Bæjarins besta


Bæjarins besta - 11.01.2006, Qupperneq 16

Bæjarins besta - 11.01.2006, Qupperneq 16
MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 200616 STAKKUR SKRIFAR Kosningaskjálfti, kirkja og samkynhneigð Stakkur hefur ritað vikulega pistla í Bæjarins besta í mörg ár. Skoðanir hans á mönnum og málefn- um hafa oft verið umdeildar og vakið umræður. Þær þurfa alls ekki að fara saman við skoðanir útgefenda blaðsins. Þrátt fyrir það bera ábyrgðarmenn blaðsins ábyrgð á skrifum Stakks á meðan hann notar dulnefni sitt. Smáauglýsingar Svart leðurveski með gylltu járni til að loka, tapaðist í Krúsinni aðfararnótt nýársdag. Töskunni eða innihaldi hennar skal vin- samlegast skilað á lögreglustöð- ina eða hafa samband í síma 867 9068. Gleraugu í bláu hulstri týndust á gönguleið um Seljalandsveg og Engjaveg. Vinsamlegast haf- ið samband við Brynhildi í síma 866 5243. Silfurhringur tapaðist í Félags- heimilinu á Suðureyri eða ná- grenni á gamlárskvöld. Fundar- laun. Vinsamlegast hafið sam- band í s. 865 4791 og 895 7131. Eldri borgarar í Ísafjarðarbæ! Leikfimin í gamla íþróttahúsinu hefst að nýju mánudaginn 16. janúar. Sama tímasetning og fyrir jól. Stjórnin. Til sölu eru tveir hornsófar, ljósbrúnn leðursófi og annar með með munstruðu tauáklæði. Líta báðir vel út. Fást fyrir sann- gjarnt verð. Upplýsingar í síma 892 1688. Sá sem tók svarta kuldaskó merkta HJ í misgripum á Grunn- eða Tónlistarskólanum, hafi samband í síma 456 3135 eða 860 4414. Til sölu er Hyundai H100, sendi- bifreið árg. 96. Er í fínu standi. Selst fyrir lítið fé. Upplýsingar í síma 892 4844. Fréttaannáll ársins 2005 – síðari hluti Viðburðarríkt ár fyrir Vestfirðinga Seinni hluti árs 2005 var sérlega viðburðaríkur tími á Vestfjörðum. Ákveðið var að grafa göng á Óshlíð og flytja sjúkraflugsþjónustu fyrir Vest- firði til Akureyrar, kosið var um sameiningu sveitarfélaga, fiskvinnslufyrirtækjunum Bíld- dælingi á Bíldudal, Sindrabergi á Ísafirði, Perlu- fiski á Þingeyri og rækjuvinnsla Frosta í Súðavík var lokað þó reyndar séu líkur til að Bílddæling- ur opni að nýju á næstunni. Rækjustofninn brást fullkomlega og gengi íslensku krónunnar fór síhækkandi með þeim slæmu afleiðingum sem slíkt hefur fyrir útflutningsfyrirtæki. En það þýðir víst lítið að sýta orðna hluti og Vest- firðingar stefndu ótrauðir áfram þrátt fyrir barninginn. Leiklistarhátíðin Act Alone var sett í fyrsta sinn á Ísafirði, Raggagarður var opnaður í Súðavík, ástarvikan var haldin hátíðleg í Bol- ungarvík og hljómsveitin Grafík lék listir sínar í félagsheimilinu í Hnífsdal. Vestfirðingar eign- uðust þá sinn fyrsta ráðherra síðan Sighvatur Björgvinsson hvarf úr ríkisstjórn árið 1995, verð á íbúðarhúsnæði hækkaði um tæp 40% á einu ári og sala á fjölbýliseignum jókst um 156% á sama tíma. Að venju var svo fagnað jólum og áramótum, og var það mál manna að sjaldan hefði gamalt ár verið sprengt jafn glæsilega á brott og gert var að kvöldi síðasta dags ársins í fullkomnu flugeldaveðri. Leiklistar- hátíðin Act Alone 01.07 Leiklistarhátíðin Act alone hófst í Hömrum á Ísa- firði með sýningu á einleikn- um Mr. Single í gær. Leikari og höfundur leiksins er Zeljko Vukmirica frá Króatíu sem bjó um tíma á Flateyri. „Það er frábært að koma aftur til Ís- lands en hingað hef ég ekki komið í 13 ár. Ég hef sýnt einleikinn víða, t.d. í Banda- ríkjunum, Kanada, Rússlandi og Portúgal“, segir Zeljko. Hann er lærður leikari sem flúði heimaland sitt vegna styrjaldar á sínum tíma og var komið til hjálpar af góðu fólki á Flateyri. „Ég bjó hér í tæpt ár og vann sem verkamaður í fiskvinnslu. Ég veit því hversu mikilvægur fiskur er þjóðinni. Íslendingar eru mjög lánsamir, þeir hafa besta mat í heimi, sem sagt fiskinn og lambið auk besta vatns í heimi. Einnig búa þeir í landi án styrjaldar“, segir Zeljko. Mr. Single sem útleggst á íslensku sem Herra einhleypur er fjörugur og kraftmikill einleikur sem fjall- ar um líf einhleyps manns. Að sýningu lokinni var boðið upp á léttar veitingar í tilefni af setningu hátíðarinnar. Bílddælingur ehf. hættur rekstri 01.07 Bílddælingur ehf., sem rekið hefur fiskvinnslu og útgerð á Bíldudal hefur hætt starfsemi. Er því ljóst að um 50 manns missa atvinnu sína á staðnum. Forseti bæjarstjórnar Vesturbyggðar segir sveitar- félagið enga burði hafa til þess að grípa inní og tryggja at- vinnu á staðnum. Þreifingar eru í gangi um sölu á fisk- þurrkun og fiskimjölsverk- smiðju fyrirtækisins svo og togaranum Hallgrími BA-77. Óvíst er um lyktir. Sem kunn- ugt er sagði fiskvinnslufyrir- tækið upp öllum starfsmönn- um sínum, um 50 að tölu, um síðustu mánaðarmót. Þegar fyrirtækið hóf starfsemi á Bíldudal snemma á síðasta ári keypti það hráefni til vinnslu af fiskmörkuðum og við- skiptabátum en í desember á síðasta ári tók það þátt í stofn- un útgerðarfyrirtækisins Ver- sala sem festi kaup á togskip- inu Hallgrími BA-77. Samkvæmt útboðsskil- málum vegna sjúkraflugs er ekki gert ráð fyrir að flugvél verði staðsett á Ísafirði yfir vetrarmán- uðina eins og verið hefur undanfarin ár, heldur er gert ráð fyrir að miðstöð sjúkraflugs verði á Akur- eyri. Þessi breyting var gerð í samráði við starfs- fólk Heilbrigðisstofnunar Ísafjarðarbæjar. Ríkis- kaup auglýstu fyrir hönd heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytisins og Sjúkraflugið flyst til Akureyrar Tryggingastofnunar ríkis- ins útboð á sjúkraflugs- þjónustu á Íslandi. Í út- boðinu er landinu skipt í tvö útboðssvæði, norður- svæði og Vestmannaeyja- svæði. Samkvæmt útboðs- lýsingu afmarkast norð- ursvæði af beinni línu sem er dregin frá botni Þorska- fjarðar að botni Hrúta- fjarðar, síðan að Hvera- völlum, þá að Nýjadal og þar næst að Höfn í Horna- firði og allt svæðið fyrir norðan þá línu er norður- svæði, þar með talin Höfn í Hornafirði. Í útboðslýsingu er skýrt tekið fram að aðal- miðstöð sjúkraflugs skuli vera á Akureyri. Sam- kvæmt útboðsskilmálum átti hið nýja skipulag í sjúkraflugi taka gildi 1. janúar 2006, en ákveðið var að sjúkraflugvél yrði á Ísafirði að minnsta kosti þar til lokið hefur verið við endurbætur á Þing- eyrarflugvelli. Samnings- tíminn er fimm ár með möguleika á framleng- ingu til tveggja ára. Gæti því umrædd breyting, nái hún fram að ganga, gilt til ársins 2013. Til- boði flugfélagsins Mý- flugs var að lokum tekið, en Landsflug sá áður um sjúkraflug frá Ísafirði. Gjaldfrjáls leik- skóli í Súðavík 01.07 Leikskóli í Súðavík verður gjaldfrjáls í allt að 8 klukkustundir á dag frá 1. sept- ember í haust samkvæmt stefnumótun í atvinnu- og byggðamálum sem sveitar- stjórn Súðavíkurhrepps hefur samþykkt. Verður Súðavíkur- hreppur því fyrst sveitarfélaga til þess að bjóða gjaldfrjálsan leikskóla. Af öðrum nýmælum í stefnumótuninni má nefna að byggingalóðir verða afhent- ar húsbyggjendum að kostn- aðarlausu og einnig mun sveit- arfélagið greiða niður bygg- ingakostnað. Á laugardag fór fram í Súðavík kynning á stefnumótun Súðavíkurhrepps í atvinnu-og byggðamálum. Markmiðið með stefnumótun- inni er að fjölga íbúum hrepps- ins um 40 á árunum 2005- 2010. Auk gjaldfrjáls leikskóla og ókeypis lóða verður þeim er byggja í sveitarfélaginu greitt byggingaframlag sem nemur 17.500 krónum á hvern fermetra af íbúðarhúsnæði. Þá verður svæði ofan Langeyrar- tjarnar skipulagt þannig að mögulegt verði að byggja þar á næsta ári. Viggo Mortensen heimsótti Ísafjörð 05.07 Stórstjarnan Viggo Mortensen var staddur á Ísa- firði á laugardag og heimsótti þá kaffihúsið Langa Manga. „Hann kom inn og settist út í horn skömmu eftir miðnætti. Einn kaffihúsagestanna spurði hann hvort hann væri ekki al- veg örugglega Viggo Morten- sen og hann játti því. Þá spurði gesturinn hvort hann vildi setj- ast hjá okkur en Viggo sagðist Árlegu hernaðarástandi er lokið. Margir eru fegnir. Björgunarsveitir og aðrir veltu ríflega hálfum milljarði króna. Flestir eru glaðir, bæði sprengivargar og björgunarsveitir. Í Hveragerði skall hurð nærri hælum. Hluti flugeldanna eyðilegðist, en sem betur fer slapp fólk nánast við meiðsl. Framkvæmdastjóri Landsbjargar lét hafa eftir sér í DV degi fyrir brunann að það yrði glæsileg flugeldasýning ef kviknaði í flugeldageymsl- unni í Keflavík. Jón Gunnarsson var hnípinn í sjónvarpi er sjá mátti hús og búnað björgunarsveitar brenna á gamlársdag. Er ekki kominn tími til að tengja við veruleikann, áður er illa fer? Svo skrítið sem það er eiga flugeldar og hundahald það sameiginlegt að tillit þeirra sem hafa ama af hvoru tveggja er afar takmarkað. En áramótum fylgdi fleira. Forsetinn talaði ekki um Mónakó heldur gamla fólkið. Sama gerði forsætisráðherra og bætti við matarverði, sem gert hefur marga ríka. Biskup er leiðtogi þjóðkirkjunnar og amast við hluta þegnanna með óskiljanlegum hætti. Nú er það ekki lögbrot að hneigjast til sama kyns, en þjóðkirkjan vill enn hafa þá í sér hólfi líkt og óhreinu börnin hennar Evu. Biskup telst hirðir meirihluta þjóðarinnar sem enn tilheyrir þjóðkirkjunni. Hún hefur sérstöðu samkvæmt stjórnar- skránni. Kirkjugarðar Reykjavíkur létu IMG Gallup nýverið kanna hvort fólk tryði á tilvist að loknum dauða. Nær væri að kanna viðhorf til samkynhneigðra og fá fram hvort söfnuðurinn deilir skoðun biskups. Hagstofan taldi 250.661 sál í Þjóðkirkjunni 1. desember 2004. Nærri lætur að 83% íbúa á Íslandi tilheyri þjóðkirkjunni. Hún hefur yfirburði gagnvart öðrum trúfélögum og því fylgja ríkar skyldur og vandmeðfarnar. Þjóðkirkjan á ekki að vera einangrað fyrirbrigði og þótt guðfræði geri lítið úr samkynhneigð, ef Biskup er rétt skilinn, verður stofnun sem nýtur velvilja stjórnarskrár að gæta vel að framkomu sinni. Mörgum er tilheyra henni og telja sig trúaða er misboðið. Reyndar mun þetta vandamál leys- ast ef farin verður sú leið að kirkjan blessi einungis þá sem henni tilheyra, en hjúskapur verði einungis stofnaður með veraldlegum hætti fyrir til- heyrandi embættismanni og trú komi þar ekki við sögu. Sá er háttur í mörgum ríkjum er búa við kaþólska trú. Mikil gerjun er í pólitískum heimi sveitarfélaganna. Margir skipta um flokka. Ber Akureyri og Reykjavík hæst. Norðankratar streyma í Sjálf- stæðisflokkinn og vinstri menn í Reykjavík eru áttavilltir þessa daganna. Hver áhrifin verða á Alþingi er ekki vitað. Því miður virðist Framsóknar- flokkur ætla að draga í land með breytingar á hjúskaparlöggjöf, Biskupi til gleði, en áhugamönnum um jafnrétti til armæðu. Menningarstarf Laugardaginn 14. janúar fer fram dagskrá helguð Brynjólfi biskup Sveins- syni í Safnahúsinu á Ísa- firði. Þeir Helgi Þorláks- son, sagnfræðingur, Már Jónsson, sagnfræðingur og sr. Skúli S. Ólafsson, flytja erindi um skáldið. Kirkjustarf Hvítasunnukirkjan Sal- em: Barnastarfið hefst að nýju kl. 17 á föstudag. Bænastund kl. 16:30 á sunnudag, samkoma kl. 17:00. Þriðjudaginn 17. janúar verður kynning á Alfa námskeiði kl. 20:00. Ísafjarðarkirkja: Kirkju- skólinn hefst að nýju kl. 16:30 miðvikudaginn 18. janúar. Sem fyrr eru það Árný, Elín og sr. Skúli sem stýra dagskránni. Guðsþjónusta verður sunnudaginn 15. janúar kl. 11:00. 02.PM5 5.4.2017, 10:0716

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.