Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2004, Blaðsíða 22

Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2004, Blaðsíða 22
Heimsþing InterPride í Reykjavík Heimsþing InterPride fer fram á Hótel Nordica í Reykjavík dagana 7.–10. október nk. InterPride er alþjóðasamtök skipuleg- gjenda Gay Pride hátíða, en sam- tökin voru stofnuð í Bandaríkjunum árið 1982. Um 120 Gay Pride hátíðir eru aðilar að InterPride og sækja um tuttugu milljónir manna hátíðir á þeirra vegum ár hvert, í 24 þjóðlöndum í sex heimsálfum. Á heimsþingum InterPride, sem alltaf eru haldin í október, sækja fulltrúar á þinginu alls kyns „vinnustofur“ og fyrirlestra, þar sem farið er yfir þau fjölmörgu atriði sem fylgja því að skipuleggja og halda Gay Pride. Hinsegin dagar í Reykjavík sóttu um það á heimsþinginu í San Francisco árið 2002 að fá að halda þingið árið 2004 og var sú umsókn samþykkt með miklum meirihluta atkvæða. Þetta verður í annað skipti sem heimsþingið er haldið í Evrópu en það var haldið í Glasgow árið 1999, sama ár og Hinsegin dagar gengu í InterPride. Frekari upplýsingar um heimsþingið er að finna á http://interpride.disill.is The InterPride World Conference 2004 will take place at the Nordica Hotel 7–10 October. InterPride is an international organization of gay pride organizers and meets annually in October. Today there are 120 member organizations in Inter- Pride, which organizes Prides attended by 20 million people in 24 countries and six continents every year. The Reykjavík Gay Pride bid for hosting the conference in 2004 was approved at the San Francisco conference in 2002. This will be the sec- InterPride World Conference 2004 in Reykjavík ond time the conference takes place in Europe, the first being Glasgow in 1999. At InterPride conferences delegates go to various workshops and lectures on how to organize Pride from A-Z and select the international theme for the follow- ing year. Between 150–200 delegates from all around the world will attend the World Conference in Reykjavík. To learn more about the conference go to: http://interpride.disill.is Viltu vera með atriði í gleðigöngunni? Atriðum í gleðigöngunni hefur fjölgað ár frá ári og mörg hver hafa verið ein- staklega glæsileg. Til þess að setja upp gott atriði er mikilvægt að hugsa málin með fyrirvara. Góð atriði þurfa ekki að kosta mikla peninga. Gott ímyndunar- afl og liðsstyrkur vina og vandamanna dugar oftast nær. Hinsegin dagar eru með verkstæði miðsvæðis í Reykjavík. Þar geta allir sem eru að setja saman atriði saumað og smíðað og nýtt sér það skraut sem er á boðstólum hverju sinni. Þau sem geta lagt til verkfæri, saumavélar og svo framvegis, vinsam- legast hafið samband við okkur. Þátttakendur sem ætla að vera með formleg atriði í göngunni verða að tilkynna það til Hinsegin daga fyrir 1. ágúst. Hægt er að skrá atriði á heimasíð- unni, www.this.is/gaypride, eða með því að senda tölvupóst á vestur@ vortex.is Einnig má hafa samband við göngu-stjórana, Katrínu í síma 867 2399 og Guðbjörgu í síma 865 3390, eða Heimi Má framkvæmdastjóra í síma 862 2868. Byrjað verður að raða göngunni upp við lögreglustöðina á Hlemmi kl. 13, laugardaginn 7. ágúst og þeir þátttak- endur sem eru með atriði verða skil- yrðislaust að mæta á þeim tíma. Gangan leggur stundvíslega af stað kl. 15 og bíður ekki eftir neinum. Do you want a float or space in the Parade? the reykjavík gay pride Workshop this year is located centrally in reykjavik. there you can build your float or make your costumes. those who want to present a number in the parade, please register before 1 august. one can register on the web site www. this.is/ gaypride under “gangan“, or send an e-mail to: vestur@vortex.is please inform us how many people participate in your number and whether it includes a float or a car. We also need the name, address and phone number of the responsible contact person. participants, please meet at 1 p.m. saturday 7 august by the police station at hlemmur. the parade starts at 3 p.m. 22

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.