Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2004, Page 9
Þær eru margar um hituna, en við verðum að horfast í augu við þá
staðreynd að Skjöldur Eyfjörð – Míó – er draggdrottning Íslands.
Hann er sannkölluð „working girl“, búningar, hár og förðun, allt er
þetta frá honum sjálfum komið – og hann gefur allt sem hann á í
verkið! Skjöldur rekur eigin módelskrifstofu, Element Models, auk
þess er hann afbragðs ljósmyndari og eftirvinnsla hans á eigin ljós-
myndum hefur vakið mikla athygli. Af síðustu afrekum Skjaldar í
athafnalífinu má nefna að hann starfar nú sem skemmtanastjóri og
plötusnúður á nýjasta gay-staðnum í Reykjavík, Jóni forseta.
Nýverið hóf Skjöldur svo að enja raddböndin og á hátíðasviði
Hinsegin daga í Lækjargötu mun hann flytja okkur einn af alþjóða-
söngvum samkynhneigðra, „I will Survive“, í glænýrri íslenskri þýð-
ingu Heimis Más Péturssonar.
Meira um lista- og athafnamanninn Skjöld á heimasíðu hans
www.folk.is/skjoldureyfjord
each show of the talented multi-artist skjöldur “Mio“ eyfjord is his
own production, costume, hair and make-up. his own model
agency, element Models, is widely known and he is an excellent pho-
tographer. on top of that he is the entertainment director at
reykjavíks newest gay venue jón forseti. at the open air concert
saturday 7 august Mio will sing one of our gay anthems in icelandic.
Míó
9