Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2004, Blaðsíða 35

Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2004, Blaðsíða 35
því hún tilheyrir sennilega fyrstu kynslóð lesbía á Íslandi sem brjótast almennilega út úr þögninni. Auðvitað voru aðstæður þeirra aðrar en kvenna sem eru áratugnum eldri eða meira. Hvers vegna heldur Hrabba að henni hafi reynst svo auðvelt að gangast við tilfinningum sínum og koma út strax á unglingsárum? Neitaði snemma að fara í kjól „Ég veit það ekki. En ég var alltaf strákastelpa. Á tímabili var það mér til trafala og mér fannst jafnvel að ég ætti að vera strákur. Ég var víst bara þriggja ára þegar ég neitaði í fyrsta skipti að fara í kjól. þegar ég var að komast á unglingsár var kvennabaráttan hins vegar upp á sitt besta og rauðsokkurnar á fullu. Mér var aldrei strítt. Við erum bara tvö systkinin og bróðir minn er tólf árum eldri en ég, svo að ég stóð mikið ein. Auðvitað var ég aldrei nógu kúl til að vera í klíku með mestu skvísunum, spilaði frekar fótbolta með strákunum,“ segir Hrabba og glottir. Og eins og gengur eignaðist hún líka kærasta á unglings- árunum. „Ég eignaðist fyrsta kærastann minn þegar ég var fjórtán ára og hann sagði einhvern tíma við mig: „Þú verður örugglega lesbía, Hrabba.“ Og ég var alveg sátt við það.“ Það gat stundum komið sér vel að vera stráksleg stelpa. „Þegar ég var ellefu ára seldi ég blöð eins og margir aðrir krakkar. Það var oft æsingur í röðinni fyrir utan dreifingarstöðvarnar því allir vildu verða fyrstir til að fá blöðin sín til að geta byrjað að selja á undan hinum. Einu sinni beið ég í röð eftir blöðum og þurfti að bregða mér snöggvast út úr röðinni. Ég bað strák sem var fyrir aftan mig að gæta að staðnum mínum. Þegar ég kom til baka og fór aftur í röðina voru ekki allir sáttir við það, en þá sagði strákurinn sem hafði verið á vaktinni fyrir mig: „Hann stóð hérna áðan.“ Þá spurði einn strákurinn hvað ég héti. Ég hugsaði mig um smá- stund og svaraði svo að ég héti Hrafn. Eftir þetta hét ég Hrafn í þessum kreðsum og átti fyrir vikið mun auðveldara með að komast áfram í dagblaðabisnessinum.“ Einn af nágrönnum okkar sagði líka einu sinni við mömmu: „Það hefur eitt- hvað farið úrskeiðis þegar þú bjóst hana til þessa. Hún lítur út eins og strákur og leikur sér eins og strákur.“ Hrabba segir að þetta hafi ekki haft mikil áhrif á mömmu hennar. „Foreldar mínir hafa alltaf staðið við bakið á mér. Þau hafa stutt mig eins og íslenskir foreldrar gera án þess að hafa um það mörg orð.“ Það eru liðin tæplega tuttugu ár frá því Hrabba hélt til Bandaríkjanna. Hún lauk kvikmyndanámi árið 1989 og hefur síðan unnið fyrir sér sem klippari eða kvikmynda- tökumaður í hinum fjölbreyttustu verk- efnum fyrir aðra, en hóf snemma að gera sínar eigin stuttmyndir. Lengst af hefur hún búið í San Francisco fyrir utan tvö ár þegar ástin dró hana til New York. Verkefnin hafa verið mörg en þeirra fræg- ast er sennilega myndin Sex is... frá árinu 1994 sem fjallar um þátt kynlífsins í lífi homma og þá sérstaklega um áhrif alnæmis á það. Einnig má nefna heim- ildamyndirnar Scouts Honor efir Tom Shepard og Seniorita Extraviada eftir Lordes Portillo sem báðar unnu til verðlauna á hinni virtu Sundance Film Festival, svo og leiknu kvikmyndirnar Technolust og Conceiving Ada eftir Lynn Hershman með Tildu Swinton í aðalhlutverki. Þá vann Hrabba sem kvik- myndatökumaður og klippari á Stöð 2 1995 og 1997. „Ég fór líka sem kvikmyndatökumaður til Rúanda og tók þátt í að gera fyrstu leiknu kvikmyndina á tungumáli lands- manna, en hún fjallaði um alnæmi og öruggt kynlíf. Þetta var árið 1990 og ég fann fljótlega á mér að eitthvað mikið var að gerast þar. Tveimur dögum eftir að ég kvaddi lokaðist landið og forleikurinn hófst að borgarastyrjöldinni með fyrstu fjöldamorðunum á Tútsum. Nokkru síðar var forseti landsins myrtur og borgarastyrj- öld braust út. Það var mjög ógeðfelt að fylgjast með leifum nýlendustefnu Belga í Rúanda. þegar þeir hurfu úr landinu studdu þeir Tútsa til valda og það sættu Hútúar sig illa við. Af öllum þeim löndum sem ég hef ferðast til á ferli mínum held ég að mér hafi hvergi liðið beinlínis illa nema þar og ég var þeirri stund fegnust þegar ég komst burt. Í Rúanda komumst við að því að al- næmi var ekki stærsta heilbrigðisvanda- málið. Vannæring, lömunarveiki og malaría voru líka mjög útbreidd. Einnig fylgdumst við með rannsóknarhópi sem rannsakaði smit á milli mæðra og fóstra í móðurkviði. Sérfræðingarnir komust að mjög merkilegri niðurstöðu sem síðar varð vel þekkt. Mörg barnanna sem smituðust af mæðrum sínum og fæddust HIV-jákvæð hættu síðan að vera jákvæð og veiran hvarf úr líkama þeirra eftir fæðinguna. Frá San Francisco til Líbanon Eftir að hafa unnið fyrir aðra og gert fjölda stuttmynda á eigin vegum var löng- unin til að gera eigin mynd í fullri lengd orðin sterk. Corpus Camera leit dagsins ljós árið 1999, en hana gerði Hrabba í félagi við Sigurjón Baldur Hafsteinsson. Myndin vakti töluverða athygli þótt ekki væri fyrir annað en viðfangsefnið. „Þegar Corpus Camera kom út var ég þegar byrjuð að vinna að nýjustu mynd- inni minni, Alive in Limbo,“ segir Hrabba. Hún fjallar um líf flóttafólks í Sabra- og Shatila-flóttamannabúðunum í Líbanon og fyrstu tökur á henni hófust árið 1993. Í þessum flóttamannabúðum frömdu ísraelskir hermenn fjöldamorð árið 1982 undir forystu Ariels Sharon, núverandi forsætisráðherra Ísraels, sem þá var hers- höfðingi. Myndin er gerð í anda „Seven Up“ myndanna eftir Michael Apted en við fylgdumst með nokkrum krökkum vaxa úr grasi og hvernig draumar þeirra og vonir breytast á tíu ára tímabili. Það hafði mikil áhrif á mig að koma til Líbanon, allt í einu varð ég meðvituð um það hversu miklum andarabískum áróðri er hellt yfir okkur úr sterkustu fjölmiðlum heimsins, CNN, ABC, CBS og SKY, og hann gjarnan étinn upp af íslenskum fjölmiðlum svo ekki sé talað um Hollywood sem nú hefur útskrifað Rússa úr grýluhlutverkinu og valið araba í staðinn. En Líbanon kom mér skemmtilega á óvart. Hinir ólíku hópar sem þar búa voru hver öðrum gestrisnari og hvergi hef ég mætt jafn mikilli kurteisi og gestrisni. Það var sama hversu fátækt fólkið var, alltaf var manni boðið inn og upp á allt það sem til var matarkyns á heimilinu. Margt þarna minnti mig líka á Ísland. Líbanir eru mjög ættfróðir og spyrja gjarnan hver annan hverra manna þeir séu. Auðvitað mætti margt betur fara í Líbanon, en miðað við þær hörmungar sem dunið hafa yfir þá finnst mér ótrúlegt hvernig lífið gengur sinn gang í stórborginni Beirút. Frænka mín sagði eitthvað á þá leið við mig um daginn að arabar væru svo hefnigjarnir. Ég get svo sem ekki lagt mat á það, en mér þætti fróðlegt að vita hvernig Íslendingar brygðust við ef nágrannaþjóð okkar réðist á Akureyri og myrti ættingja okkar og vini. Við tækjum því varla þegjandi og hljóðalaust.“ Hrabba framleiddi Alive in Limbo með Eriku Marcus. þeim gekk erfiðlega að fjármagna myndina í fyrstu, enda margir áhrifamenn í Bandaríkjunum ekki hrifnir af því að vekja athygli á málstað araba. „Erika er hins vegar mjög dugleg og útsjónarsöm við að afla fjár og að lokum tókst okkur að fá fé frá stofnun sem heitir Independent Television Service og á að sjá til þess að efni sem á undir högg að sækja 35 stRákslega stelPan meÐ kVikmyndaaugaÐ

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.