Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2009, Blaðsíða 36

Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2009, Blaðsíða 36
Forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, gaf út yfirlýsingu frá Hvíta húsinu hinn 1. júní sl. þess efnis að framvegis skuli júní vera mánuður lesbía, homma, tvíkynhneigðra og trans-fólks, mánuður stolts og virðingar þessum þjóðfélagshópum til handa. Um leið skorar hann á bandarísku þjóðina að afnema misrétti og vinna gegn hvers kyns fordómum og kúgun gagnvart hinsegin fólki, hvar sem slíkt birtist. Þessi yfirlýsing markar tímamót. Aldrei fyrr hefur forseti Bandaríkjanna tekið jafn skorinort til máls og kveðið jafn skýrt á um mannvirðingu og mannréttindi til handa hinsegin fólki í landi sínu. Í yfirlýsingunni rifjar hann upp framlag homma og lesbía til menningar minnihlutahópa með Stonewall- uppreisninni í New York sumarið 1969, fyrir nákvæmlega fjörutíu árum. Hann minnir sérstaklega á það mikla framlag sem hinsegin fólk hefur lagt til mannrétt- indaumræðu í Bandaríkjunum, hyllir allar þær manneskjur sem komist hafa til áhrifa án þess að gera kynhneigðina að fjötri um fót og þakkar sérstaklega fyrir framlag samkynhneigðra til baráttunnar gegn HIV og alnæmi á liðnum árum. Um leið minnir forsetinn á að þrátt fyrir sigrana sé mikið verk að vinna í þágu þess- ara þjóðfélagshópa. „Hinsegin unglingar,“ segir hann, „verða að eiga þess kost að menntast án þess að lifa í ótta við ofsóknir og ofbeldi, hinsegin fjölskyldur og aldraðir skulu eiga kost á að lifa með fullri reisn E I N S T Ö K Y F I R L ý S I N G B A N D A R Í K J A F O R S E T A Júní – MÁnUðUR HinSEGin FÓLKS og njóta virðingar samborgara sinna.“ Um leið nefnir forsetinn það að ríkisstjórn hans hafi tekið höndum saman við Sameinuðu þjóðirnar í því skyni að berjast gegn kúgun samkynhneigðra víða um heim, og hvað varðar innri málefni ríkisins heitir hann því að gera allt það sem í hans valdi stendur til að útrýma hatursglæpum, styðja stöðu hinsegin fólks innan stéttarfélaga, vernda pör og fjölskyldur samkynhneigðra, berjast gegn einelti og kúgun á vinnustöð- um og tryggja samkynhneigðum rétt til ættleiðinga á borð við aðra þegna landsins. Þá segir Barack Obama það eindreginn vilja sinn að binda enda á þá auðmýkjandi stefnu sem hefur viðgengist í Bandaríkjaher og er venjulega bundin í orðunum „Don´t ask, don´t tell“ – „ekki spyrja, ekki segja frá“. Og hann bætir við: „Öll þessi málefni varða ekki aðeins samfélag hinsegin fólks, heldur líka gjörvalla þjóðina. Svo lengi sem við uppfyllum ekki fyrirheitið um jafnan rétt allra, mun það setja mark sitt á líf allra Bandaríkjamanna. Með því að vinna saman að þeim hugsjónum sem lögðu grundvöll- inn að þjóðlífi okkar, mun það verða öllum Bandaríkjamönnum til hagsbóta.“ M S C I C e l a n d – G a y P r I d e 2 0 0 9 OPIÐ FIMMTUDAG, FÖSTUDAG OG LAUGARDAG OPEN THURSDAY FRIDAY & SATURDAY SUNNUDAG / SUNDAY: JOCKS & UNDERWEAR www.msc.is 36

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.