Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2009, Síða 6

Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2009, Síða 6
Það er ekki sjálfgefið að ein og sama manneskja sé jafnvíg á söng, leik, tónsmíðar, útsetningar og hljóðfæraleik. En það er Ragga Gísla. Eftir meira en þrjátíu ár í starfi ögrar hún sjálfri sér stöðugt með nýjum verkefnum, alltaf að plægja akurinn. Því Ragnhildur Gísladóttir er engum lík. Hún byrjaði kornung í poppinu og fór víða, en markaði sér völl á eftir- minnilegan hátt þegar hún stofnaði Grýlurnar, fyrstu íslensku kvennarokksveitina og setti þar mark sitt á íslenska rokk- menningu um aldur og ævi. Sísi fríkaði út, og hvað var svona merkilegt við það að vera karlmaður? Grýlurnar gáfu út fjögurra laga smáskífu og stóra plötu, Mávastellið, og áttu sinn þátt í því að kvikmyndin og platan Með allt á hreinu sló öll vinsældamet á Íslandi. Plöturnar eru báðar á lista yfir 100 bestu plötur Íslandssögunnar. Svo tóku við árin með Stuðmönnum, stór hlutverk í vinsælum kvikmyndum og metnaðarfull verkefni í Bretlandi. Og enn er Ragnhildur Gísladóttir á fullu við að semja tónlist við kvikmyndir, leikhúsverk og margt fleira. Dóttirin Dísa, Bryndís Jakobsdóttir, hefur á skömmum tíma getið sér afbragðs orð sem tónlistarmaður og árið 2008 sendi hún frá sér fyrstu sólóplötu sína, Dísa, sem hlaut mikið og verðskuldað lof. Við bjóðum mæðgurnar Röggu Gísla og Dísu velkomnar á opnunarhátíð Hinsegin daga í Háskólabíói, fimmtudaginn 6. ágúst. t w o g E n E R a t i o n s o f M u s i c a l g E n i u s for more than thirty years she has kept challenging herself by experimenting and perfecting several different aspects of artistry. whether she’s working as a singer, actor, composer or producer, Ragga gísla has always been wildly successful in all that she aspires to do. she entered the world of pop music at an early age and caught everybody’s attention with the pop group grýlurnar – the witches – which mixed together punk, pop, rock and feminism and won over the nation with their popular, now classic, songs. she then joined another landmark icelandic popgroup, stuðmenn, and starred in several hit movies. still quite active today, Ragnhildur gísladóttir composes music for films and theatre. Her daugther dísa, Bryndís Jakobsdóttir, has in a short time established herself as an acclaimed musician. we are thrilled to have both mother and daugther perform together at the opening ceremony in Háskólabíó Movie theater, thursday, 6 august. 6 &Dísa RaGGa

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.