurinn þölmennastur þar. ítali kemur út úr... skóginum Alberto Zabbialini er 28 ára gamall bifvélavirki. Dag einn fór hann á netkaffihús og sló nafnið sitt inn í leitarvél. Hann var orðinn forvitinn að frétta heiman frá sér því að þremur mánuðum áður hafði hann farið að heiman í sjálfsmorðshugleiðingum út af því að hann væri hiv- smitaður og lagðist út úti í skógi í Lígúríu á Norður-Italíu. Hann lifði af berjum og ávöxtum og drakk úr lækjum og hafði lést um tíu kíló. Hann varð ekki lítið undrandi þegar hann sá raðirnar af greinum sem vörðuðu hann: Orvæntingarfull áköll foreldra hans að hann kæmi heim, orðsendingar frá læknum um að hann prófin sem voru gerð sýndu að hann væri við bestu heilsu, fréttir af leit lögreglunnar að honum og heilmikil viðbrögð almennings í bloggfærslum. Markvörðurinn í uppáhaldsfótboltafélagin hans skoraði á hann að koma heim. Hann hringdi heim og talaði við mömmu sína. Hún segist hafa orðið að segja honum tíu sinnum að ekkert amaði að honum. Þetta hefði bara verið ómerkileg pest sem hann hefði náð sér í á ferðalagi í útlöndum. Það er ekki ljóst hvort hann hefur misskilið niðurstöðu rannsóknanna eða verið ranglega greindur upphaflega. HeilsuPar Ríflega helmingur þátttakenda upplifir heilsufar sitt gott eða mjög gott. Yfir 60% fólks undir 35 ára aldri segist vera við góða heilsu. Þeim fækkar síðan sem finnst heilsa sín góð eftir hækkandi aldri, 47% á aldrinum 45-54 ára segja heilsu sína góða. Þátttakendur voru spurðir hvort viðhorf þeirra til heilsuræktar og heilsusamlegs lífernis hefði breyst eftir greiningu hiv. Fólk reykir og stundar líkamsrækt í svipuðum mæli og áður. Aðspurðir sögðust þó borða hollari mat og taka inn meira af vitamínum en áður. í lokin er skemmtilegt að segja frá því að íslensku þátttakendurnir virðast í mörgum þáttum vera sáttari við aðstæður sínar. Þeir finna síður til einsemdar og eru almennt í sterkari tengslum við fjölskyldur sínar en hiv- jákvæðir í nágrannalöndunum. íslenska ánæguvogin mælir hærra meðal hiv-jákvæðra líka! WSW"1-' ■ ^ Ý » \» \ Einar Þór Jónsson

x

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi
https://timarit.is/publication/1509

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.