Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2004, Page 36

Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2004, Page 36
rati til sýninga hjá Public Broadcasting Services (eins konar ríkissjónvarp Bandaríkjamanna). Ég nálgast verkefnin hins vegar yfirleitt með þeim huga að ljúka þeim hvað sem peningunum líður, en það er gott þegar þeir koma að lokum. þetta fjármagn kom t.d. ekki fyrr en við vorum búnar að taka upp allt efnið í myndina. En það eru sterk öfl í Bandaríkjunum sem vilja halda tilteknum upplýsingum frá almenningi. Sérstaklega á þetta við um málefni Miðausturlanda. Ef fólk fer af stað með mynd eins og okkar leggja ákveðin öfl sig fram um að eyðileggja orðstír mynd anna og þeirra sem að þeim standa. Frjálslega vaxnar stelpur Hvað sem þessu líður var Hrein og bein, kvikmynd Hröbbu og Þorvaldar Kristinssonar send út á PBS í Bandaríkj- unum á kvenréttindadaginn og afmælis- degi Þorvaldar, 19. júní sl. Hún fjallar um reynslu ungra íslenskra lesbía og homma af því að koma út úr skápnum og var frumsýnd hér á landi á síðasta ári. Það gefur fólki aðra sýn á lífið og tilveruna að búa lengi í öðru landi, ann- arri menningu, og fá þannig fjarsýn á sitt eigið samfélag. Hrabba segir að þetta sé reynsla sem hún hefði ekki viljað missa af. „Þegar ég fór til Bandaríkjanna 1983 fannst mér að mörgu leyti ómögulegt að vera gay á Íslandi. Flestir minna vina voru í mikilli drykkju og sukki og gay-lífið ekki spennandi. Það hafði t.d. bara birst eitt viðtal við lesbíur í fjölmiðlum hér. Það var heldur ekki óalgengt að samkynhneigðir lentu í vandræðum þegar þeir voru að skemmta sér. Því var ekki vel tekið ef tvær stelpur sáust kyssast á Óðali eða öðrum skemmtistöðum. San Francisco er hins vegar framsækin borg í málefnum samkynhneigðra og þegar ég kom þang- að lifði ég fyrst og hrærðist í gay- heiminum. Alnæmi var í algleymingi en borgin að öðru leyti eins og ég bjóst við. Að sjálfsögðu leit margt undarlega út í augum ungrar lesbíu. Stuttu eftir komuna þangað fór ég á lesbíubar sem heitir Ollies. Mér brá svolítið við að sjá allan þennan fjölda af „frjálslega“ vöxnum og luralegum konum, þambandi bjór og spil- andi billjard. Mér fannst ég ekki alveg eiga heima þarna. En svo fann maður sína hillu í lífinu eins og gengur. Mér þótti hins vegar mjög gaman í listaháskólanum og að umgangast fólkið þar. Þannig dróst maður út úr gettói lesb- ía og homma. Eftir á að hyggja finnst mér ég helst hafa lært það í Bandaríkjunum að hugsa gagnrýnið hvað varðar allt yfirvald. Ég fann vissulega fyrir miklu frelsi í San Francisco sem samkynhneigð manneskja en ég saknaði þess að ólíkir aldurshópar fólks blandast ekki saman eins og mér finnst það gera hér á Íslandi.“ Byltingin á Íslandi „Þegar ég kom aftur til Íslands höfðu orðið svo miklar breytingar á stuttum tíma að ég missti nánast andlitið. Ég kom heim 27. júní 1996 og beint í athöfn í Borgarleikhúsinu þar sem allt var fullt af stjórnmálamönnum og meira að segja forsetinn var mætt til að fagna því að lögin um staðfesta samvist tóku gildi þennan dag. Þá fannst mér ótrúlegir hlut- ir hafa gerst á tíu árum á Íslandi á meðan ekkert hreyfðist í Bandaríkjunum nema íhaldið. Clinton forseti hafði meira að segja skrifað undir það að „hjónabandið“ væri bara samband karls og konu.“ Hrabba er aldrei verkefnalaus. Fyrir nokkrum árum fékk hún þá hugmynd að gera mynd sem sem ber vinnuheitið Svona fólk og fjallar um þróun mála samkynhneigðra á Íslandi síðustu þrjátíu árin. Þar koma Hinsegin dagar – Gay Pride að sjálfsögðu við sögu. Hvað finnst henni um Hinsegin daga? „Mér finnst þeir vera dálítil sýning, en samt er það alveg ótrúlegt að slíkt skuli hafa gerst í Reykjavík. Ég man eftir því þegar fyrst voru farnar litlar göngur upp úr 1990. Þá vorum við um sjötíu manns sem gengum stutta leið. Þær göngur höfðu kannski yfir sér meiri stíl mótmæla en gleðigöngu – en samt. Fyrsta pride-ið sem ég sá hér var 2001 og þá var ég að kvikmynda. Ég varð að koma aftur árið 2002 til að mynda meira því ég varð svo undrandi á umfanginu og fjöldanum að ég vissi eiginlega ekki hvert ég átti að beina myndavélinni. Það sem ég held að hafi haft mest áhrif til breytinga hér á landi eins og víða annars staðar er alnæmi. Sá sjúkdómur og vinnan sem samkynhneigðir urðu að leggja á sig í tengslum við hann breyttu afstöðu stjórnvalda. Loksins komumst við á landakortið. Þá held ég að það hafi breytt mjög miklu þegar einokun ríkisins var létt af ljósvakafjölmiðlun. Stöð 2 og tímaritin sem urðu til á 9. áratugnum gerðu mikið fyrir samkynhneigða á Íslandi og komu af stað allt annarri umræðu en verið hafði. Eftir því sem fleiri koma út úr skápnum verður það algengara í fjölskyld- um landsins að fólk þekki til samkyn- hneigðs fólks, og það hefur aldrei þótt góður siður í íslenskum fjölskyldum að útskúfa börnum sínum. Ég hafði ímyndað mér að málin myndu ekki breytast hér á landi nema fyrir tilstuð- lan fjöldahreyfingar eins og í Bandaríkjunum, en hér hafa breytingarn- ar í rauninni byggst á vinnu fáeinna ein- staklinga. Kannski hjálpar íslenska fjöl- skyldusamfélagið líka til. Hlutirnir gerast öðruvísi í Bandaríkjunum hvað þetta varðar. Þó hefði ég ekki vilja missa af þeirri reynslu að búa þar.“ gay Pride bolirnir 2004 eru komnir á markað allur ágóði af sölunni rennur til Hinsegin daga í Reykjavík fást í verslununum ósóma á laugavegi & Ranimosk við klapparstíg

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.