Hinsegin dagar í Reykjavík - Dagskrárrit - ágú. 2004, Blaðsíða 27

Hinsegin dagar í Reykjavík - Dagskrárrit - ágú. 2004, Blaðsíða 27
Það var sumarið 1984 að ég tók þátt í leiksýningu hjá Stúdentaleikhúsinu sem sett var upp í Stúdentaheimilinu við Hringbraut, í salnum þar sem Bóksala stúdenta er núna. Þetta var leikritið Láttu ekki deigan síga, Guðmundur eftir Hlín Agnarsdóttur og Eddu Björgvins. Málin æxluðust þannig að ég fékk hin og þessi smá- hlutverk í leiknum og í einu þeirra var ég settur í nælonsokkabuxur og með hárkollu ásamt tveimur öðrum. Dragg- drottningar í einar fimm mínútur af leiknum. Mér fannst þetta allt svolítið skrýtið, en það létti mér lífið að leik- stjórinn, Þórhildur Þorleifsdóttir, dáðist mikið að því hvað ég hefði fallega fót- leggi í sokkabuxunum. Mikið hrós frá konu sem er þekkt fyrir að segja sína meiningu. Leikritið var um mann sem var óskaplega upptekinn við að leita að sjálfum sér. Í endalausri leit og sjálf- skoðun. Og einn kaflinn í naflaskoðun Guðmundar var að „gerast“ hommi. Á fyrstu æfingunum ræddum við um efnið og túlkunina og ég man að höfundarnir og leikstjórinn voru þá að ræða um samkynhneigð. Það var allt á þeim nótum að þetta væri nú eitt af því sem fólk prófaði stundum í leit að sjálfu sér, en væri svo sem ekkert meira, fólk ætti bara eftir að finna sjálft sig – í einhverju öðru. Þannig var frjáls- lyndistónninn á þessum árum. Mér fannst rosalega erfitt að sitja undir þessu því að ég hélt að í þessum hópi ætti ég von um að finna skilning. Því ég hafði það á hreinu að ég var hommi. Ég var heldur ekki sá eini í hópnum, það voru fleiri strákar þarna í kringum sýninguna eins og ég, eins og svo oft í kringum leikhús. En við sögðum aldrei neitt um það hverjir við vorum. Allt um það, í sokkabuxurnar fór ég og svo sungum við þrír okkar söng: að vera heteró, að vera hómó, að vera bí-bí, þrí-þrí eða sódó, það skiptir engu, en er þó málið, að koma úr felum, að koma úr felum. að vera kona, að þora að vona, að vera hinsegin eða bara svona, það skiptir engu, en er þó málið, að koma úr felum, að koma úr felum. Ég gleymi aldrei kvöldinu þegar mamma og vinkonur hennar komu til að sjá leikinn. Mamma kom til mín eftir sýninguna til að þakka fyrir sig og sagði þessi ógleymanlegu orð: „Ó, mér fannst þú alveg frábær hommi, Þór- hallur!" Þetta var nokkrum árum áður en ég kom úr skápnum gagnvart foreldrum mínum. By the way, mömmu finnst ennþá að ég sé alveg frábær hommi. thórhallur vilhjálmsson is an ex-butler, moun- tain guide, teacher and marketing executive, and presently works as business consultant. in 2000 he wrote the memoir The Pigs Butler and had excerpts published in us magazines such as Talk Magazine and newspapers in the us and uk. here thórhallur recalls the time he participated in an amateur student theater in the early 80's. in a short scene of the play he appeared in drag and his mother comple- mented his excellent realistic “portrayal“ of a homosexual. this was some years before he came out to his parents. M Ö R G E R V I S K A N Undir venjulegum jakkafötum engin nöfn, engar tilfinningar, engin ástúð – ekki neitt. er sambandið milli kynvillinga alltaf svona ópersónulegt? nei. flest slík sambönd eru ennþá ópersónulegri. vitan- lega er til fjöldi afbrigða en þau eiga eitt sameiginlegt. áherslan er á limnum en ekki manninum ... lauslætið er eitt höfuðeinkenni kynvillunnar. sumir kynvillingar klæðast sokkabeltum undir öðrum fatnaði og þeir sem eru vel í holdum, notfæra sér þá maga- beltin. nokkrir þeirra ganga svo langt að klæðast kvenmannsfötum innan undir venju- legum jakkafötum. David Reuben: Allt sem þú hefur viljað vita um kynlífið, 1969 Sjúkdómar og mannamein horfur á lækningu fara mjög eftir viðhorfi og áhuga þess sem læknismeðferðina hlýtur... Meirihluti þeirra kynvillinga sem eru alvarlega hugsandi yfir ástandi sínu og vilja vinna að því að bæta það, öðlast eðlilegri viðhorf gagnvart hinu kyninu. H.G. Ginott: Uppeldishandbókin – foreldrar og táningar, 1971 Boli, boli bankar á dyr en þeir kynvillingar sem búa saman í sátt og samlyndi? þeir eru sannarlega vandfundir. og þetta með „sátt og samlyndi“ er ósann- að mál. Þegar hjón rífast sem heiftarlegast þá er slíkt eins og ástríðuríkasti ástaróður í samanburði við samræðurnar, sem „bolinn“ og „drottningin“ hafa hvort við annað að búa saman? já, slíkt þekkist. í sátt og sam- lyndi? tæplega. david reuben: allt sem ú hefur viljað vita um kynlífið, 1969 Sumir hafa stjórn á sér Þeir þurfa að fá jákvæða fræðslu, en vita ekki hvar hana er að finna ... hafa allir kynvill- ingar í frammi kynmök? nei. sumir hafa næga stjórn á sér ... sumar lesbíur sem fyrir- líta karlmenn, hafa ánægju af að vekja kyn- löngun hjá karlmanni og refsa honum svo með því að vísa honum á bug ... ringlaðir og fullir lífsleiða vegna galla sem þeir eiga enga sök á, óska þeir þess í örvæntingu að verða „eins og allir aðrir“. Ann Landers: Táningabókin, 1969 Alveg frábær hommi Þ ó r h a l l u r v i l h j á l m s s o n

x

Hinsegin dagar í Reykjavík - Dagskrárrit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hinsegin dagar í Reykjavík - Dagskrárrit
https://timarit.is/publication/1512

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.