Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2009, Blaðsíða 38

Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2009, Blaðsíða 38
38 Baldur Þórhallsson gengur með gestum Hinsegin daga um sögustaði samkynhneigðra í miðborginni Haldið af stað frá Ingólfstorgi kl. 20, föstudaginn 7. ágúst Hinsegin Reykjavík Eins og hin fyrri ár er á Hinsegin dögum boðið upp á sögugöngu um staði sem tengjast lífi lesbía og homma í miðborg Reykjavíkur. Fjallað verður um menningu og líf einstakra sam- kynhneigðra Reykvíkinga allt frá lokum 19. aldar. Næturlífi, pólitík, bókmenntum og tónlist sem tengjast samkynhneigðum í borginni verða gerð skil og rifjaðir upp sögufrægir atburðir í lífi þeirra. Menning lesbía og homma í Reykjavík hefur til skamms tíma verið flestum hulin, en fjölda markverðra staða er að finna í miðborginni sem tengjast lífi þeirra. Markmið gönguferðanna er að svipta hulunni af þessum merkilega menningarkima borg- arinnar. Reykjavík er hýrari en margur heldur! Föstudagskvöldið 7. ágúst verður verður safnast saman til sögugöngu á Ingólfstorgi og lagt af stað kl. 20:00. Ferðin tekur um klukkustund. Skipuleggjandi og leiðsögu- maður er Baldur Þórhallsson sem veitir nánari upplýsingar í síma 896 0010. Leiðsögnin er á íslensku. 10

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.