Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2004, Page 28

Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2004, Page 28
Árið 1979 voru tveir hommar á Íslandi og tvær lesbíur. Reyndar var bara annar þess- ara íslensku homma staddur hér á landi, hinn var frægur og flúinn til Danmerkur. Af eigin raun vissi ég að lesbíurnar voru tvær og við prísuðum okkur sælar að hafa slysast til að fara í sama menntaskóla þar sem við kynntumst. Einhvern veginn láku út fréttir um að stofnuð hefðu verið hér á landi árið áður Samtökin ´78. Þar með var staðfest að eini homminn hér á landi hlaut að vera hinn sérkennilegasti maður. Hverjum dettur svo sem í hug að stofna um sig samtök? Eftir miklar vangaveltur varð samt úr að ritað var bréf til Samtakanna ´78 með skýrum fyrirmælum um að senda svar í ómerktu umslagi til baka, á heimilisfang ömmu sem vissi ekkert um hvað málið snerist en lofaði að opna umslagið alls ekki. Út úr þessu umslagi datt fréttablað Samtakanna ´78, fjölritaður bæklingur sem svaraði ekki einni einustu spurningu nítján ára lesbíu. Enn er minnisstæðust fréttin um prestinn í Sviss, sem átti undir högg að sækja af því að komist hafði upp um kynhneigð hans. Hið áhugaverðasta mál, en kaldlynd lesbían lét sér örlög þessa manns í léttu rúmi liggja. Í frétta- bréfinu kom einnig fram að Samtökin funduðu reglulega og að allir væru velkomnir. Fundarstaður félagsins reyndist vera kjallarahola í fjölbýlishúsi við Garðastræti. Auðvitað kom ekki til greina að ganga upplitsdjörf inn á fundinn eins og ekkert væri. Þess í stað tóku við endalausir bíl- túrar í kringum húsið á fundartímum og allir sem áttu leið þar um voru skoðaðir í krók og kring. Eitt kvöldið vöktu þrjár stuttklipptar stúlkur mikla athygli og þótti afar líklegt að þarna hefði fjöldi lesbía á Íslandi aukist gríðarlega í einu vetfangi. Enn í dag hef ég enga hugmynd um hvaða stúlkur þetta voru; líklega áttu þær bara heima einhvers staðar í húsinu. Eins gott að þær hringdu ekki á lögregluna þegar ég var búin að aka á eftir þeim um allan bæ. Bíltúrarnir urðu leiðigjarnir og loks var skundað á fund. Þar reyndust vera nokkr- ir hommar, ekki bara einn. Tveir eða þrír töluðu saman og jafn margir sátu úti í horni og flettu blöðum. Guðni Baldursson formaður stýrði fundinum. Hann er stétt- vís maður og hefur alltaf látið sig réttinda- baráttuna miklu varða. Hins vegar stóð nítján ára lesbíu slétt á sama, svona að mestu leyti, og gat ekki fremur en fyrri daginn sett sig í spor presta í Sviss. Á þessum fundi kom hins vegar fram sú athyglisverða staðreynd að tvær konur væru skráðar í Samtökin. Önnur bjó í Breiðholti, en hin í Danmörku, svo í þess- um hópi virtist ástandið svipað og ég hafði gert mér í hugarlund að ríkti hjá hommunum. Á þriðja eða fjórða fundi mættu fleiri, þar á meðal hommar sem buðu umkomu- lausum lesbíum í partý. Og sjá! Þarna voru þá allir hommarnir og meira að segja allnokkrar lesbíur! Heimurinn um- turnaðist og hefur ekki orðið samur síðan. Árið 2004 er erfitt að ímynda sér að einu sinni hafi íslenskir hommar og lesbíur ekki vitað hvert þau áttu að snúa sér eftir stuðningi þegar þau komu út úr skápn- um. Fyrir 25 árum var hvergi minnst á homma eða lesbíur, það var þá einna helst í skammaryrðum og bröndurum. Og þar sluppu lesbíurnar betur, því þær voru alla tíð ósýnilegri, fyrir utan að vera ekki sama heiftarlega ógnunin við heimsmynd- ina og hommarnir. Enda var það lengi vel huggun ungrar lesbíu í sálarkröm að þetta gæti verið svo miklu verra, hún væri þó ekki hommi! Svo rammt kvað að feluleiknum að útvarp allra landsmanna neitaði að birta auglýsingar þar sem orðin „hommi“ og „lesbía“ komu fyrir og bar meðal annars fyrir sig að þau samrýmdust ekki íslenskri tungu, hvað þá blessaðri siðferðiskenndinni. Enginn virtist þó kippa sér upp við notkun orðsins „kynvillingur“, sem þótti fullkomlega boðlegt lengi vel. það var sérkennileg upplifun að standa með mótmælaspjöld í gamla útvarpshús- inu við Skúlagötu og sjá skelfingarsvipinn á þeim sem þar réðu ríkjum þegar þeir þurftu að taka á „kynvillingunum“ í and- dyrinu. Þó að útvarpið og aðrir fjölmiðlar létu sem hér á landi væri ekki nokkur samkyn- hneigður einstaklingur vissi almenningur betur. Og reyndist í alla staði upplýstari og viljugri til að taka málstað samkyn- hneigðra en nokkurn hefði órað fyrir sem eingöngu fylgdist með fjölmiðlum. Sam- tökin ́ 78 gáfu út blaðið úr felum og félag- ar stóðu löngum stundum á almannafæri og seldu ritið. Þetta var stórt skref, því allt í einu voru allir þessir hommar og lesbíur sýnileg, þau stóðu á næsta götuhorni og hrópuðu „Úr felum, úr felum, málgagn Samtakanna ´78!“ Það þótti til dæmis vænlegt að selja fyrir utan Ríkið á föstu- dögum og þrátt fyrir langar og strangar sölulotur fékk ung lesbía aldrei neikvæðar móttökur. Ungir sem aldnir, konur og karl- ar, stoppuðu, spurðu út í blaðið og keyptu. Auðvitað þekktu margir einhverja sam- kynhneigða einstaklinga og rann blóðið til skyldunnar að styðja starf Samtakanna. Kvíðinn, sem sölumaður hafði borið í brjósti til að byrja með, hvarf því fljótt. Sú ágæta uppfinning, að gera hlé á námi í menntaskólum til að hafa þema- vikur af ýmsu tagi, reyndist hópnum happadrjúg. Menntaskólanemar óskuðu gjarnan eftir að fá fulltrúa Samtakanna ´78 í heimsókn til að varpa ljósi á málstaðinn. Enginn vafi er á að þessir fundir opnuðu augu margra, bæði þeirra sem voru að uppgötva eigin samkyn- hneigð og hinna sem höfðu ekki verið nógu upplýstir til að styðja vini sína á þeirri braut. Minnisstæðasti fundurinn var haldinn í Menntaskólanum við Sund. þar mættum við þrjú, skólafélagsfor- maður tók á móti okkur, leiddi okkur einhverja króka og kima og allt í einu stóðum við uppi á sviði frammi fyrir troð- fullum sal – 600 manns fréttum við síðar. Reyndar var þetta eins og framboðsfund- ur, við vorum hvert með sinn hljóðnema og svöruðum spurningum, góðum og vondum. Ég man ekki sérstaklega hvort Einu sinni voru bara tvær lesbíur á Íslandi Ragnhildur Sverrisdóttir 28

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.