Hinsegin dagar í Reykjavík - Dagskrárrit - ágú. 2004, Blaðsíða 13

Hinsegin dagar í Reykjavík - Dagskrárrit - ágú. 2004, Blaðsíða 13
Nafngiftin er ekki tilviljun. Auðvitað heitir hún í höfuðið á Heklu, hljóðlát og þokkafull framan af degi, en færist í aukana svo um munar á sviðinu eftir sólsetur. Hin íslensk-ameríska Heklína er engu lík, heldur ekki í Kaliforníu þar sem hún hefur gert garðinn frægan um árabil. Enginn dragg-klúbbur í San Francisco á sér lengri og glæsilegri sögu en Trannyshack og aðalaðdráttarafl klúbbsins er Heklína, óútreiknanleg, kjaftfor og fyndin. List hennar sameinar bæði lágkúru og hámenningu á þann hátt sem vatnsheldar drottningar kunna öðrum betur. Þrátt fyrir blendið geð og meintan kvikindishátt er Heklína með afbrigðum hjartagóð, og fáir á hennar lengdargráðu hafa lagt góðgerðarmálum lið af annarri eins atorku. Svo mjög hefur Heklína glatt geð íbúa San Francisco að stjórn borgarinnar hefur helgað henni og fegurstu fótleggjum borgarinnar sérstakan dag ár hvert, Heklina´s Day – 20. febrúar Heklína skemmtir á útitónleikum Hinsegin daga í Lækjargötu laugar- daginn 7. ágúst ásamt þremur af stjörnum Trannyshack – þeim Putanescu, Kennedy og Fauxnique. Þær koma einnig fram á opnunarhátíð Hinsegin daga í Loftkastalanum, föstudags- kvöldið 6. ágúst kl. 21. heklina, of icelandic origin and named after our unpredictable volcano, is the hostess, producer, and creator of trannyshack, san francisco’s longest running drag performance night club, now in it’s eighth year of shocking and delighting audiences. defying all expectations, trannyshack incorporates everything from low brow trash to high brow performance art, and has become famous (or, infamous) worldwide as the quintessential san francisco experience. no visit to the City is complete without a stop at trannyshack. the club has been featured in out (which named it one of the top 10 reasons to move to san francisco), genre, and paper magazine and has won numerous Best of the Bay awards. at trannyshack heklina keeps a tight rein on the chaos with her unflappable humor and sparkling wit. We are proud to present heklina among the performers at the open air concert in reykjavík, saturday 7 august along with three outstanding trannyshack celebrities, putanesca, kennedy, and fauxnique. the sisters are also performing at the reykjavík gay pride opening ceremony at loftkastalinn theatre friday 6 august, at 9 p.m. 13HEKLÍNA

x

Hinsegin dagar í Reykjavík - Dagskrárrit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hinsegin dagar í Reykjavík - Dagskrárrit
https://timarit.is/publication/1512

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.