Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2004, Page 44

Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2004, Page 44
F R Æ Ð S L A • M A N N V E R N D • S Ý N I L E I K I Ráðgjöf og stuðningur Á vettvangi Samtakanna ´78 bjóða sérmenntaðir ráðgjafar upp á einkaviðtöl. Þau eru einkum ætluð lesbíum og hommum sem þarfnast aðstoðar til að ráða fram úr málum sínum, hvort sem þau eru tilfinningalegs og félagslegs eðlis. Auk þess hafa félagsráðgjafar, námsráðgjafar og sálfræðingar samband við ráðgjafana til þess að fræðast um félagslega stöðu og tilfinningar lesbía og homma þegar slíkir skjól- stæðingar leita þeirra. Félagsráðgjafarnir Anni G. Haugen og Guðbjörg Ottósdóttir sinna þessu starfi á vegum félagsins. Ýmsir leita til ráðgjafanna um það bil sem þau játa kynhneigð sína fyrir sjálfum sér og heiminum. Hvað bíður mín þegar ég hef tekið þetta skref? Hvernig á ég að segja mínum nánustu frétt- irnar? Í hvaða röð á ég að nálgast þau sem ég segi þetta? Hvernig tek ég á höfn- un? Get ég búið mig undir það sem í vændum er með því að lesa mér til eða læra af öðrum? Oft leiða viðtölin til þess að aðstandendur óska eftir að ræða við ráðg- jafann því að þeir eru oft og tíðum óviðbúnir tíðindunum og þurfa líka stuðning. Hægt er að panta viðtal hjá ráðgjöfum Samtakanna ´78 með því að hringja á skrifstofu félagsins alla virka daga milli kl. 13-17, sími 552 7878. Samstarfsnefnd um Hinsegin daga í Reykjavík • Framkvæmdastjóri heimir Már pétursson • Fjármálastjóri Þórarinn Þór • Verkefna- og dreifingarstjóri guðjón r. jónasson • Sölustjóri anna sif gunnarsdóttir • Sölustjóri ásta ósk hlöðversdóttir • Dagskrárstjóri sviðs páll óskar hjálmtýsson • Göngustjóri katrín jónsdóttir • Göngustjóri guðbjörg ottósdóttir • Umboðsmaður stúlkna Birna hrönn Björnsdóttir • Ritstjórn og ráðgjöf Þorvaldur kristinsson • Ritstjórn og ráðgjöf veturliði guðnason • Tækniráðgjafi sara dögg jónsdóttir • Fjáröflunarráðgjöf Birna Þórðardóttir • Sviðsstjóri heiðar reyr ágústsson • Útlitshönnuður tómas hjálmarsson A M T M A N N S S T Í G U R 1 T E L 5 6 1 3 3 0 3 44

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.