Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2004, Page 5
Maríus
M a r í u s s v e r r i s s o n k e M u r f r a M á ú t g á f u t ó n l e i k u M
á o p n u n a r h á t í ð h i n s e g i n d a g a í l o f t k a s ta l a n u M
f ö s t u d a g i n n 6 . á g ú s t, k l . 2 1
h a n n s k e M M t i r e i n n i g á s v i ð i h i n s e g i n d a g a
í l æ k j a r g ö t u l a u g a r d a g i n n 7 . á g ú s t
það gneistar af Maríusi þegar hann treður upp á sviði. Það vita allir sem hafa séð
hann og heyrt. Hann byrjaði kornungur að syngja og dansa, var aðaldriffjöður
draggsýninganna á Moulin Rouge við Hlemm í upphafi tíunda áratugarins, en hélt
skömmu síðar suður til Evrópu í söngleikjanám. Maríus hefur átt sitt hreiður í
Austurríki og Þýskalandi síðastliðinn áratug og er á góðri leið með að verða stórt
nafn í söngleikjaheimi þýskumælandi þjóða. Meðal annars hefur hann tekið þátt í
uppfærslum á Cabaret, Sound of Music, Kiss me Kate, Moses og La Cage aux
Folles. Túlkun Maríusar á Jim Farrell í söngleiknum Titanic – Das Musikal, sem sýnt
var í Hamborg nýverið, féll höfundinum, Maury Yeston, svo vel í geð að hann
samdi aukadúett fyrir Maríus og mótleikkonu hans.
Maríus hefur nýlokið við fyrstu sólóplötuna sína, Mobile, sem hann hefur unnið
í félagi við ítalska gítarleikarann Andrea Dessi. Á útgáfutónleikunum í Loftkast-
alanum 6. ágúst mun Maríus flytja lög af plötunni með valinkunnum íslenskum
hljóðfæraleikurum.
Maríus – Velkominn á svið Hinsegin daga!
icelandic musical star Maríus sverrisson studied at the best schools of europe for
performing arts. he has acquired a name in the german speaking musical world
with parts in shows like Cabaret, sound of Music, kiss me kate, Moses and la
Cage aux folles and he made a lasting impression as jim farrell in the musical
titanic in hamburg. We are proud to present Maríus at the open air concert on
saturday 7 august. he will also present his new solo-album Mobile at the reykjavík
gay pride opening ceremony in loftkastalinn theatre friday 6 august, at 9 p.m.
5