Hinsegin dagar í Reykjavík - Dagskrárrit - ágú. 2004, Blaðsíða 34

Hinsegin dagar í Reykjavík - Dagskrárrit - ágú. 2004, Blaðsíða 34
H e i m i R m á R P É t u R s s o n V i Ð t a l V i Ð HRafnHildi gunnaRsdóttuR Hún þekkir skápinn illræmda aðeins af afspurn, var eiginlega aldrei inni í honum sjálf. þrettán ára gömul eignaðist hún sína fyrstu „kelikærustu“ og þegar hún var sextán ára velktist enginn í vafa um hver hún var. Hún var sjálfstæð ung kona sem þekkti eigin tilfinningar. Það var þó ekki sjálfgefið að ungar lesbíur hefðu for- sendur til að vera svo öruggar með sjálfar sig á þeim tíma. Samtökin ´78 voru bara tveggja ára og skipulögð réttindabarátta samkynhneigðra á Íslandi að stíga sín fyrstu skref. Samfélagið var gegnsýrt af ranghugmyndum og fordómum um sam- kynhneigða sem almennt voru kallaðir kynvillingar, álitnir veikir eða í besta falli einhver undarlegur útúrdúr í sköpunar- verkinu. Hrafnhildur Gunnarsdóttir eða Hrabba skrifaði ekki undir það. Hún var alltaf staðráðin í að vera hún sjálf og biðj- ast ekki afsökunar á því að vera til. Hrabba er fædd í Reykjavík árið 1964 og alin upp í Hlíðunum. Eftir stúdentspróf frá Menntaskólanum við Hamrahlíð leitaði hugurinn út fyrir landsteinana. Hún vildi fara til Kaliforníu í Bandaríkjunum og þá urðu margir vinir og vandamenn undr- andi, enda var hún frekar félagshyggju- sinnuð. Mörgum fannst eins og Danmörk myndi eiga betur við hana og að hún væri því að fara í vitlausa átt þegar hún tók stefnuna á nám við University of California í Berkeley. „Þar byrjaði ég í fornámi fyrir fjölmiðlafræði en sá fljótlega að ég myndi ekki nenna að verða blaðamaður eða eitt- hvað slíkt, í því umhverfi sem bandarískir fjölmiðlar buðu upp á. Ég spilaði hins vegar í fótboltaliði skólans og það var mjög gaman,“ segir Hrabba. Hún færði sig fljótlega yfir í kvikmyndadeild Art Institute í San Francisco, með millilend- ingu í Californian Arts and Crafts. En hvers vegna San Francisco? „Það var orðspor borgarinnar sem réði því og líka það að Berkeley var þekktur sem róttækur háskólabær, t.d. í mót- mælunum gegn Víetnam-stríðinu og í baráttunni fyrir tjáningarfrelsinu. En þegar ég var komin þangað leist mér ekkert á bæinn. Hann stóð ekki lengur undir nafni og nemendurnir í skólanum íhaldssamir. Gay ímyndin sem fylgdi San Francisco hafði líka mikið um það að segja að ég vildi fara þangað. Ég hafði heyrt og lesið um Tom Ammiano og Harvey Milk sem báðir urðu heimsfrægir fyrir baráttu sína fyrir mannréttindum samkynhneigðra og Amiano er enn í borgarstjórn San Francisco.“ Saga Hröbbu er um margt sérstæð 34

x

Hinsegin dagar í Reykjavík - Dagskrárrit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hinsegin dagar í Reykjavík - Dagskrárrit
https://timarit.is/publication/1512

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.