Bæjarins besta - 11.01.2006, Qupperneq 4
MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 20064
Sigríður Guðjónsdóttir:
„Bjargaði barni frá
drukknun í sundlaug Bol-
ungarvíkur – Sýndi snarrði
og hugrekki er hún bjarg-
aði drengnum – Bjargaði
lífi nemanda síns – Sýndi
góð viðbrögð við björgun
drengs – Sýndi hetjulegt
afrek – Drýgði hetjudáð er
hún blés lífi í 11 ára dreng
– Líf okkar er það dýrmæt-
asta sem við eigum, hún bjargaði einu – Skjót viðbrögð
ungs kennara í starfi – Bjargaði mannslífi á ótrúlegan
hátt – Sýndi snarræði og rétt viðbrögð.“
Vilborg Arnarsdóttir:
„Hugsjónakona og eldhugi
sem ber hag barna og fjöl-
skyldna fyrir brjósti –
Sýndi mikinn dugnað þeg-
ar hún opnaði fjölskyldu-
garðinn Raggagarð í Súða-
vík – Mikill kvenskörung-
ur og dugnaðarforkur – Já-
kvæður persónuleiki og
bjartsýn á lífið þó á móti
blási – Frábær kona –
Byggði upp Raggagarð að mestu í sjálfboðavinnu –
Óbilandi hugsjónakona og athafnamanneskja sem lætur
sér ekki allt fyrir brjósti brenna – Orkuboltinn í Súðavík.“
Sólberg Jónsson:
„Hafði frumkvæði að lagn-
ingu vegar í Jökulfirði –
Djarfmannlegar sam-
göngubætur í fjórðungnum
– Hefur stuðlað manna
mest að aðgengi ferða-
manna að Hornströndum –
Mesti og hugaðasti vega-
gerðarmaður Vestfjarða –
Beitti sér fyrir bættu
aðgengi að náttúruperlu
Vestfirðinga – Varði landið fyrir náttúruhamförum –
Sýndi gott framtak til verndar á landi í Leirufirði – Varði
ágang jökulárinnar og ræktar land í Leirufirði.“
Elvar Logi Hannesson:
„Hefur komið Vestfjörðum
í fremstu röð á sviði leik-
listar – Auðgar bæjarlífið –
Góður leikari, tekst á við
vestfirsk viðfangsefni og
vekur athygli á vestfirsku
menningarlífi – Kraftmikill
í menningarlífinu á Ísafirði
– Setti á stofn Kómedíu-
leikhúsið og Langa Manga
– Er mikil lyftistöng fyrir
vestfirskt menningarlíf – Auðgar bæjarlífið svo um
munar – Frábær og skemmtilegur maður – Óeigingjarnt
menningarstarf á Vestfjörðum öllum.“
Jón Fanndal Þórðarson:
„Einarðasti talsmaður
okkar Vestfirðinga – Sam-
félagsrýnir sem hefur stað-
ið vaktina – Hefur brenn-
andi réttlætiskennd –
Frjálslyndur, hugmynda-
ríkur og sannur Vestfirð-
ingur – Fyrir margra ára
starf í þágu „litla“ manns-
ins – Frábær náungi –
Alþýðumaður án skrums
og sýndarmennsku – Borgaði fólki fyrir að drekka vatn
– Maður sem stendur við skoðanir sínar og segir yfir-
völdum réttilega til syndanna – Vestfirðingur númer 1.“
Ummæli
um fimm
efstu í kjörinu
Eftirtaldir aðilar fengu eitt eða fleiri atkvæði í valinu á Vestfirðingi ársins 2005: Guðni Geir Jóhannesson, Ómar Már
Jónsson, Einar Kristinn Guðfinnsson, Sævar Óli Hjörvarsson, Örn Elías Guðmundsson (Mugison), Eiríkur Finnur
Greipsson, Ólína Þorvarðardóttir, Halldór Sveinbjörnsson, Kristinn H. Gunnarsson, Jón V. Guðjónsson, Ólafur Sveinn
Jóhannesson, Helgi Þór Arason, Soffía Vagnsdóttir, Hallgrímur Magnús Sigurjónsson, Aðalheiður Ólafsdóttir, Hermann
Níelsson, Kjartan J. Hauksson, Ómar Örn Sigmundsson, Hreinn Þórðarson, Lýður Árnason, Skafti Elíasson, Kristján
Þ. Ástvaldsson, Guðjón Már Þorsteinsson, Guðni Einarsson, Hermann Gunnarsson, Þórhallur Arason, Kristján P.
Þórðarson, Jón Jónsson, Eyrún Harpa Hlynsdóttir, Helga Gísladóttir, Gísli Elís Úlfarsson, Ingibjörg Kristjánsdóttir,
Geir Gestsson, Gunnhildur Elíasdóttir, Gróa Haraldsdóttir, Jóhannes Jónsson, Halldór Eraklídes, Þorkell Lárus Þor-
kelsson, Vilborg Davíðsdóttir, Sigurgeir Þórarinsson, Veigar Þór Guðbjörnsson, Örn Torfason, Harpa Guðmundsdóttir,
Svanlaug Guðnadóttir, Friðfinnur Hjörtur Hinriksson, Jónatan Ingi Ásgeirsson, Júlía Ósk Árnadóttir, Steinþór Braga-
son, Finnbogi Hermannsson, Brynjar Örn Þorbjörnsson, Þorsteinn Jóhannesson, Dorothee Lubecki, Kristbjörn R. Sig-
urjónsson, Hafþór Karlsson, Valdemar Lúðvík Gíslason, Magnús Hauksson og bb.is.
Vestfirðingur ársins 2005
samkvæmt vali lesenda frétta-
vefjarins bb.is er Sigríður
Guðjónsdóttir, íþróttakennari
á Ísafirði, sem átti því láni að
fagna að bjarga ungum dreng
frá drukknum í sundlaug Bol-
ungarvíkur 1. desember sl.
Sigríður fékk rúmlega 22%
greiddra atkvæða en á fjórða
hundrað manns tóku þátt í
kjörinu. Sigríður er fyrsta kon-
an sem kjörinn er Vestfirðing-
ur ársins af lesendum bb.is en
áður hafa fengið nafnbótina
þeir Örn Elías Guðmundsson
(Mugison) árið 2004, Magnús
Guðmundsson á Flateyri árið
2003, Hlynur Snorrason á Ísa-
firði árið 2002 og Guðmundur
Halldórsson í Bolungarvík
árið 2001.
Alls fengu 42 einstaklingar
atkvæði í kosningunni og
fengu þeir sem voru í 1.-5.
sæti yfir 53% greiddra at-
kvæða. Sigríður tók við viður-
kenningu í tilefni útnefning-
arinnar undir lok síðustu viku
sem og eignar- og farandgrip
sem smíðaður er af Ísfirðingn-
um Dýrfinnu Torfadóttur gull-
smið.
Í öðru sæti að mati lesenda
bb.is var Vilborg Arnarsdóttir
í Súðavík sem m.a. setti á stofn
fjölskyldugarðinn Raggagarð
í Súðavík um minningar um
son sinn sem lést í bílslysi.
Hún fékk rétt um 10% greiddra
atkvæða. Í þriðja sæti varð Sól-
berg Jónsson, fyrrverandi
sparisjóðsstjóri í Bolungarvík
og landeigandi í Leirufirði í
Jökulfjörðum og fékk hann at-
kvæði sín fyrir lagningu vegar
í fjörðinn sem mikið var rætt
um í fjölmiðlum síðastliðið
sumar. Í fjórða sæti varð Elvar
Logi Hannesson, leikari og ný-
kjörinn bæjarlistamaður Ísa-
fjarðarbæjar, í fimmta sæti
varð síðan Jón Fanndal Þórðar-
son, verslunarmaður og for-
maður Félags eldri borgara á
Ísafirði. Frá því val á Vest-
firðingi ársins hófst á vegum
bb.is hefur Jón Fanndal ávallt
verið á meðal fimm efstu í
kjörinu. Hann var í öðru sæti á
síðasta ári.
Í næstu sætum komu Guðni
Geir Jóhannesson, atvinnurek-
andi og bæjarfulltrúi í Ísafjarð-
arbæ, Ómar Már Jónsson,
sveitarstjóri í Súðavík, Einar
K. Guðfinnsson, sjávarútvegs-
ráðherra, Eiríkur Finnur
Greipsson, sparisjóðsstjóri hjá
Sparisjóði Vestfirðinga, Örn
Elías Guðmundsson (Mugi-
son) tónlistarmaður og Vest-
firðingur ársins 2004, Sævar
Óli Hjörvarsson, framkvæm-
dastjóri á Ísafirði, Kristinn H.
Gunnarsson, alþingismaður,
Ólína Þorvarðardóttir, skóla-
meistari MÍ og Halldór Svein-
björnsson, prentsmiðjustjóri
og kajakræðari á Ísafirði.
Aðstandendur valsins á
Vestfirðingi ársins 2005, Gull-
auga á Ísafirði, hugbúnaðar-
fyrirtækið Innn hf., í Reykja-
vík og bb.is þakka lesendum
þátttökuna og óska þeim og
Vestfirðingum öllum velfarn-
aðar á árinu. – bb@bb.is
Sigríður Guðjónsdóttir kjör-
inn Vestfirðingur ársins 2005
Sigríður við sundlaugina í Bolungarvík þar sem hún átti því láni að fagna að bjarga barni 1. desember sl.
02.PM5 5.4.2017, 10:074