Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2004, Síða 6

Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2004, Síða 6
Þ U R Í ‹ U R S I G U R ‹ A R D Ó T T I R sló sextán ára gömul í gegn á sviðinu í Lídó þar sem hún kom fyrst fram 13. nóvember 1965. Nokkrum vikum síðar var hún drifin í hljóðver þar sem lagið „Elskaðu mig“ var tekið upp og gefið út. Síðan hófst samstarf hennar við hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar, sem spilaði á Röðli, eina vínveitingastaðnum í borginni sem var opinn alla daga vikunnar utan miðvikudaga, en þeir voru þá „þurrir“ sam- kvæmt reglugerð! Í hljómsveitinni var fyrir stórstjarnan Vilhjálmur Vilhjálmsson og fleiri snjallir tónlistarmenn, sem tóku ungu stjörnunni fagnandi. Hljómsveitin stóð fyrir útvarps- og sjónvarpsþáttum og ferðaðist um landið þvert og endilangt á sumrin. Árið 1969 söng þuríður lögin „Ég ann þér enn“ og „Ég á mig sjálf“ inn á tveggja laga sólóplötu sem sló í gegn og á næstu áratugum starfaði Þuríður með flestum helstu tónlistarmönnum landsins. Alls mun hún hafa sungið um áttatíu lög inn á hljómplötur og geisladiska. Þuríður útskrifaðist vorið 2001 úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands og starfar nú að myndlist. Hinn 17. júní sl. heiðraði Garðabær hana með því að veita henni starfsstyrk listamanna. „Auk þess syng ég það sem mig langar til og þegar mig langar til þess,“ segir hún og fylgir orðum sínum eftir á útitónleikum Hinsegin daga 7. ágúst þegar meðlimir sögufrægra kvennasveita, Ótuktar og Rokkslæðunnar, sameinast þuríði og flytja splunkunýja útsetningu á „Ég á mig sjálf“. Lagið er sígilt og alls ekki á förum eitt eða neitt. Það er og verður! our grand diva of entertainment through forty years, thurídur sigurdardóttir, is among the performers at the open air concert in lækjargata on saturday 7 august with her classical hit „Ég á mig sjálf / i own myself“ accompanied by ótukt and rokkslæðan. Þ Æ R K O M A F R A M M E ‹ Þ U R Í ‹ I Hljómsveitirnar Ótukt og Rokkslæðan eiga sér merka sögu. Ótukt var stofnuð í Síðumúlafangelsinu árið 1997 og á þeim tíma var hún eina hljómsveitin á Íslandi sem spilaði ALLTAF í krumpugalla. Þekktustu lög sveitarinnar eru „Fangelsi, stríð og rimlar“, „Djúbilæum“ og gerð þeirra á hinu sígilda „Ég á mig sjálf“ sem Þuríður Sigurðardóttir leiddi til frægðar á árum áður. Sveitin var lögð niður árið 1999, enda flestir meðlimir hennar þá að reyna að meika það erlendis. Rokkslæð- una þarf vart að kynna, enda hefur hún lengi haldið uppi stuði á ófáum krám landsins og sú var tíðin að hún var eina hljómsveitin á Íslandi sem ALLTAF fékk einhvern úr að ofan. Slæðan sérhæfir sig í hetjurokki, heitri stemmningu og almennum stjörnustælum. Þuríður Sigurðardóttir 7

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.