Hinsegin dagar í Reykjavík - aug 2004, Qupperneq 33

Hinsegin dagar í Reykjavík - aug 2004, Qupperneq 33
Ný sól, ný sól... Þ ó r h a l l u r v i l h j á l m s s o n Það var árið 1994 að ég söng með félögum úr Mótettukórnum í Skálholti nýtt verk eftir Jón Nordal. Sólarhjartar- kvæði. Þar koma fyrir þessi orð: „Ný sól, ný sól, ný sól.“ Þarna var verið að minn- ast upphaf kristniboðs á Íslandi. Ekki var kristnin mér efst í huga þetta sumar, en samt man ég að þessi tími var svo mikil „ný sól“ fyrir mér. Það var margt að gerast í Samtökunum ´78, réttindabarátt- an var smám saman að taka á sig skýran svip og löggjafarvaldið byrjað að takast á við okkar mál og ég sat í fyrsta skipti í stjórn Samtakanna. Þannig var það. Eiginlega urðu aldamót okkar homma og lesbía hér á landi nokkrum árum á undan hinum eiginlegu aldamótum. 27. júní 1996. Lög um staðfesta sam- vist samkynhneigðra gengu í gildi og við héldum þessa miklu veislu í Borgar- leikhúsinu. Ég man hvað mér þótti vænt um að þessi dagur skyldi verða fyrir val- inu, dagurinn sem Stonewall-uppþotin hófust árið 1969. Ég man sérstaklega hvað mér þótti mikið af prestum þarna, hafði víst ekki búist við þeim þarna. Og svo birtist Vigdís forseti og ég veit ekki hvað! Þetta var skrýtin tilfinning en góð. Mér leið allt í einu eins og í fermingar- veislunni minni í gamla daga, þegar allt þetta fólk kom saman til veislu heima – í tilefni af mér! Í tilefni af okkur! Í Borgarleikhúsinu kom allt í einu yfir mig þessi gríðarlegi andi og áður en ég vissi af var ég staðinn upp, farinn að halda ræðu og ég veit ekki hvað, vitnaði út og suður í ótal ættjarðarljóð. Ég man að ég sagði meðal annars að í dag gæti ég loksins sagt að þetta land væri ekki bara land míns föður, heldur líka landið mitt. Á eftir gekk Vigdís forseti til mín og þakkaði mér fyrir töluna og ég þakkaði henni fyrir að koma og vera með okkur á þessum degi. Um leið spurði hún hvaða merki þetta væri sem ég væri með í barminum og benti á regnbogafánann. Þannig vildi það til að ég fór að útskýra regnbogafánann fyrir forsetanum. Eins og Ísland er þjóð meðal þjóða erum við samkynhneigðir líka þjóð meðal þjóða. Ekkert eitt land, ekkert eitt mál en sameiginleg saga, menning. Stolt og svo fáni ... fáni í öllum regnbogans litum. Næsta dag fór ég inn á öræfi sem jökla- leiðsögumaður og þegar ég stóð á hæsta tindi Kverkfjalla í glampandi sól, þá helltist aftur yfir mig þessi sterka til- finning: Ég bý í allt öðru landi, ég bý við frelsi. Alvöru frelsi. þetta er landið mitt, ekki bara þeirra. Auðvitað er lífið ekki svona einfalt. Að klöngrast yfir regnbogann er ekki auðvelt fyrir neinn, heldur ekki fjallaleiðsögu- menn. Einhvern tíma var ég að horfa á þátt í sjónvarpinu um rómverska leirlist þar sem verið var að hnoða blautum leir ofan í krukku með ákveðnu lagi. þegar leirinn harðnaði var krukkan brotin og eftir stóð leirskúlptúr með sömu lögun og krukkan sem leirnum hafði verið þrýst í. Þetta minnir mig á líf okkar homma og lesbía. Okkur er steypt í mót og þegar það er brotið utan af okkur þá erum við dálítið í laginu eins og mótið. Þó að við eignumst frelsi með löggjöf þá er ekki þar með sagt að við tileinkum okkur strax þetta per- sónulega innra frelsi sem skiptir mann öllu máli. Það tók sjálfan mig lengri tíma en eina veislu í Borgarleikhúsinu að finna mitt eigið frelsi og kannski er ég enn að leita að því. Það tekur okkur homma og lesbíur tíma að losna við lögunina sem þjóðfélagið mótaði mann í. Finna frelsið innra með okkur. Hinsegin daga sem alla aðra daga. on stonewall day 1996 the icelandic gay community entered a new era when the parliament, althingi, passed the regis- tered partnership law. here thórhallur vilhjálmsson compares the “before“ and “after“ realities of being gay in iceland. Á Ö N D V E R Ð U M M E I Ð I Einhvers konar brenglun Ég vil ekki nota orðið „syndsamleg“ um þessa kennd, heldur er hér um að ræða ein- hvers konar brenglun, sjúkdóm, sem við- komandi getur ekki ráðið við. kristin kirkja mun aldrei fordæma neinn fyrir þann sjúkdóm sem hann gengur með. Ég hef fulla samúð með samkynhneigðum, lít ekki niður á þá og styð samtök þeirra að vissu marki. en af áðurgreindum ástæðum mun kristin kirkja aldrei taka upp hjónavígslu samkynhneigðra, því að þá hættir hún að vera kirkja sem byggir á orðum jesú krists. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson í Morgunblaðinu 1999 Jörðin er flöt Margir kirkjunnar menn hafa gegnum aldir haldið í bábiljur og bull um lífið og tilveruna, löngu eftir að þjóðfélagið í heild sinni hefur, annaðhvort fyrir tilstuðlan vísinda eða fyrir önnur áhrif, séð að bábiljurnar standast ekki. lengi héldu kirkjunnar menn sig hafa guð- fræðilegan rökstuðning fyrir því að jörðin væri flöt, að þrælahald væri guðs vilji, að kynþáttaaðskilnaður væri óbreytanlegur hluti sköpunarverksins, að konur skyldu þegja í söfnuðinum (að þær gegndu prestsembætti kom ekki til mála), og nú síðast að samkyn- hneigðir séu brenglaðir (eða sjúkir). Þess vegna má ekki vígja þá til staðfestrar samvistar í þjóðkirkjunni því „þá hættir hún að að vera kirkja sem byggir á orðum jesú krists“ eins og ragnar segir í grein sinni. nú er það svo að samkynhneigðir eru vanir því að fólk tjái brenglaðar hugmyndir sínar um þá opinberlega og kippa sér mismik- ið upp við það. slíkar hugmyndir lýsa frekar þeim sem þær tjá fremur en hommum og lesbíum. Það er hins vegar alvarlegt þegar þessum órum er beint gegn þjóðkirkjunni og því fólki sem vinnur að því að gera hana að hluta af lífi nútímamannsins en ekki að safn- gripi á öskuhaugum þeirra bábilja sem fyrr voru nefndar. Þeim starfsmönnum og með- limum þjóðkirkjunnar, prestum og öðrum sem vinna af heilum hug að því að rétta hlut samkynhneigðra innan kirkjunnar, er vor- kunn að þurfa að glíma við þá drauga sem skjóta upp kollinum í áðurnefndri grein. Haukur Hannesson í Morgunblaðinu 1999

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.