Tónamál - 01.11.1970, Qupperneq 2

Tónamál - 01.11.1970, Qupperneq 2
RIT FÉLAGS ÍSLENZKRA HLJÓMLISTARMANNA Ritstjóri: Ólafur Gaukur. Ritnefnd: Hrafn Pálsson, Gunnar Egilson, Sverrir Garðarsson, Skafti Sigþórsson. Aósetur: Laufásvegur 40, Reykja- vík, sími 20255. Setning og prentun: Lithoprent hf. í STJÓRN FÉLAGS ÍSL. HLJÓMLISTARMANNA: Formaður: Sverrir Garðarsson. Varaformaóur: Einar B. Waage. Gjaldkeri: Hafliði Jónsson. Ritari: Guðm. Finnbjörnsson. Meðstjórnandi: Einar Hólm Ólafs- son. Varastjórn: Karl Lilliendahl, Katrín Árnadóttir, Pétur Þor- valdsson, Kristján Stephensen, Grettir Björnsson. Trúnaðarmannaráð: Ragnar Bjarnason, Gunnar Egilson, Árni Scheving, Stefán Stephensen, Ólafur Gaukur Þórhallsson, Ingvar Jónasson. Til vara í trúnaðarmannaráði: Sveinn Óli Jónsson, Úlfar Sig- marsson, Jón Sigurðsson (bassi), Árni ísleifsson, Guðmundur Óli Ólason, Ragnar Páll Einarsson. Endurskoðendur: Edwin Kaaber, Indriði Bogason. Til vara: Svavar Halldórsson, Einar Jónsson. Skemmtinefnd til tveggja ára: Einar B. Waage, Karl Liiliendahl, Árni Scheving, Katrín Árnadóttir, Guðmundur Finnbjörnsson, Þur- íður Sigurðardóttir, Hrafn Pálsson. Fjáröflunarnefnd: Elfar Berg, Stefán Jónsson, Helgi Kristjáns- son. FORSÍÐUMYND Forsíðumyndin að þessu sinni er til- heyrandi greininni „Frá Grjóta- þorpi til Great Britain“, og sýnir hljómsveit Björns R. Einarssonar, sem minnzt er á í greininni og lék að Hótel Borg. Á myndinni eru frá vinstri: Vilhjálmur Guðjónsson, Er- win Koeppen, Guðm. R. Einarsson, Björn R., Viðar Alfreðsson, og við píanóið situr Guðjón Pálsson. f tveir hópar Hér hefur göngu sína rit Félags ísl. hljómlistarmanna, sem hlotið hefur nafnið TÓNAMÁL. Eins og öllum mun kunnugt, hefur félaginu vaxið mjög fiskur um hrygg á undanförnum árum, og tala félagsmanna aukizt ört. Ekkert bendir til að í vændum sé nokkuð lát á þeim vexti og viðgangi — miklu fremur hið gagnstæða. Og margir félagsmanna, bæði eldri og yngri, sýna áhuga sinn á málefnum heildarinnar í verki með því að mæta á fundum og láta sig málefni félagsins að öðru leyti nokkru skipta. Þetta er auðvitað vel. Hinir eru þó, því miður, fleiri, sem ekki gefa gaum að sam- tökum sínum sem skyldi, og láta iðulega sem vind um eyrun þjóta hina ýmsu þætti félagsmálanna, sem þó eru auðvitað hags- munamál hvers og eins félagsmannsT Þeir hugsa kannski sem svo: „Það er bezt að láta þá á skrifstofunni pæla í þessu félags- stappi“. Til þannig þenkjandi félagsmanna á blað þetta talsvert erindi með ýmsum upplýsingum varðandi félagsmálin, ásamt með öðru léttara efni um félagana sjálfa. Hinn hópurinn, virki hópurinn, sem mætir á fundum og tek- ur þátt, er þó sem betur fer allstór. Sá hópur mun vonandi hafa nokkuð gagn og e. t. v. einnig ánægju af blaði þessu. Og þá er kominn mergurinn málsins, og verðugur höfuðtil- gangur þessa blaðs, nefnilegafað sameina hópana tvo, gera úr þeim einn stóran og sterkan hop, sem stendur saman um félags- málin og tekur virkan þátt í útgáfu félagsblaðsins, eftir því sem efni standa til. Takist þetta, þó ekki verði nema að nokkru leyti, er bæði fé og tíma vel varið í útgáfustarfsemina.J Við verðum að fá báða hópana til að leggjast á eitt — að- stoða okkur við útgáfu félagsblaðsins með því að senda myndir, sem eiga erindi í rit sem þetta (af hljómsveitum, gömlum og nýjum, svo og hvers konar viðburðum þessu tengdum), skrifa greinar, eða gefa upplýsingar. Skrifstofa félagsins mun veita þessu viðtöku, og TÓNAMÁL munu verða þeim mun íjöl- breyttara blað, sem afraksturinn af þessari áskorun verður ríku- legri. í þeirri von að svo verði, hleypum við TÓNAMÁLUM af stokkunum. — Ó. G. 2 TÓNAMÁL

x

Tónamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tónamál
https://timarit.is/publication/1511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.