Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2009, Side 38

Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2009, Side 38
38 Baldur Þórhallsson gengur með gestum Hinsegin daga um sögustaði samkynhneigðra í miðborginni Haldið af stað frá Ingólfstorgi kl. 20, föstudaginn 7. ágúst Hinsegin Reykjavík Eins og hin fyrri ár er á Hinsegin dögum boðið upp á sögugöngu um staði sem tengjast lífi lesbía og homma í miðborg Reykjavíkur. Fjallað verður um menningu og líf einstakra sam- kynhneigðra Reykvíkinga allt frá lokum 19. aldar. Næturlífi, pólitík, bókmenntum og tónlist sem tengjast samkynhneigðum í borginni verða gerð skil og rifjaðir upp sögufrægir atburðir í lífi þeirra. Menning lesbía og homma í Reykjavík hefur til skamms tíma verið flestum hulin, en fjölda markverðra staða er að finna í miðborginni sem tengjast lífi þeirra. Markmið gönguferðanna er að svipta hulunni af þessum merkilega menningarkima borg- arinnar. Reykjavík er hýrari en margur heldur! Föstudagskvöldið 7. ágúst verður verður safnast saman til sögugöngu á Ingólfstorgi og lagt af stað kl. 20:00. Ferðin tekur um klukkustund. Skipuleggjandi og leiðsögu- maður er Baldur Þórhallsson sem veitir nánari upplýsingar í síma 896 0010. Leiðsögnin er á íslensku. 10

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.