Hinsegin dagar í Reykjavík - aug 2004, Qupperneq 37

Hinsegin dagar í Reykjavík - aug 2004, Qupperneq 37
H I N S E G I N F R Æ Ð S L A Ég veit að kennarar leggja stund á umræður í skólastofunni út af margvíslegum málum sem skjóta upp kollinum. hinsegin efni eru mjög líklega á dagskrá hjá einhverjum nú þegar. en ég held að ef leggja á út frá kynhneigð þurfi að undirbúa það vel, t.d. með því að fara í gegnum eldri kennslugögn þar sem gagnkynhneigða normið er yfir- þyrmandi og að semja ný kennslugögn þar sem jafnvægi og jafnræðis er gætt. Ég held að þetta sé eitt af stóru verkefnunum á næstu árum: að endurskoða námsefni út frá hinum sjónarhornunum. eða út frá fleiru en einu sjónarhorni líkt og kappkostað er í flestöllum námsgreinum. sum börn eiga einfaldlega tvær mömmur, önnur tvo pabba, og enn önnur samkyn- hneigt einstætt foreldri, eða hvaðeina annað. Þá eru í hverjum skóla kennarar sem ekki eru gagnkynhneigðir, og unglingar sem eru að uppgötva óvænta kynhneigð sína. Misrétti og kæruleysi gagnvart fordómum í garð þeirra hefur aldrei verið réttlætanlegt, en er aukinheldur hlálegt á þriðja árþúsund- inu e.kr. ef umræðan er engin í skólum og jafnvel frumfræðsla um kynfærin feimnismál, þá er jarðvegurinn fyrir fordóma og sársauka góður, og líkur á brotinni eða veikri sjálfs- mynd miklar. samt er eitt af aðalmarkmiðum skóla að byggja upp sjálfstæða einstaklinga með sterka sjálfsmynd. vissulega munu einhverjir foreldrar bregðast ókvæða við góðri fræðslu og umræðu í skólum um kynhneigð, og jafnvel hringja hneykslaðir í skólana og gera tilraun til að banna að börnum þeirra verði veitt þessi samfélagslega fræðsla. Þeir sem það gera eru aftur á móti komnir út fyrir endimörk valda sinna, því þeir væru að hindra miðlun þekkingar og auka líkur á kvalafullum for- dómum. einnig er efi um að börnin geti eftir fræðslu myndað sér sjálfstæða skoðun. nemendur ættu að vera betur færir um að lesa samfélagið og valdabaráttuna í því eftir fræðslu um alla þessa hornsteina. og að sjá útlínur hins risavaxna norms og áráttu til að steypa alla í sama mót. Gunnar Hersveinn í Morgunblaðinu 2002 Lesbíur og hommar í 30 ár Í gegnum sérstakt samband sitt við Tinu frá Líbanon hefur áhugi Hröbbu á örlögum og menningu þessa heimshluta farið vaxandi. „Það var eins og hulu væri svipt frá augunum á mér og ég sá málin frá öðru sjónarhorni en arabahatursins sem alið er á í Bandaríkjunum. Nú má segja að ég sé algerlega komin í hina áttina. Þetta er eins og að læknast af hómófóbíu. Þegar Írakstríðið hófst í fyrra ákvað ég að ljúka við kvikmyndina sem lýsir börnunum í Líbanon og flytja aftur heim til Íslands. Í Bandaríkjunum er það stórfrétt á forsíðu ef einn bandarískur hermaður fellur einh- vers staðar, en ef 8000 Írakar falla er það falið sem smáfrétt inni í blaðinu. Þegar hér var komið sögu gat ég ekki hugsað mér að vera lengur í Bandaríkjunum undir stjórn kristna öfgamannsins George Bush.“ En aftur að Svona fólki. Hugmyndin að myndinni kviknaði fyrir tíu árum en nú er stefnt að því að hún verði tilbúin til sýninga í lok næsta árs. „Að hluta til verður þetta samantekt á umfjöllun fjölmiðla um okkur á þrjátíu ára tímabili. Hún er góður mælikvarði á það hvernig málin hafa þróast. Ég hef fundið nokkur mjög athyglisverð gömul viðtöl, m.a. við Hörð Torfa sem hefur staðið af sér alla storma gegnum tíðina. Í annan stað verður þetta mjög persónulegt verk þar sem ég blanda eigin reynslu inn í myndina. Mér hefur tekist að fá tvo fram- leiðslustyrki frá Bandaríkjunum, þá styrkir Kvikmyndamiðstöð Íslands verkið og RÚV hefur keypt sýningarréttinn.“ Hvað svo tekur við? „Það verður tíminn að leiða í ljós, arabískir hestar, líbanskar geitur, íslenskt þjóðlíf og kannski leikin kvikmynd, það skortir ekki hugmyndirnar.“ Að því loknu er Hrabba, sem eitt sinn gekk undir nafninu Hrafn til að kom- ast framar í röðina við dreifingarstöðvar dagblaðanna, rokin upp í Borgarfjörð að sinna íslenskum og útlendum vinum sínum. a t o m B o y ’ s f i l m i C e y e hrafnhildur gunnarsdóttir alias hrabba is an icelandic filmmaker who recently returned back home after living in san francisco for 19 years. she only knows the evil Closet by reputation, was never really in it herself. at age 13 she had her first "cuddle girlfriend" and when she was 16 there was no question of her identity. though independent and sure of her feelings, being a lesbian at the time was not cool and hip or even accepted in this small society. at age 11 she was often mistaken for a boy and to make her life easier while selling news- papers she went by the name hrafn. after graduating from high school in reykjavik she went to university of California Berkeley aiming for journalism but soon found out that it was not her cup of tea. pursuing her first love of photography and film she moved even- tually to the san francisco art institute where she graduated from in 1989. after graduating hrabba lived and worked in the dynamic community of artist and documentary filmmakers in the san francisco Bay area. Besides working for a living as an editor and director of photography she completed numerous short films. in 1999 hrabba completed her first full length documentary with visual anthropologist sigurjón Baldur hafsteinsson titled Corpus Camera about contemporary practices of taking pictures of the dead. Who Hangs the Laundry? Washing, War and Elec- tricity in Beirut with tina naccache won several awards at film festivals around the globe. last year with thorvaldur kristinsson Straight Out, the first documentary to show a glimpse of the world of young gay people in iceland was awarded at the san francisco lesbian and gay film festival the stu and dave documentary excellence award 2003. Alive in Limbo co-directed with tina naccache and erica Marcus just pre- miered at BaM in Brooklyn winning the spirit award. Currently hrabba is work- ing on People Like That a full length personal documentary about the 20 year struggle for gay rights in iceland. in this interview hrabba compares life in san francisco to reykjavík, how it dif- fered in the eighties and how rapid the positive changes have been for gay peo- ple in iceland during this time. through her work as a filmmaker in the usa and lebanon she has become interested in the plight of the palestinian refugees. her current film aims to inform her view- ers about this issue and to fight the negative portrayal of arabs by western media. 27. júní 1996

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.