Tónamál - 01.11.1970, Qupperneq 5
Sverrir Garðarsson,
formaður F. (. H.,
gluggar í gamla
pappíra:
Bjarni Böðvarsson.
byrjunin
HVERNIG F. I. H. VARÐ TIL
FRÁ
GRJÖTA-
ÞORPI
TIL
GREAT
Framh. BRITAIN
á þessum sokkabandsárum. Nei, og aftur
nei. Allar stelpurnar í Miðbæjarskólanum
litu á hann eins og minkapels, enda var hann
undramaður og kvikmyndastjarna. Þó var
eins og stjömunni stæði á sama um alla
þessa frægð, enda stefndi hugurinn lengra.
Fjör fer þó fyrst að færast í æðar Viðars,
þegar hann tekur til við trompetinn, þá 16
ára gamall. Verður hinn gamalkunni tromp-
etleikari, Höskuldur Þórhallsson, til að
leiðbeina honum fyrsta kastið.
TIL MOSKVU
Það liður heldur ekki langur tími, unz
Viðar er kominn inn í danshljómsveitir borg-
arinnar. Þegar hann er um tvítugt er hann
kominn í hljómsveit Gunnars Ormslevs. En
sú hljómsveit fór til Moskvu og gerði allt
villt í fögnuði, enda skipuð auk Gunnars og
Viðars, þeim Árna Elfar, Sigurbirni Ing-
þórssyni og Guðjóni Inga Sigurðssyni, en
söngvari var Haukur Morthens.
Önnur afbragðs hljómsveit, sem hann lék
í á þessum árum, var hljómsveit Björns R.
Einarssonar. Þar voru á ferð auk þeirra
Björns, þeir Vilhjálmur Guðjónsson, Guð-
jón Pálsson, Guðmundur R. Einarsson og
Erwin Koeppen. Myndu margir þeir, sem
komnir eru yfir þrítugt, fagna því, ef slíkar
hljómsveitir stingju upp höfðinu á ný, enda
topp-menn í hverju sæti.
TVÖ ÁR í HAMBORG
Þegar hér er komið sögu, eða árið 1959,
þá tekur Viðar sig upp og fer til Þýzkalands.
Dvelur hann næstu tvö árin við nám í Ham-
borg, og nýtur þar beztu fáanlegrar kennslu.
Síðan kemur hann heim og leikur fyrsta
trompet í Sinfóníuhljómsveit íslands, en á
sama tíma er núverandi fyrsti trompet sveit-
arinnar við lokanám erlendis. Á næsta starfs-
ári er Viðari boðin þriðja trompetleikara
staðan við Sinfóníuhljómsveitina, en það
gerði hann sér ekki að góðu, svo hann kú-
vendir sínu kvæði í kross og fer til áfram-
haldandi náms í London.
Viðar innritast þar í Guildhall School of
Music and Drama og gerir svo stóra breyt-
ingu á stefnu sinni skömmu síðar. Hann
leggur trompetinn á hilluna og tekur til við
Valthorn, eða franskt horn, eins og flestir
munu kalla það.
HÆSTA PRÓF
Til að segja langa sögu á stuttan hátt, þá
er Viðar við þennan sama skóla í 4 ár, og
Framhald á bls. 15
A árunum eftir 1930 var kreppa á ís-
landi. Alþýða manna bjó við bág kjör. í
Reykjavík einni voru á sjötta hundrað
verkamenn atvinnulausir, en þá var íbúa-
tala Reykjavíkur um 28 þúsund.
Aðsteðjandi erfiðleikar þjöppuðu al-
þýðu landsins saman.
Baráttan var hörð á þessum árum.
Núverandi forseti Alþýðusambands ís-
lands, Hannibal Valdimarsson, barðist
í flæðarmálinu í Súðavík og atvinnu-
rekendur fluttu hann með valdi frá
Bolungavík til ísafjarðar. Á götum
Reykjavíkur ríkti hernaðarástand svo
jaðraði við borgarastyrjöld. Tala með-
lima Alþýðusambandsins jókst um
helming og fjölmörg stéttarfélög voru
stofnuð.
ÚTLENDINGAVANDAMÁLIÐ
Það hlaut að koma að því að hljóm-
listarmenn stofnuðu með sér félag, erf-
iðleikarnir voru af sama toga og ann-
arra og þó ívið meiri, útlendingavanda-
málið var aðal baráttumálið fyrstu 15
árin. íslenzkir hljómlistarmenn máttu
búa við þá smán, í sínu eigin landi að
þurfa að víkja af vinnustað í miðju
starfi, ef útlendur losnaði annars staðar.
Það var því engin tilviljun að fyrsta
tillagan, sem borin var fram á fundi
í F. í. H., var svohljóðandi:
„Vegna þess hvað útlendir hljóð-
færaleikarar hafa tekið mikla vinnu frá
íslenzkum, bannar félagið hér með
meðlimum sínum að spila á móti út-
lendingum nema fyrir fullt gjald sam-
kvæmt gjaldskrá félagsins".
Það undrar víst engan að flutnings-
maður tillögunnar var enginn annar
en Bjarni Böðvarsson. Hann varð strax
í upphafi hinn sjálfkjörni foringi.
SKRIFAÐ BRÉF
Þórhallur Árnason cellóleikari hafði
verið starfandi hljóðfæraleikari í Kaup-
mannahöfn og Hamborg í rúman ára-
tug og var meðlimur í stéttarfélögum
hljómlistarmanna í báðum löndunum,
hafði hann töluverða reynslu af veru
sinni þar.
Fyrri hluta febrúarmánaðar árið
1932 skrifuðu þeir félagar, Bjarni og
Framhald á bls. 15
TÓNAMÁL 5