Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2009, Blaðsíða 14
14
Hera Björk
Með einstæðri og fallegri rödd sinni hefur Hera Björk
Þórhallsdóttir haslað sér völl víða á tónlistarsviðinu, bæði
í klassískum söng, djassi, poppi og rokki. Á liðnum árum
hefur hún tekið þátt í fjölmörgum söngleikjum og sungið með
einum af okkar bestu kórum, Schola Cantorum. Hera Björk
hefur verið ein af hinum íslensku Frostrósum undanfarin ár
og hlotið mikið lof fyrir söng sinn. Í byrjun árs tók hún þátt í
Eurovision-forkeppninni í Danmörku og hafnaði í 2. sæti með
laginu „Someday“. Nú starfar hún jöfnum höndum á Íslandi og
í Danmörku sem söngvari og söngkennari. Við bjóðum Heru
Björk velkomna á hátíð Hinsegin daga við Arnarhól, 8. ágúst.
a n i c E l a n d i c f R o s t R o s E
with her unique and beautiful voice, Hera Björk
has made a name for herself in the music industry
by spanning genres as diverse as classical singing,
jazz, pop and rock. Hera Björk has been one of the
icelandic frost Roses for the past few years and
has been praised for her voice and performances.
we welcome Hera Björk to the open air concert at
arnarhóll, saturday, 8 august.
SKEMMTUM
OKKUR
INNANLANDS
BÓKAÐU NÚNA Á WWW.FLUGFELAG.IS
FLUGFELAG.IS